Lætur gervigreind semja Íslendingasögur Sveinn Arnarsson skrifar 10. nóvember 2015 07:00 Helgi Páll Helgason, gervigreindarfræðingur Helgi Páll Helgason gervigreindarsérfræðingur lét gervigreind semja Íslendingasögur fyrir sig og gaf vini sínum sem tækifærisgjöf. Nýtti hann gervigreindina til að smíða texta í ætt við Íslendingasögur á um níu klukkustundum. „Merkilegt hvað gervigreindin náði góðum tökum á tungumálinu á þessum tíma,“ segir Helgi Páll. „Það sem ég gerði er að ég tók ákveðna tegund af gervigreind, sem kallast tauganet og líkir eftir því hvernig mannsheilinn vinnur, og þjálfaði hana í gerð Íslendingasagna,“ segir Helgi Páll. „Það eina sem ég geri er að ég mata hana á Íslendingasögum, sem til eru á rafrænu formi, og hún hefst svo handa við að læra gerð textanna til að útbúa nýja texta. Níu klukkustundum síðar hefur hún svo lært allt sem hún telur sig geta lært miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir og hættir.“ Helgi segir þetta ekki vera í fyrsta skipti sem menn noti gervigreind á þennan hátt. Það sem þó sé áhugavert í þessu efni er að þarna býr gervigreindin til það efni sem kemur frá henni. „Þetta er svo sem ekki nýtt af nálinni, þannig séð, að gervigreind búi til tengsl milli gagna sem fara inn og gagna sem fara út. Það sem er hins vegar öðruvísi í þessu tauganeti er að ég kynni til sögunnar efni og netið leyfir sér síðan að vera skapandi á ákveðinn hátt. Þannig erum við á einhvern hátt að fylgjast með draumum gervigreindarinnar.“ Þótt Helgi Páll gefi skáldgáfu gervigreindarinnar ekki mjög háa einkunn fleygir þessari tækni fram í heilbrigðisvísindum til dæmis. Mikil tækifæri séu í notkun tækninnar. „Gervigreindin getur ekki búið til samfelldan söguþráð í gegnum orðin og mér er til efs að nokkrum íslenskufræðingi þætti mikið til textans koma. Hins vegar var hún afar góð í að læra stílbrigðin og koma honum frá sér,“ segir Helgi Páll. „Síðan erum við farnir að fikra okkur áfram með lagasmíði og að búa til handrit að bandarískum bíómyndum og verður áhugavert að sjá hvernig til tekst í þeim efnum.“Fyrsta íslenska tauganetsljóðið Hér má lesa fyrsta ljóðið sem ort var eftir skamma stund og litla yfirlegu þeirra texta sem búnaðinum var gefinn í upphafi.Gæðar má mín oss þanner þar græs karlmennsku,töku þeim lítil harðaþrælar sinni auðskúgaherk kvenir létum,nokkur enda stárjarétt úl aðstundu grisugverk, tveggja, orð hausa þér,fryls beiddi verk heiðan. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Helgi Páll Helgason gervigreindarsérfræðingur lét gervigreind semja Íslendingasögur fyrir sig og gaf vini sínum sem tækifærisgjöf. Nýtti hann gervigreindina til að smíða texta í ætt við Íslendingasögur á um níu klukkustundum. „Merkilegt hvað gervigreindin náði góðum tökum á tungumálinu á þessum tíma,“ segir Helgi Páll. „Það sem ég gerði er að ég tók ákveðna tegund af gervigreind, sem kallast tauganet og líkir eftir því hvernig mannsheilinn vinnur, og þjálfaði hana í gerð Íslendingasagna,“ segir Helgi Páll. „Það eina sem ég geri er að ég mata hana á Íslendingasögum, sem til eru á rafrænu formi, og hún hefst svo handa við að læra gerð textanna til að útbúa nýja texta. Níu klukkustundum síðar hefur hún svo lært allt sem hún telur sig geta lært miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir og hættir.“ Helgi segir þetta ekki vera í fyrsta skipti sem menn noti gervigreind á þennan hátt. Það sem þó sé áhugavert í þessu efni er að þarna býr gervigreindin til það efni sem kemur frá henni. „Þetta er svo sem ekki nýtt af nálinni, þannig séð, að gervigreind búi til tengsl milli gagna sem fara inn og gagna sem fara út. Það sem er hins vegar öðruvísi í þessu tauganeti er að ég kynni til sögunnar efni og netið leyfir sér síðan að vera skapandi á ákveðinn hátt. Þannig erum við á einhvern hátt að fylgjast með draumum gervigreindarinnar.“ Þótt Helgi Páll gefi skáldgáfu gervigreindarinnar ekki mjög háa einkunn fleygir þessari tækni fram í heilbrigðisvísindum til dæmis. Mikil tækifæri séu í notkun tækninnar. „Gervigreindin getur ekki búið til samfelldan söguþráð í gegnum orðin og mér er til efs að nokkrum íslenskufræðingi þætti mikið til textans koma. Hins vegar var hún afar góð í að læra stílbrigðin og koma honum frá sér,“ segir Helgi Páll. „Síðan erum við farnir að fikra okkur áfram með lagasmíði og að búa til handrit að bandarískum bíómyndum og verður áhugavert að sjá hvernig til tekst í þeim efnum.“Fyrsta íslenska tauganetsljóðið Hér má lesa fyrsta ljóðið sem ort var eftir skamma stund og litla yfirlegu þeirra texta sem búnaðinum var gefinn í upphafi.Gæðar má mín oss þanner þar græs karlmennsku,töku þeim lítil harðaþrælar sinni auðskúgaherk kvenir létum,nokkur enda stárjarétt úl aðstundu grisugverk, tveggja, orð hausa þér,fryls beiddi verk heiðan.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira