Viðskipti innlent

Gunnar Smári tekur yfir Fréttatímann

Atli Ísleifsson skrifar
Þóra Tómasdóttir og Gunnar Smári Egilsson munu taka við ritstjórn blaðsins um áramótin.
Þóra Tómasdóttir og Gunnar Smári Egilsson munu taka við ritstjórn blaðsins um áramótin. Mynd/Fréttatíminn

Hópur undir forystu Gunnars Smára Egilssonar hefur keypt allt hlutafé í Miðopnu, eiganda Fréttatímans. Við kaupin lætur Teitur Jónasson, stofnandi og framkvæmdastjóri Fréttatímans, af störfum.

Í frétt á vef Fréttatímans kemur fram að Jónas Haraldsson muni ritstýra Fréttatímanum fram að áramótum en þá taki Þóra Tómasdóttir við sem ritstjóri ásamt Gunnari Smára.

Svo virðist sem hlutirnir hafi gerst hratt undanfarna daga í ljósi þess að Gunnar Smári þvertók fyrir það samtali við Vísi síðastliðinn sunnudag að hann ynni að kaupum á blaðinu.

Í fréttinni kemur fram að eftir eigendaskiptin verði eigendur Miðopnu þeir Árni Hauksson, Gunnar Smári Egilsson, Hallbjörn Karlsson, Sigurður Gísli Pálmason og Valdimar Birgisson og eigi allir viðlíka stóran hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×