Leitar að innblæstri í Barcelona yfir jólin Guðrún Ansnes skrifar 30. nóvember 2015 11:15 Hin eina sanna Glowie hefur í nægu að snúast áður en hún leggur land undir fót, því hún ætlar að syngja á jólatónleikum og gefa út lag áður en brestur á með jólum. Vísir/Stefán „Ég er að fara að senda frá mér lag sem fer beint á Youtube og Spotify og ég stefni á að það verði komið fyrir jól,“ segir Sara Pétursdóttir eða Glowie eins og hún kallar sig. Hún segir þó ekki um jólalag að ræða þó að tímasetningin hefði vissulega boðið upp á slíkt, og sjálf sé hún reyndar heilmikið jólabarn, enda jólin hennar uppáhaldstími. „Lagið heitir One Day og er runnið undan rifjum StopWaitGo, líkt og fyrri lögin mín,“ útskýrir Glowie en hún frumflutti lagið í þætti Loga Bergmann á Stöð 2 á dögunum. Hægt er að sjá flutninginn í spilaranum neðst í fréttinni. Spurð um hvers konar lag One Day sé svarar hún því til að um sé að ræða rólegt lag. „Ég myndi segja að lagið snúist svolítið um stöðuna sem ég er í akkúrat núna í tónlistinni og hvernig ég sé draumana mína og markmið í lífinu,“ bætir hún leyndardómsfull við og fer ekki frekar út í þá sálma. Hefur Glowie í nægu að snúast líkt og ansi margir íslenskir tónlistarmenn á þessum tíma árs. „Ég mun syngja með Stefáni Hilmarssyni á tónleikum og kem fram á tónleikum Fíladelfíukirkjunnar,“ útskýrir Glowie. Hún ætlar þó ekki að tapa sér í vinnu, heldur gefa sér tíma til að bregða sér af bæ og hyggst eyða jólunum í Barcelona og taka þannig stórt skref út fyrir þægindarammann. „Ég er rosalega mikið jólabarn og hef aldrei áður verið fjarri fjölskyldunni minni um jólin. En nú ætla ég að fara út með fjölskyldu kærastans míns og heimsækja systur hans. Ég stefni því á að fara á indverskan veitingastað á aðfangadagskvöld,“ útskýrir Glowie einlæg og skýtur að: „Það er mjög spennandi að fara út og gera eitthvað nýtt, en ég verð samt að viðurkenna að ég er mjög vanaföst og heimakær svo þetta verða líklega svolítið skrýtin jól. Ekki bara vegna þess að ég verð ekki heima, heldur líka vegna þess að ég verð ekki umkringd snjó heldur pálmatrjám.“ En skyldi kærastinn þá ekki hafa þurft að hafa mikið fyrir því að fá hana með? „Nei, reyndar ekki, ég fer svo sjaldan til útlanda að ég stökk auðvitað strax á þetta,“ svarar hún og hlær. Glowie sér tækifæri í hverju horni og stefnir nú þegar á að koma stútfull af innblæstri aftur heim úr jólafríinu á Barcelona. „Ég er frekar spennt fyrir að kanna nýjar slóðir. Þarna er allt annað umhverfi, önnur menning og þá kannski fyllist ég innblæstri fyrir nýtt lag,“ segir Glowie, sem sjálf hefur verið iðin við að semja tónlist sem við eigum enn eftir að heyra og útilokar hún ekki að slíkt gæti gerst með tíð og tíma. Tónlist Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Gagnrýnir innihaldsefni í skólamat: „Mér vægast sagt brá“ Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Ég er að fara að senda frá mér lag sem fer beint á Youtube og Spotify og ég stefni á að það verði komið fyrir jól,“ segir Sara Pétursdóttir eða Glowie eins og hún kallar sig. Hún segir þó ekki um jólalag að ræða þó að tímasetningin hefði vissulega boðið upp á slíkt, og sjálf sé hún reyndar heilmikið jólabarn, enda jólin hennar uppáhaldstími. „Lagið heitir One Day og er runnið undan rifjum StopWaitGo, líkt og fyrri lögin mín,“ útskýrir Glowie en hún frumflutti lagið í þætti Loga Bergmann á Stöð 2 á dögunum. Hægt er að sjá flutninginn í spilaranum neðst í fréttinni. Spurð um hvers konar lag One Day sé svarar hún því til að um sé að ræða rólegt lag. „Ég myndi segja að lagið snúist svolítið um stöðuna sem ég er í akkúrat núna í tónlistinni og hvernig ég sé draumana mína og markmið í lífinu,“ bætir hún leyndardómsfull við og fer ekki frekar út í þá sálma. Hefur Glowie í nægu að snúast líkt og ansi margir íslenskir tónlistarmenn á þessum tíma árs. „Ég mun syngja með Stefáni Hilmarssyni á tónleikum og kem fram á tónleikum Fíladelfíukirkjunnar,“ útskýrir Glowie. Hún ætlar þó ekki að tapa sér í vinnu, heldur gefa sér tíma til að bregða sér af bæ og hyggst eyða jólunum í Barcelona og taka þannig stórt skref út fyrir þægindarammann. „Ég er rosalega mikið jólabarn og hef aldrei áður verið fjarri fjölskyldunni minni um jólin. En nú ætla ég að fara út með fjölskyldu kærastans míns og heimsækja systur hans. Ég stefni því á að fara á indverskan veitingastað á aðfangadagskvöld,“ útskýrir Glowie einlæg og skýtur að: „Það er mjög spennandi að fara út og gera eitthvað nýtt, en ég verð samt að viðurkenna að ég er mjög vanaföst og heimakær svo þetta verða líklega svolítið skrýtin jól. Ekki bara vegna þess að ég verð ekki heima, heldur líka vegna þess að ég verð ekki umkringd snjó heldur pálmatrjám.“ En skyldi kærastinn þá ekki hafa þurft að hafa mikið fyrir því að fá hana með? „Nei, reyndar ekki, ég fer svo sjaldan til útlanda að ég stökk auðvitað strax á þetta,“ svarar hún og hlær. Glowie sér tækifæri í hverju horni og stefnir nú þegar á að koma stútfull af innblæstri aftur heim úr jólafríinu á Barcelona. „Ég er frekar spennt fyrir að kanna nýjar slóðir. Þarna er allt annað umhverfi, önnur menning og þá kannski fyllist ég innblæstri fyrir nýtt lag,“ segir Glowie, sem sjálf hefur verið iðin við að semja tónlist sem við eigum enn eftir að heyra og útilokar hún ekki að slíkt gæti gerst með tíð og tíma.
Tónlist Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Gagnrýnir innihaldsefni í skólamat: „Mér vægast sagt brá“ Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira