Innlent

Greindarskerti fanginn áfram í einangrun til 1. desember

Birgir Olgeirsson skrifar
Fjórmenningarnir verða áfram í gæsluvarðhaldi og einangrun á Litla-Hrauni til 1. desember.
Fjórmenningarnir verða áfram í gæsluvarðhaldi og einangrun á Litla-Hrauni til 1. desember. vísir/heiða
Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag fjóra karlmenn í áframhaldandi gæsluvarðhald og einangrun en mennirnir eru grunaður um að hafa reynt að smygla 23 kílóum af sterkum fíkniefnum til landsins með Norrænu 22. september síðastliðinn.

Aldís Hilmarsdóttir, sem fer fyrir fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við Vísi en samkvæmt þessum úrskurði verða mennirnir allir í einangrun í þrjár vikur til viðbótar, eða til 1. desember. Um er að ræða tvo Íslendinga og tvo Hollendinga en annar Hollendinganna er 27 ára gamall og með greindarskerðingu og andlega fötlun.

Gæsluvarðhaldsúrskurðirnir voru fengnir á grundvelli rannsóknarhagsmuna svo sakborningar geti ekki haft áhrif á framgang rannsóknar lögreglunnar að sögn Aldísar. Verjendur sakborninganna hafa allir kært þennan úrskurð Héraðsdóms Reykjaness til Hæstaréttar sem mun kveða upp sinn úrskurð á fimmtudag.


Tengdar fréttir

Fékk að ræða við móður sína

Greindarskertur ­hollenskur maður sem hefur verið í einangrun á Litla-Hrauni síðan 29. september hefur fengið að hafa samband við móður sína undir eftirliti lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×