Fallegt sjónarspil eins og flugeldasýning er Kara Hergils skrifar 10. nóvember 2015 10:00 "Ljósin voru ævintýraleg og unnu vel með glæsilegri sviðsmynd og búningum við að skapa fallegt sjónarspil eins og flugeldasýning er,“ segir í dómnum. Mynd/ÍD Dans Og himinninn kristallast Hugmynd: Sigríður Soffía Níelsdóttir Danshöfundur: Sigríður Soffía Níelsdóttir í samvinnu við dansarana Tónlist: Jóhann Jóhannsson, Jóhann Friðgeir Jóhannsson, Valdimar Jóhannsson Ljós: Björn Bergsteinn Guðmundsson Búningar: Hildur Yeoman Sviðsmynd: Helgi Már Kristinsson Dansarar: Aðalheiður Halldórsdóttir, Ásgeir Helgi Magnússon, Cameron Corbet, Halla Þórðardóttir, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Þyri Huld ÁrnadóttirOg himinninn kristallast er nýtt íslenskt dansverk eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur í uppfærslu Íslenska dansflokksins. Með verkinu gerir hún tilraun til þess að færa flugeldasýningu á svið með viðamikilli sviðsmynd, búningum og dönsurum. Undanfarin ár hefur höfundur hannað flugeldasýningar Menningarnætur með sama hætti og hún myndi byggja upp framvindu dansverks. Hér er ásetningurinn að búa til dansverk sem er byggð upp eins og flugeldasýning með upphafi, risi og „grand finale“. Verkið náði hins vegar aldrei þeirri uppbyggingu sem höfundur stefnir að. Kaflarnir eru of langir og taktur í verkinu fellur niður á milli atriða og þurfa þá dansarar að keppast við að ná upp tempói. Öllu er til tjaldað þegar kemur að sviðsetningu og er höfundur einkar lunkinn við að raða í kringum sig góðu fólki. Búningar, sviðsmynd og ljós gera verkið mjög áferðarfagurt. Hins vegar var ekki nægilega gott samband milli sviðsetningar og dansins. Þegar leið á verkið virtust dansarar þjónusta sviðsmyndina en ekki öfugt. Til dæmis þegar Hjördís Lilja var dregin upp á kaðli án þess að neitt meira væri gert við það. Einnig má nefna eldgos sem brennur mjög handahófskennt í gegnum sýningu og virðist ekki vera í takt við hrynjandi verksins. Tónlistin er magnþrungin og vekur epískar tilfinningar, sem stinga inn að beini. Ljósin voru ævintýraleg og unnu vel með glæsilegri sviðsmynd og búningum við að skapa fallegt sjónarspil eins og flugeldasýning er. Enn og aftur sannast að Hildur Yeoman er einkar fær búningahönnuður. Búningar ljá verkinu afar fallega ásýnd og líkjast þeir fagurfræðinni sem tengist flugeldum. Dansararnir stóðu sig allir stórvel. Þá virtist þó vanta skýrari stefnu innan vissra kafla þar sem nokkuð augljóst var að þeir voru að spinna á staðnum. Hreyfiefnið, þó fallegt væri, var full einhæft í túlkun sinni á flugeldum, mátti vera eldfimara og með meiri sprengikrafti. Hjördís Lilja átti marga mjög góða spretti og var dúett hennar og Ásgeirs Helga einn skýrasti punkturinn í verkinu. Þar var augljóslega búið að verja tímanum vel í æfingu efnisins. Höfundur persónugerir flugeldana með rödd sem talar yfir hljóðkerfið með því að lýsa eðlisfræðilegri uppbyggingu flugelda og hættunni sem stafar af þeim. Þar varar hún okkur við að þeir séu heitir, hættulegir og að við eigum að forðast þá. Þar líkir hún döpru lífi flugelds við líf okkar. Hans eina hlutverk er að fljúga upp, springa út og deyja fyrir ánægju annarra. Lovísa Ósk átti mjög fallega senu þar sem hún hringsnýst á hringsviði í hringlaga búningi sem er upplýstur innan frá með ljósum. Sviðsljósin hverfa og það eina sem verður eftir á sviðinu er þetta hringlaga form sem ferðast um í myrkrinu. Það líkist helst sólinni sem lokar yfirleitt flugeldasýningum og fellur hægt til jarðar. Þetta hefði verið góður endapunktur verksins en höfundur ákveður að bæta einum kafla við sem ég tel einni senu ofaukið. Viðbótin náði ekki þeirri hæð að verða „stóri endapunkturinn“ eins og til stendur. Hún fellur flöt og skilur áhorfanda eftir ófullnægðan.Niðurstaða: Áferðarfagurt dansverk þar sem megináhersla virðist vera á útlit en ekki innihald dansins. Dans Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Dans Og himinninn kristallast Hugmynd: Sigríður Soffía Níelsdóttir Danshöfundur: Sigríður Soffía Níelsdóttir í samvinnu við dansarana Tónlist: Jóhann Jóhannsson, Jóhann Friðgeir Jóhannsson, Valdimar Jóhannsson Ljós: Björn Bergsteinn Guðmundsson Búningar: Hildur Yeoman Sviðsmynd: Helgi Már Kristinsson Dansarar: Aðalheiður Halldórsdóttir, Ásgeir Helgi Magnússon, Cameron Corbet, Halla Þórðardóttir, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Þyri Huld ÁrnadóttirOg himinninn kristallast er nýtt íslenskt dansverk eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur í uppfærslu Íslenska dansflokksins. Með verkinu gerir hún tilraun til þess að færa flugeldasýningu á svið með viðamikilli sviðsmynd, búningum og dönsurum. Undanfarin ár hefur höfundur hannað flugeldasýningar Menningarnætur með sama hætti og hún myndi byggja upp framvindu dansverks. Hér er ásetningurinn að búa til dansverk sem er byggð upp eins og flugeldasýning með upphafi, risi og „grand finale“. Verkið náði hins vegar aldrei þeirri uppbyggingu sem höfundur stefnir að. Kaflarnir eru of langir og taktur í verkinu fellur niður á milli atriða og þurfa þá dansarar að keppast við að ná upp tempói. Öllu er til tjaldað þegar kemur að sviðsetningu og er höfundur einkar lunkinn við að raða í kringum sig góðu fólki. Búningar, sviðsmynd og ljós gera verkið mjög áferðarfagurt. Hins vegar var ekki nægilega gott samband milli sviðsetningar og dansins. Þegar leið á verkið virtust dansarar þjónusta sviðsmyndina en ekki öfugt. Til dæmis þegar Hjördís Lilja var dregin upp á kaðli án þess að neitt meira væri gert við það. Einnig má nefna eldgos sem brennur mjög handahófskennt í gegnum sýningu og virðist ekki vera í takt við hrynjandi verksins. Tónlistin er magnþrungin og vekur epískar tilfinningar, sem stinga inn að beini. Ljósin voru ævintýraleg og unnu vel með glæsilegri sviðsmynd og búningum við að skapa fallegt sjónarspil eins og flugeldasýning er. Enn og aftur sannast að Hildur Yeoman er einkar fær búningahönnuður. Búningar ljá verkinu afar fallega ásýnd og líkjast þeir fagurfræðinni sem tengist flugeldum. Dansararnir stóðu sig allir stórvel. Þá virtist þó vanta skýrari stefnu innan vissra kafla þar sem nokkuð augljóst var að þeir voru að spinna á staðnum. Hreyfiefnið, þó fallegt væri, var full einhæft í túlkun sinni á flugeldum, mátti vera eldfimara og með meiri sprengikrafti. Hjördís Lilja átti marga mjög góða spretti og var dúett hennar og Ásgeirs Helga einn skýrasti punkturinn í verkinu. Þar var augljóslega búið að verja tímanum vel í æfingu efnisins. Höfundur persónugerir flugeldana með rödd sem talar yfir hljóðkerfið með því að lýsa eðlisfræðilegri uppbyggingu flugelda og hættunni sem stafar af þeim. Þar varar hún okkur við að þeir séu heitir, hættulegir og að við eigum að forðast þá. Þar líkir hún döpru lífi flugelds við líf okkar. Hans eina hlutverk er að fljúga upp, springa út og deyja fyrir ánægju annarra. Lovísa Ósk átti mjög fallega senu þar sem hún hringsnýst á hringsviði í hringlaga búningi sem er upplýstur innan frá með ljósum. Sviðsljósin hverfa og það eina sem verður eftir á sviðinu er þetta hringlaga form sem ferðast um í myrkrinu. Það líkist helst sólinni sem lokar yfirleitt flugeldasýningum og fellur hægt til jarðar. Þetta hefði verið góður endapunktur verksins en höfundur ákveður að bæta einum kafla við sem ég tel einni senu ofaukið. Viðbótin náði ekki þeirri hæð að verða „stóri endapunkturinn“ eins og til stendur. Hún fellur flöt og skilur áhorfanda eftir ófullnægðan.Niðurstaða: Áferðarfagurt dansverk þar sem megináhersla virðist vera á útlit en ekki innihald dansins.
Dans Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira