Bíó og sjónvarp

Tom Cruise í viðræðum um að leika í The Mummy

Birgir Olgeirsson skrifar
Tom Cruise.
Tom Cruise. Vísir/Getty

Leikarinn Tom Cruise er í viðræðum við kvikmyndaverið Universal um að leika í endurgerð af kvikmyndinni The Mummy.

Myndin kom út árið 1999 og naut mikilla vinsælda. Hún kostaði um 80 milljónir í framleiðslu en þénaði 415 milljónir dollara í miðasölum kvikmyndahúsa.  Vonast Universal til þess að endur The Mummy muni koma á nýju tímabili skrímsla mynda hjá kvikmyndaverinu.

Talið er að Alex Kurtzman muni leikstýra myndinni en hann mun einnig gegna stöðu framleiðanda ásamt Chris Morgan. Jon Spaihts skrifar handritið en bandaríska tímaritið Variety greinir frá því á vef sínum að lítið sé vitað um söguþráð myndarinnar, annað en að hún eigi að gerast í nútímanum, ólíkt Mummy-myndunum þremur með Brendan Fraser í aðalhlutverki.

Að því er fram kemur á Variety þá vonast Universal til þess að þessu nýja Mummy-mynd muni njóta það mikilla vinsælda að kvikmyndaverið geti skapað nokkurskonar heim skrímsla sem munu síðan öll sameinast í einni risastórri mynd í anda Avengers-myndanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×