Ísland með 102 fulltrúa á ráðstefnu í Ástralíu Kristján Már Unnarsson skrifar 29. nóvember 2015 19:45 Er nauðsynlegt að Ísland sendi yfir fjörutíu manns á loftlagsráðstefnu í París? Eða yfir eitthundrað manns á jarðhitaráðstefnu í Ástralíu? Hvað skyldi hafa kostað að senda allan þennan mannskap á ráðstefnu hinumegin á hnettinum? Fréttir af því að Reykjavíkurborg sé að senda tólf manns á ráðstefnu til Parísar hafa vakið gagnrýni og spurningar um hvernig opinberir aðilar ráðstafa fjármunum. Við spyrjum líka: Var virkilega nauðsynlegt að senda nánast heilan flugvélarfarm af fólki alla leið til Ástralíu síðastliðið vor? Ráðstefnan sem þótti svona mikilvæg var heimsþing Alþjóða jarðhitasambandsins, haldið í Melbourne í lok aprílmánaðar. Á kynningarmyndbandi mátti sjá hvað þátttakendum bauðst að skoða í borginni og nágrenni hennar. Frá setningarathöfn Jarðhitaráðstefnunnar í Melbourne.Mynd/World Geothermal Congress. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra fór fyrir íslensku sendinefndinni en á lista ráðstefnunnar yfir 1600 þátttakendur má sjá að 102 voru skráðir frá Íslandi. Okkur telst til að kostnaður um 60 þeirra hafi verið greiddur af íslensku skattfé eða af fyrirtækjum og stofnunum í eigu ríkis og sveitarfélaga. Leitarvélar á netinu gáfu okkur upp að hagstæðasta flugleiðin frá Íslandi væri um Amsterdam og Abu Dhabi og ferðatíminn um 36 klukkustundir enda er verið að tala um heimsreisu. Svo bættist við kynnisferð til Nýja Sjálands. Flestir Ástralíufarar voru skráðir á ISOR, eða 26 talsins, þar af sjö makar. Á Orkuveitu Reykjavíkur og Orku náttúrunnar voru 14 skráðir, þar af 4 makar, en talsmenn þessara aðila taka fram að makar hafi sjálfir borið kostnaðinn. Landsvirkjun sendi tíu manns, Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna sjö, og HS Orka og Háskólinn í Reykavík sex hvor. Einnig fóru starfsmenn frá Háskóla Íslands (4), Orkustofnun (3), Þróunarsamvinnustofnun (2), iðnaðarráðuneyti (2), Náttúrufræðistofnun (1) og Nýsköpunarmiðstöð (1). Einkafyrirtæki sendu einnig fulltrúa, þar á meðal Efla (3), Verkís (3), Mannvit (2) og Jarðboranir (1). Um kostnað segir ISOR að í boði hafi verið ferðastyrkur til sérfræðinga sem fluttu erindi eða voru með veggspjald á ráðstefnunni, að hámarki 500 þúsund krónur, heildarkostnaður ISOR hafi numið 8,7 milljónum króna eða um 460 þúsund krónum á mann. Samkvæmt upplýsingum Orkuveitu Reykjavíkur og Orku náttúrunnar var heildarkostnaður þeirra 12,3 milljónir króna eða 1.120 þúsund krónur á mann, miðað við ellefu fulltrúa sem greitt var fyrir. Landsvirkjun segir sinn heildarkostnað vegna ráðstefnunnar um 8 milljónir króna eða um 800 þúsund krónur á mann. Talsmenn þessara aðila benda á að heimsþingið sé stærsti viðburðurinn í jarðhitageiranum, haldið á fimm ára fresti, og sú staðreynd að það næsta verði á Íslandi hafi ýtt undir íslenska þátttöku. Þetta sé jafnframt helsta markaðstorg jarðhitarannsókna og jarðhitaþjónustu í heiminum. Það má áætla að heildarferðakostnaður allra fulltrúa frá Íslandi á Ástralíuráðstefnunni hafi numið um eitthundrað milljónum króna. En áður en við hneykslumst þá er kannski rétt að hafa í huga, til að sanngirni sé nú gætt, að íslenski jarðhitageirinn hefur á undanförnum árum sennilega aflað verkefna víða um heim sem hlaupa á milljörðum króna. Við kynningarbás Íslands í Melbourne.Mynd/Íslandsstofa. Loftslagsmál Tengdar fréttir Parísarför borgarinnar eykur loftlagsvandann "Losun á koltvísýring við að senda allt þetta fólk í þotum yfir hafið hefur sennilega meiri neikvæð áhrif en þau jákvæðu, sem af fundinum kemur,“ skrifar Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur. 6. nóvember 2015 09:55 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Er nauðsynlegt að Ísland sendi yfir fjörutíu manns á loftlagsráðstefnu í París? Eða yfir eitthundrað manns á jarðhitaráðstefnu í Ástralíu? Hvað skyldi hafa kostað að senda allan þennan mannskap á ráðstefnu hinumegin á hnettinum? Fréttir af því að Reykjavíkurborg sé að senda tólf manns á ráðstefnu til Parísar hafa vakið gagnrýni og spurningar um hvernig opinberir aðilar ráðstafa fjármunum. Við spyrjum líka: Var virkilega nauðsynlegt að senda nánast heilan flugvélarfarm af fólki alla leið til Ástralíu síðastliðið vor? Ráðstefnan sem þótti svona mikilvæg var heimsþing Alþjóða jarðhitasambandsins, haldið í Melbourne í lok aprílmánaðar. Á kynningarmyndbandi mátti sjá hvað þátttakendum bauðst að skoða í borginni og nágrenni hennar. Frá setningarathöfn Jarðhitaráðstefnunnar í Melbourne.Mynd/World Geothermal Congress. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra fór fyrir íslensku sendinefndinni en á lista ráðstefnunnar yfir 1600 þátttakendur má sjá að 102 voru skráðir frá Íslandi. Okkur telst til að kostnaður um 60 þeirra hafi verið greiddur af íslensku skattfé eða af fyrirtækjum og stofnunum í eigu ríkis og sveitarfélaga. Leitarvélar á netinu gáfu okkur upp að hagstæðasta flugleiðin frá Íslandi væri um Amsterdam og Abu Dhabi og ferðatíminn um 36 klukkustundir enda er verið að tala um heimsreisu. Svo bættist við kynnisferð til Nýja Sjálands. Flestir Ástralíufarar voru skráðir á ISOR, eða 26 talsins, þar af sjö makar. Á Orkuveitu Reykjavíkur og Orku náttúrunnar voru 14 skráðir, þar af 4 makar, en talsmenn þessara aðila taka fram að makar hafi sjálfir borið kostnaðinn. Landsvirkjun sendi tíu manns, Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna sjö, og HS Orka og Háskólinn í Reykavík sex hvor. Einnig fóru starfsmenn frá Háskóla Íslands (4), Orkustofnun (3), Þróunarsamvinnustofnun (2), iðnaðarráðuneyti (2), Náttúrufræðistofnun (1) og Nýsköpunarmiðstöð (1). Einkafyrirtæki sendu einnig fulltrúa, þar á meðal Efla (3), Verkís (3), Mannvit (2) og Jarðboranir (1). Um kostnað segir ISOR að í boði hafi verið ferðastyrkur til sérfræðinga sem fluttu erindi eða voru með veggspjald á ráðstefnunni, að hámarki 500 þúsund krónur, heildarkostnaður ISOR hafi numið 8,7 milljónum króna eða um 460 þúsund krónum á mann. Samkvæmt upplýsingum Orkuveitu Reykjavíkur og Orku náttúrunnar var heildarkostnaður þeirra 12,3 milljónir króna eða 1.120 þúsund krónur á mann, miðað við ellefu fulltrúa sem greitt var fyrir. Landsvirkjun segir sinn heildarkostnað vegna ráðstefnunnar um 8 milljónir króna eða um 800 þúsund krónur á mann. Talsmenn þessara aðila benda á að heimsþingið sé stærsti viðburðurinn í jarðhitageiranum, haldið á fimm ára fresti, og sú staðreynd að það næsta verði á Íslandi hafi ýtt undir íslenska þátttöku. Þetta sé jafnframt helsta markaðstorg jarðhitarannsókna og jarðhitaþjónustu í heiminum. Það má áætla að heildarferðakostnaður allra fulltrúa frá Íslandi á Ástralíuráðstefnunni hafi numið um eitthundrað milljónum króna. En áður en við hneykslumst þá er kannski rétt að hafa í huga, til að sanngirni sé nú gætt, að íslenski jarðhitageirinn hefur á undanförnum árum sennilega aflað verkefna víða um heim sem hlaupa á milljörðum króna. Við kynningarbás Íslands í Melbourne.Mynd/Íslandsstofa.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Parísarför borgarinnar eykur loftlagsvandann "Losun á koltvísýring við að senda allt þetta fólk í þotum yfir hafið hefur sennilega meiri neikvæð áhrif en þau jákvæðu, sem af fundinum kemur,“ skrifar Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur. 6. nóvember 2015 09:55 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Parísarför borgarinnar eykur loftlagsvandann "Losun á koltvísýring við að senda allt þetta fólk í þotum yfir hafið hefur sennilega meiri neikvæð áhrif en þau jákvæðu, sem af fundinum kemur,“ skrifar Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur. 6. nóvember 2015 09:55