Ólafur Ragnar orðinn heiðursdoktor Birgir Olgeirsson skrifar 10. nóvember 2015 16:07 Rektor Kookmin háskóla óskar Ólafi Ragnari til hamingju með nafnbótina. Vísir/Forseti.is Ólafur Ragnar Grímsson var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við hátíðlega athöfn í Kookmin háskólanum í Seúl á mánudag. Greint er frá þessu á vef forseta Íslands en þar kemur fram að Ólafur Ragnar flutti fyrirlestur við það tækifæri og var skrifað undir samstarfssamning milli Háskólans í Reykjavík og Kookmin háskóla.Ólafur Ragnar tekur við sæmingarskjali.Vísir/Forseti.isRektor Kookmin-háskólans er sagður hafa getið sérstaklega framlags Ólafs Ragnars til umhverfisverndar og friðsamlegrar samvinnu þjóða og frumkvæðis hans í málefnum Norðurslóða. Fyrrum forsætisráðherra Kóreu, dr. Hong-Koo Lee, flutti einnig ávarp við athöfnina. Fyrirlestur Ólafs Ragnars bar heitið: Iceland’sCleanEnergyEconomy - Lessons for aGlobalTransformation. Í fyrirlestri sínum fjallaði forseti um sjálfbæran orkubúskap Íslendinga og þá lærdóma sem aðrar þjóðir gætu dregið af reynslu Íslendinga í þeim efnum. Í kjölfarið svaraði Ólafur Ragnar fyrirspurnum nemenda og kennara.Við upphaf athafnar þar sem forseti Íslands var sæmdur nafnbót heiðursdoktors við Kookmin háskólann í Seúl.Vísir/Forseti.isÍ gær heimsótti Ólafur Ragnar Heimskautastofnun Kóreu, KOPRI, sem er öflug vísindastofnun rúmlega tvö hundruð vísindamanna og sérfræðinga. Forystumenn stofnunarinnar gerðu grein fyrir fjölþættum og viðamiklum rannsóknum á náttúru og lífríki á Norðurslóðum og öðrum ísilögðum hlutum veraldar. KOPRI hefur tekið virkan þátt í þingum Hringborðs Norðurslóða - ArcticCircle, frá stofnun þess. Kemur fram á vef forseta Íslands að fyrirhugað sé að efla enn starfsemi Heimsskautastofnunarinnar á komandi árum. Í kjölfarið heimsótti Ólafur Ragnar höfuðstöðvar hins nýja loftslags- og umhverfissjóðs GreenClimate Fund, sem stofnaður var með ákvörðun aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í Cancun árið 2010. Græna loftslagssjóðnum er ætlað að leggja fjármuni til verkefna í þróunarríkjum sem tengjast loftslags- og umhverfismálum, ekki síst að styðja ríki til þess að endurskipuleggja orkubúskap sinn í átt til sjálfbærni og aðstoða þau ríki sem helst munu glíma við margvíslegar afleiðingar loftslagsbreytinga.Ólafur Ragnar í hópi nemenda við Kookmin háskólann.Vísir/Forseti.isÁ fundinum gerði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra m.a. grein fyrir ákvörðun ríkisstjórnar Íslands um að framlög Íslands til hans verði ein milljón Bandaríkjadala sem dreifast muni á árin 2016-20. Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við hátíðlega athöfn í Kookmin háskólanum í Seúl á mánudag. Greint er frá þessu á vef forseta Íslands en þar kemur fram að Ólafur Ragnar flutti fyrirlestur við það tækifæri og var skrifað undir samstarfssamning milli Háskólans í Reykjavík og Kookmin háskóla.Ólafur Ragnar tekur við sæmingarskjali.Vísir/Forseti.isRektor Kookmin-háskólans er sagður hafa getið sérstaklega framlags Ólafs Ragnars til umhverfisverndar og friðsamlegrar samvinnu þjóða og frumkvæðis hans í málefnum Norðurslóða. Fyrrum forsætisráðherra Kóreu, dr. Hong-Koo Lee, flutti einnig ávarp við athöfnina. Fyrirlestur Ólafs Ragnars bar heitið: Iceland’sCleanEnergyEconomy - Lessons for aGlobalTransformation. Í fyrirlestri sínum fjallaði forseti um sjálfbæran orkubúskap Íslendinga og þá lærdóma sem aðrar þjóðir gætu dregið af reynslu Íslendinga í þeim efnum. Í kjölfarið svaraði Ólafur Ragnar fyrirspurnum nemenda og kennara.Við upphaf athafnar þar sem forseti Íslands var sæmdur nafnbót heiðursdoktors við Kookmin háskólann í Seúl.Vísir/Forseti.isÍ gær heimsótti Ólafur Ragnar Heimskautastofnun Kóreu, KOPRI, sem er öflug vísindastofnun rúmlega tvö hundruð vísindamanna og sérfræðinga. Forystumenn stofnunarinnar gerðu grein fyrir fjölþættum og viðamiklum rannsóknum á náttúru og lífríki á Norðurslóðum og öðrum ísilögðum hlutum veraldar. KOPRI hefur tekið virkan þátt í þingum Hringborðs Norðurslóða - ArcticCircle, frá stofnun þess. Kemur fram á vef forseta Íslands að fyrirhugað sé að efla enn starfsemi Heimsskautastofnunarinnar á komandi árum. Í kjölfarið heimsótti Ólafur Ragnar höfuðstöðvar hins nýja loftslags- og umhverfissjóðs GreenClimate Fund, sem stofnaður var með ákvörðun aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í Cancun árið 2010. Græna loftslagssjóðnum er ætlað að leggja fjármuni til verkefna í þróunarríkjum sem tengjast loftslags- og umhverfismálum, ekki síst að styðja ríki til þess að endurskipuleggja orkubúskap sinn í átt til sjálfbærni og aðstoða þau ríki sem helst munu glíma við margvíslegar afleiðingar loftslagsbreytinga.Ólafur Ragnar í hópi nemenda við Kookmin háskólann.Vísir/Forseti.isÁ fundinum gerði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra m.a. grein fyrir ákvörðun ríkisstjórnar Íslands um að framlög Íslands til hans verði ein milljón Bandaríkjadala sem dreifast muni á árin 2016-20.
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira