Sport

Er þetta hanski eða hafnaboltakylfa?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
JPP lætur hér vaða með hanskanum sem er af stærri gerðinni.
JPP lætur hér vaða með hanskanum sem er af stærri gerðinni. vísir/getty
Fjögurra putta maðurinn Jason Pierre-Paul snéri aftur í NFL-deildina um síðustu helgi.

Þetta var hans fyrsti leikur í deildinni eftir að hann nánast sprengdi af sér hendina á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna.

Pierre-Paul missti vísifingur og það sneiddist af tveimur öðrum puttum er flugeldur sprakk í höndunum á honum.

Hann missti samning sinn við NY Giants í kjölfarið en fékk nýjan eftir að hann sýndi fram á að geta spilað með fjóra putta.

Hannaður var sérstakur fjögurra putta hanski fyrir leikmanninn. Síðan var hanskinn vafinn allsvakalega þannig að höndin leit út fyrir að vera á Hulk.

Pierre-Paul spilaði mjög vel þrátt fyrir þessa vankanta og á örugglega bara eftir að styrkjast.

Pierre-Paul tekur umbúðirnar af.vísir/getty
NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×