Risaeðlan snýr aftur á Aldrei fór ég suður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2015 14:42 Risaeðlan er skipuð þeim Möggu Stínu söngkonu og fiðluleikara, Halldóru Geirharðsdóttur söngkonu og saxafónleikara, Ívari Bongó Ragnarssyni bassaleikara, Þórarni Kristjánssyni trommara og Sigurði Guðmundssyni gítarleikara. Hljómsveitin Risaeðlan kemur saman á ný og spilar á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði um páskana. Risaeðlan er skipuð þeim Möggu Stínu söngkonu og fiðluleikara, Halldóru Geirharðsdóttur söngkonu og saxafónleikara, Ívari Bongó Ragnarssyni bassaleikara, Þórarni Kristjánssyni trommara og Sigurði Guðmundssyni gítarleikara. Hljómsveitin var stofnuð 1984 og gaf út plötuna Fame and Fossils árið 1990. Sveitin starfaði með hléum næstu árin en gáfu þó út plötuna Efta! árið 1996 og urðu útgáfutónleikar þeirrar plötu að eiginlegum lokatónleikum sveitarinnar. „Það verða að teljast frábær tíðindi fyrir tónlistaráhugafólk, en sveitin þótti með því allra skemmtilegasta og ferskasta í íslenskri tónlist á tíunda áratugnum,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. „Hljómsveitin hefur nú svarað kallinu frá Aldrei fór ég suður, rokkhátíð alþýðunnar á Ísafirði og kemur fram opinberlega í fyrsta sinn eftir tuttugu ára fjarveru. Allir fyrrnefndir liðsmenn sveitarinnar spila með Risaeðlunni um páskana. Það er mikil tilhlökkun í framvarðasveit Aldrei fór ég suður fyrir endurkomu Risaeðlunnar og jafnframt þakklæti í garð hljómsveitarinnar fyrir að taka fyrirpurn okkar um tónleikahald jafn vel og raun varð á.“Úlfur Úlfur og Agent Fresco koma fram Aldrei fór ég suður verður haldin í þrettánda sinn og verður eins og áður á Ísafirði um páskana. Hátíðin hefur stækkað síðustu ár og teygt anga sína um sveitarfélagið, þar sem tónlist og fjölbreyttir viðburðir hafa sett mikinn svip á bæinn. Aðaldagskráin um næstu páska stendur yfir í tvo daga, föstudaginn langa og laugardag þar á eftir og ýmsa hliðardagskrá verður að finna frá miðvikudegi til sunnudags. Fyrstu atriðin sem kynnt eru til sögunnar ásamt Risaeðlunni eru: rappsveitin vinsæla Úlfur Úlfur, Agent Fresco sem eru á mikilli siglingu þessa dagana með nýrri plötu sinni, rokksveitin goðsagnakennda Strigaskór nr. 42 og ísfirska salsarokksveitin Mamma Hestur sem ekki hefur komið saman í árafjöld. „Annað eins á eftir að bætast við á listann og hátíðin ætti því að vera mikið tilhlökkunarefni fyrir tónlistarunnendur. Það er því ekki seinna vænna en að hefja undirbúning heimsóknar til Vestfjarða um páskana í enda marsmánaðar á næsta ári.“ Tónlist Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Fleiri fréttir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Sjá meira
Hljómsveitin Risaeðlan kemur saman á ný og spilar á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði um páskana. Risaeðlan er skipuð þeim Möggu Stínu söngkonu og fiðluleikara, Halldóru Geirharðsdóttur söngkonu og saxafónleikara, Ívari Bongó Ragnarssyni bassaleikara, Þórarni Kristjánssyni trommara og Sigurði Guðmundssyni gítarleikara. Hljómsveitin var stofnuð 1984 og gaf út plötuna Fame and Fossils árið 1990. Sveitin starfaði með hléum næstu árin en gáfu þó út plötuna Efta! árið 1996 og urðu útgáfutónleikar þeirrar plötu að eiginlegum lokatónleikum sveitarinnar. „Það verða að teljast frábær tíðindi fyrir tónlistaráhugafólk, en sveitin þótti með því allra skemmtilegasta og ferskasta í íslenskri tónlist á tíunda áratugnum,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. „Hljómsveitin hefur nú svarað kallinu frá Aldrei fór ég suður, rokkhátíð alþýðunnar á Ísafirði og kemur fram opinberlega í fyrsta sinn eftir tuttugu ára fjarveru. Allir fyrrnefndir liðsmenn sveitarinnar spila með Risaeðlunni um páskana. Það er mikil tilhlökkun í framvarðasveit Aldrei fór ég suður fyrir endurkomu Risaeðlunnar og jafnframt þakklæti í garð hljómsveitarinnar fyrir að taka fyrirpurn okkar um tónleikahald jafn vel og raun varð á.“Úlfur Úlfur og Agent Fresco koma fram Aldrei fór ég suður verður haldin í þrettánda sinn og verður eins og áður á Ísafirði um páskana. Hátíðin hefur stækkað síðustu ár og teygt anga sína um sveitarfélagið, þar sem tónlist og fjölbreyttir viðburðir hafa sett mikinn svip á bæinn. Aðaldagskráin um næstu páska stendur yfir í tvo daga, föstudaginn langa og laugardag þar á eftir og ýmsa hliðardagskrá verður að finna frá miðvikudegi til sunnudags. Fyrstu atriðin sem kynnt eru til sögunnar ásamt Risaeðlunni eru: rappsveitin vinsæla Úlfur Úlfur, Agent Fresco sem eru á mikilli siglingu þessa dagana með nýrri plötu sinni, rokksveitin goðsagnakennda Strigaskór nr. 42 og ísfirska salsarokksveitin Mamma Hestur sem ekki hefur komið saman í árafjöld. „Annað eins á eftir að bætast við á listann og hátíðin ætti því að vera mikið tilhlökkunarefni fyrir tónlistarunnendur. Það er því ekki seinna vænna en að hefja undirbúning heimsóknar til Vestfjarða um páskana í enda marsmánaðar á næsta ári.“
Tónlist Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Fleiri fréttir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Sjá meira