Leitar að innblæstri í Barcelona yfir jólin Guðrún Ansnes skrifar 30. nóvember 2015 11:15 Hin eina sanna Glowie hefur í nægu að snúast áður en hún leggur land undir fót, því hún ætlar að syngja á jólatónleikum og gefa út lag áður en brestur á með jólum. Vísir/Stefán „Ég er að fara að senda frá mér lag sem fer beint á Youtube og Spotify og ég stefni á að það verði komið fyrir jól,“ segir Sara Pétursdóttir eða Glowie eins og hún kallar sig. Hún segir þó ekki um jólalag að ræða þó að tímasetningin hefði vissulega boðið upp á slíkt, og sjálf sé hún reyndar heilmikið jólabarn, enda jólin hennar uppáhaldstími. „Lagið heitir One Day og er runnið undan rifjum StopWaitGo, líkt og fyrri lögin mín,“ útskýrir Glowie en hún frumflutti lagið í þætti Loga Bergmann á Stöð 2 á dögunum. Hægt er að sjá flutninginn í spilaranum neðst í fréttinni. Spurð um hvers konar lag One Day sé svarar hún því til að um sé að ræða rólegt lag. „Ég myndi segja að lagið snúist svolítið um stöðuna sem ég er í akkúrat núna í tónlistinni og hvernig ég sé draumana mína og markmið í lífinu,“ bætir hún leyndardómsfull við og fer ekki frekar út í þá sálma. Hefur Glowie í nægu að snúast líkt og ansi margir íslenskir tónlistarmenn á þessum tíma árs. „Ég mun syngja með Stefáni Hilmarssyni á tónleikum og kem fram á tónleikum Fíladelfíukirkjunnar,“ útskýrir Glowie. Hún ætlar þó ekki að tapa sér í vinnu, heldur gefa sér tíma til að bregða sér af bæ og hyggst eyða jólunum í Barcelona og taka þannig stórt skref út fyrir þægindarammann. „Ég er rosalega mikið jólabarn og hef aldrei áður verið fjarri fjölskyldunni minni um jólin. En nú ætla ég að fara út með fjölskyldu kærastans míns og heimsækja systur hans. Ég stefni því á að fara á indverskan veitingastað á aðfangadagskvöld,“ útskýrir Glowie einlæg og skýtur að: „Það er mjög spennandi að fara út og gera eitthvað nýtt, en ég verð samt að viðurkenna að ég er mjög vanaföst og heimakær svo þetta verða líklega svolítið skrýtin jól. Ekki bara vegna þess að ég verð ekki heima, heldur líka vegna þess að ég verð ekki umkringd snjó heldur pálmatrjám.“ En skyldi kærastinn þá ekki hafa þurft að hafa mikið fyrir því að fá hana með? „Nei, reyndar ekki, ég fer svo sjaldan til útlanda að ég stökk auðvitað strax á þetta,“ svarar hún og hlær. Glowie sér tækifæri í hverju horni og stefnir nú þegar á að koma stútfull af innblæstri aftur heim úr jólafríinu á Barcelona. „Ég er frekar spennt fyrir að kanna nýjar slóðir. Þarna er allt annað umhverfi, önnur menning og þá kannski fyllist ég innblæstri fyrir nýtt lag,“ segir Glowie, sem sjálf hefur verið iðin við að semja tónlist sem við eigum enn eftir að heyra og útilokar hún ekki að slíkt gæti gerst með tíð og tíma. Tónlist Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Ég er að fara að senda frá mér lag sem fer beint á Youtube og Spotify og ég stefni á að það verði komið fyrir jól,“ segir Sara Pétursdóttir eða Glowie eins og hún kallar sig. Hún segir þó ekki um jólalag að ræða þó að tímasetningin hefði vissulega boðið upp á slíkt, og sjálf sé hún reyndar heilmikið jólabarn, enda jólin hennar uppáhaldstími. „Lagið heitir One Day og er runnið undan rifjum StopWaitGo, líkt og fyrri lögin mín,“ útskýrir Glowie en hún frumflutti lagið í þætti Loga Bergmann á Stöð 2 á dögunum. Hægt er að sjá flutninginn í spilaranum neðst í fréttinni. Spurð um hvers konar lag One Day sé svarar hún því til að um sé að ræða rólegt lag. „Ég myndi segja að lagið snúist svolítið um stöðuna sem ég er í akkúrat núna í tónlistinni og hvernig ég sé draumana mína og markmið í lífinu,“ bætir hún leyndardómsfull við og fer ekki frekar út í þá sálma. Hefur Glowie í nægu að snúast líkt og ansi margir íslenskir tónlistarmenn á þessum tíma árs. „Ég mun syngja með Stefáni Hilmarssyni á tónleikum og kem fram á tónleikum Fíladelfíukirkjunnar,“ útskýrir Glowie. Hún ætlar þó ekki að tapa sér í vinnu, heldur gefa sér tíma til að bregða sér af bæ og hyggst eyða jólunum í Barcelona og taka þannig stórt skref út fyrir þægindarammann. „Ég er rosalega mikið jólabarn og hef aldrei áður verið fjarri fjölskyldunni minni um jólin. En nú ætla ég að fara út með fjölskyldu kærastans míns og heimsækja systur hans. Ég stefni því á að fara á indverskan veitingastað á aðfangadagskvöld,“ útskýrir Glowie einlæg og skýtur að: „Það er mjög spennandi að fara út og gera eitthvað nýtt, en ég verð samt að viðurkenna að ég er mjög vanaföst og heimakær svo þetta verða líklega svolítið skrýtin jól. Ekki bara vegna þess að ég verð ekki heima, heldur líka vegna þess að ég verð ekki umkringd snjó heldur pálmatrjám.“ En skyldi kærastinn þá ekki hafa þurft að hafa mikið fyrir því að fá hana með? „Nei, reyndar ekki, ég fer svo sjaldan til útlanda að ég stökk auðvitað strax á þetta,“ svarar hún og hlær. Glowie sér tækifæri í hverju horni og stefnir nú þegar á að koma stútfull af innblæstri aftur heim úr jólafríinu á Barcelona. „Ég er frekar spennt fyrir að kanna nýjar slóðir. Þarna er allt annað umhverfi, önnur menning og þá kannski fyllist ég innblæstri fyrir nýtt lag,“ segir Glowie, sem sjálf hefur verið iðin við að semja tónlist sem við eigum enn eftir að heyra og útilokar hún ekki að slíkt gæti gerst með tíð og tíma.
Tónlist Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira