Móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu: „Þeir eru ekki bara einhver skrímsli“ Snærós Sindradóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 26. nóvember 2015 19:00 Lilja Guðný Björnsdóttir, móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu, segist ekki geta lýst því sem fór í gegnum huga hennar þegar dóttir hennar sagði henni hvað hefði komið fyrir í partýi í Breiðholti í maí í fyrra. Mennirnir fimm, sem voru ákærðir í málinu, voru skólafélagar dóttur Lilju. Þeir voru allir sýknaðir af því að nauðga dóttur hennar á föstudag. Einn var sakfelldur fyrir að taka upp myndband af atvikinu gegn vilja stúlkunnar. „Þetta er alveg gríðarlegt áfall og maður trúir þessu ekki, að hún sé að segja þetta við mann. En þetta var staðreynd, að þetta var gert, og maður verður alveg rosalega reiður,“ segir Lilja. „Þetta er ekki eins og þetta sé eitthvað þar sem eitt leiðir af öðru og eitthvað svona“„Þorði ekki að slást bara upp á að hún yrði ekki meidd meira“ Hún segir að fyrst hafi dóttir sín verið ein inni í herbergi með einum mannanna og ekki hafi farið illa á með þeim. Fljótlega voru hins vegar bara hún og mennirnir fimm eftir í partýinu. „Þeir voru þarna fyrst tveir og þá er eiginlega búið að brjóta hana svolítið á bak aftur. Hún finnur strax fyrir yfirburðum og hún þorði ekki að slást bara upp á að hún yrði ekki meidd meira. En hún vissi náttúrulega ekki að þeir áttu þrír eftir að bætast við, þá hefði hún kannski, ég veit það ekki, tekið meira á því.“ Lilja segir dóttur sína upplifa atburðinn sem nauðgun og að þetta hafi allt verið mjög erfitt fyrir hana. „Og þetta viðhorf sem kemur fram í þeirra vitnaleiðslum að þeir hafi ekki vitað þetta. Það getur ekki átt sér stað, að þeir hafi ekki áttað sig á því að þetta væri ekki í lagi. Þetta er ekki eins og þetta sé eitthvað þar sem eitt leiðir af öðru og eitthvað svona, það er alls ekki svoleiðis. Það er bara boðið inn og þeir sem eftir eru fá að vera með. Og það er ekki hún sem býður þeim,“ segir Lilja. Dómur í málinu gekk í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn föstudag.Vísir/Valgarður Segir myndbandið mjög niðurlægjandi fyrir dóttur sína Dóttir hennar fór í fjórar skýrslutökur hjá lögreglu vegna málsins auk þess sem hún þurfti að horfa á myndbandið með fullt af fólki. „Þetta myndband er mjög niðurlægjandi fyrir hana. Það sést reyndar ekki í andlitið á henni, en það sést eiginlega allt annað. Hún þurfti að sitja undir þessu og svo þurfti að sýna verjendunum þetta, fimm körlum og svona spaðar líka svona innan um. Strákarnir fengu að horfa á þetta og allir dómarar og saksóknari.“ Lilja segir að þetta hafi því verið mjög erfitt fyrir dóttur hennar en segir að hún hafi ekki leyft miklum tilfinningum að komast að meðan hún gerði það sem hún þurfti að gera. Dóttir hennar hafi bara einsett sér að gera þetta.Ætlaði fyrst ekki að kæra Fyrst á eftir ætlaði dóttir Lilju að láta eins og ekkert hefði í skorist; hún ætlaði bara að halda áfram og ekki segja neinum. „Svo einhvern veginn var það bara ekkert hægt. Hún gat til dæmis ekki hugsað sér að fara í skólann á mánudeginum, þeir voru í sama skóla og hún, þannig að það var alveg út úr myndinni. Hún bara hætti þar og mætti ekkert aftur og henni leið illa. Og svo bara af því að þeir eru svo margir þá bara fréttist þetta þannig að hún gat ekki þagað yfir þessu. Þannig að þetta fór að spyrjast út og hún varð bara að kæra þetta.“ Dóttir Lilju gat ekki hugsað sér að vera í Reykjavík, flutti út á land þar sem hún fékk vinnu og hefur eiginlega verið þar síðan. „Þegar sýknudómurinn lá fyrir þá bara brotnaði hún niður og fór að gráta. Hún hélt að lífið væri bara þannig. Hún er náttúrulega svo ung, það væri bara þannig að ef maður segði satt og rétt frá og kæmi eðlilega fram þá myndi allt vera gott, eins og mamma er búin að kenna henni, alltaf að segja satt en það virkaði ekki í þetta skipti og það voru gríðarleg vonbrigði.“ „Að ímynda sér að hún sé að ljúga þessu upp, til hvers? Hvers vegna í ósköpunum? Hver er tilgangurinn með því?“vísir/getty Hvetur stelpur og konur til að kæra, sama hvað Lilja segir að viðhorfið hér sé líkt og samþykkið sé ætlað. Litið sé á þögnina sem það sama og samþykki. „Það er ekki ætlast til gagnkvæmrar þátttöku, til dæmis. Og hvað með kossa og strokur? Fylgir það ekki líka? Nei, ekki þessu algjörlega venjulega kynlífi sem þeir voru að gera. Þetta eru kannski afleiðingar klámvæðingar en það hafa samt verið nauðganir hérna löngu áður en klámmyndirnar voru búnar til, þannig að ég get ekki alveg kennt því um.“ Þá vantar fræðslu að mati Lilju, ekki síst um það sem kynlíf er ekki. Lilja segir að hluti af því að komast yfir þetta hafi verið að kæra. Ef að dóttir hennar hefði ekki kært hefði allt verið miklu verra. Hún hvetur því allar stelpur og konur til að kæra, alveg sama hvað. Þá ráðleggur Lilja þeim jafnframt að fara beint á neyðarmóttökuna og hafa lögfræðing með sér.„Ótrúlegt að fólk sé að halda því fram að brotaþoli sé að ljúga í svona málum“ Aðspurð um orð Sveins Andra Sveinssonar, eins af verjendum í málinu, sem ýjaði að því í kjölfar dómsins að dóttir Lilju yrði kærð fyrir rangar sakargiftir, segir Lilja: „Það er alveg ótrúlegt að fólk sé að halda því fram að brotaþoli sé að ljúga í svona málum. Í hennar máli þá er þetta mjög erfitt, hún þarf að fara í skýrslutökur og ganga í gegnum það allt saman. Að ímynda sér að hún sé að ljúga þessu upp, til hvers? Hvers vegna í ósköpunum? Hver er tilgangurinn með því? Það er bara alveg ömurlegt að fara í gegnum allt sem þarf að fara í gegnum.“ Aðspurð hvort hún kalli eftir hörðum refsingum í málinu segir Lilja: „Fyrst á eftir þá hefði ég viljað ýmislegt því þá verður maður svakalega reiður en svo fer maður að hugsa þetta. Ég veit alveg að þessir strákar eru bara venjulegir strákar. Þeim gengur ágætlega í skóla, taka þátt í íþróttum og þeir eru ekki bara einhver skrímsli. [...] Það má ekki líta á þá sem skrímsli eingöngu því þeir eru svo mikið meira annað. Og þeir eru kannski svona smá fórnarlömb þessarar klámvæðingar þó að það sé ekki alveg hægt að kenna henni um það. Þá er kannski hægt, til að lina reiðina, þá þarf maður að finna eitthvað svona út.“Hefði líklega dregið kæruna til baka ef þeir hefðu játað Lilja segist því ekki vera á því að það sé endilega gott fyrir alla að þeir fari í langt fangelsi. „Það hefði verið best fyrir alla ef þeir hefðu játað strax og sýnt iðrun og sagt bara „Fyrirgefðu að við gerðum á hlut þinn, við viljum bæta fyrir það, okkur þykir þetta leitt.“ Og ég veit það alveg að þeir þrá það ábyggilega að geta tekið þetta allt til baka og óska þess að þeir hefðu aldrei gert þetta. En það er ekki hægt. Ef þeir hefðu játað þetta þegar kæran var lögð fram þá hefði dóttir mín líklega dregið hana til baka. Ef hún hefði fengið einhverja iðrun, að þeir vildu ekki fara svona með hana. [...] Þá hefði líka almenningur ekki dæmt þá svona hart. Þá hefði almenningurinn í landinu kannski hugsað „Já, þeir játuðu og þeir iðrast.“ Þá er allt mikið betra og þá er hægt að fyrirgefa. En það er of seint núna því miður. Það er búið að dæma þessa drengi og þeir eiga ekki gott líf framundan, blessaðir, því miður.“Viðtalið við Lilju sem sýnt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Íslandi í dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Aldrei íhugað að kæra stúlkuna fyrir rangar sakargiftir „Og það mun hann alls ekki gera,“ segir verjandi eins piltana fimm sem sýknaðir voru í héraði í dag. 20. nóvember 2015 22:54 Biggi lögga harmar viðbrögð Sveins Andra: „Þetta voru fyrst og fremst orð föður“ Pistill Birgis Arnar Guðjónssonar um umdeildan dóm í hópnauðgunarmáli er til skoðunar innan lögreglunnar. 23. nóvember 2015 19:31 Yfirlýsing frá móður brotaþola: „Ef þú ert númer fimm í röðinni getur þú bókað að um nauðgun er að ræða" "Ungar stelpur eru ekki dót sem hægt er að gera hvað sem er við, bara af því þær þora ekki að neita eða berjast á móti" 20. nóvember 2015 19:21 Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Lilja Guðný Björnsdóttir, móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu, segist ekki geta lýst því sem fór í gegnum huga hennar þegar dóttir hennar sagði henni hvað hefði komið fyrir í partýi í Breiðholti í maí í fyrra. Mennirnir fimm, sem voru ákærðir í málinu, voru skólafélagar dóttur Lilju. Þeir voru allir sýknaðir af því að nauðga dóttur hennar á föstudag. Einn var sakfelldur fyrir að taka upp myndband af atvikinu gegn vilja stúlkunnar. „Þetta er alveg gríðarlegt áfall og maður trúir þessu ekki, að hún sé að segja þetta við mann. En þetta var staðreynd, að þetta var gert, og maður verður alveg rosalega reiður,“ segir Lilja. „Þetta er ekki eins og þetta sé eitthvað þar sem eitt leiðir af öðru og eitthvað svona“„Þorði ekki að slást bara upp á að hún yrði ekki meidd meira“ Hún segir að fyrst hafi dóttir sín verið ein inni í herbergi með einum mannanna og ekki hafi farið illa á með þeim. Fljótlega voru hins vegar bara hún og mennirnir fimm eftir í partýinu. „Þeir voru þarna fyrst tveir og þá er eiginlega búið að brjóta hana svolítið á bak aftur. Hún finnur strax fyrir yfirburðum og hún þorði ekki að slást bara upp á að hún yrði ekki meidd meira. En hún vissi náttúrulega ekki að þeir áttu þrír eftir að bætast við, þá hefði hún kannski, ég veit það ekki, tekið meira á því.“ Lilja segir dóttur sína upplifa atburðinn sem nauðgun og að þetta hafi allt verið mjög erfitt fyrir hana. „Og þetta viðhorf sem kemur fram í þeirra vitnaleiðslum að þeir hafi ekki vitað þetta. Það getur ekki átt sér stað, að þeir hafi ekki áttað sig á því að þetta væri ekki í lagi. Þetta er ekki eins og þetta sé eitthvað þar sem eitt leiðir af öðru og eitthvað svona, það er alls ekki svoleiðis. Það er bara boðið inn og þeir sem eftir eru fá að vera með. Og það er ekki hún sem býður þeim,“ segir Lilja. Dómur í málinu gekk í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn föstudag.Vísir/Valgarður Segir myndbandið mjög niðurlægjandi fyrir dóttur sína Dóttir hennar fór í fjórar skýrslutökur hjá lögreglu vegna málsins auk þess sem hún þurfti að horfa á myndbandið með fullt af fólki. „Þetta myndband er mjög niðurlægjandi fyrir hana. Það sést reyndar ekki í andlitið á henni, en það sést eiginlega allt annað. Hún þurfti að sitja undir þessu og svo þurfti að sýna verjendunum þetta, fimm körlum og svona spaðar líka svona innan um. Strákarnir fengu að horfa á þetta og allir dómarar og saksóknari.“ Lilja segir að þetta hafi því verið mjög erfitt fyrir dóttur hennar en segir að hún hafi ekki leyft miklum tilfinningum að komast að meðan hún gerði það sem hún þurfti að gera. Dóttir hennar hafi bara einsett sér að gera þetta.Ætlaði fyrst ekki að kæra Fyrst á eftir ætlaði dóttir Lilju að láta eins og ekkert hefði í skorist; hún ætlaði bara að halda áfram og ekki segja neinum. „Svo einhvern veginn var það bara ekkert hægt. Hún gat til dæmis ekki hugsað sér að fara í skólann á mánudeginum, þeir voru í sama skóla og hún, þannig að það var alveg út úr myndinni. Hún bara hætti þar og mætti ekkert aftur og henni leið illa. Og svo bara af því að þeir eru svo margir þá bara fréttist þetta þannig að hún gat ekki þagað yfir þessu. Þannig að þetta fór að spyrjast út og hún varð bara að kæra þetta.“ Dóttir Lilju gat ekki hugsað sér að vera í Reykjavík, flutti út á land þar sem hún fékk vinnu og hefur eiginlega verið þar síðan. „Þegar sýknudómurinn lá fyrir þá bara brotnaði hún niður og fór að gráta. Hún hélt að lífið væri bara þannig. Hún er náttúrulega svo ung, það væri bara þannig að ef maður segði satt og rétt frá og kæmi eðlilega fram þá myndi allt vera gott, eins og mamma er búin að kenna henni, alltaf að segja satt en það virkaði ekki í þetta skipti og það voru gríðarleg vonbrigði.“ „Að ímynda sér að hún sé að ljúga þessu upp, til hvers? Hvers vegna í ósköpunum? Hver er tilgangurinn með því?“vísir/getty Hvetur stelpur og konur til að kæra, sama hvað Lilja segir að viðhorfið hér sé líkt og samþykkið sé ætlað. Litið sé á þögnina sem það sama og samþykki. „Það er ekki ætlast til gagnkvæmrar þátttöku, til dæmis. Og hvað með kossa og strokur? Fylgir það ekki líka? Nei, ekki þessu algjörlega venjulega kynlífi sem þeir voru að gera. Þetta eru kannski afleiðingar klámvæðingar en það hafa samt verið nauðganir hérna löngu áður en klámmyndirnar voru búnar til, þannig að ég get ekki alveg kennt því um.“ Þá vantar fræðslu að mati Lilju, ekki síst um það sem kynlíf er ekki. Lilja segir að hluti af því að komast yfir þetta hafi verið að kæra. Ef að dóttir hennar hefði ekki kært hefði allt verið miklu verra. Hún hvetur því allar stelpur og konur til að kæra, alveg sama hvað. Þá ráðleggur Lilja þeim jafnframt að fara beint á neyðarmóttökuna og hafa lögfræðing með sér.„Ótrúlegt að fólk sé að halda því fram að brotaþoli sé að ljúga í svona málum“ Aðspurð um orð Sveins Andra Sveinssonar, eins af verjendum í málinu, sem ýjaði að því í kjölfar dómsins að dóttir Lilju yrði kærð fyrir rangar sakargiftir, segir Lilja: „Það er alveg ótrúlegt að fólk sé að halda því fram að brotaþoli sé að ljúga í svona málum. Í hennar máli þá er þetta mjög erfitt, hún þarf að fara í skýrslutökur og ganga í gegnum það allt saman. Að ímynda sér að hún sé að ljúga þessu upp, til hvers? Hvers vegna í ósköpunum? Hver er tilgangurinn með því? Það er bara alveg ömurlegt að fara í gegnum allt sem þarf að fara í gegnum.“ Aðspurð hvort hún kalli eftir hörðum refsingum í málinu segir Lilja: „Fyrst á eftir þá hefði ég viljað ýmislegt því þá verður maður svakalega reiður en svo fer maður að hugsa þetta. Ég veit alveg að þessir strákar eru bara venjulegir strákar. Þeim gengur ágætlega í skóla, taka þátt í íþróttum og þeir eru ekki bara einhver skrímsli. [...] Það má ekki líta á þá sem skrímsli eingöngu því þeir eru svo mikið meira annað. Og þeir eru kannski svona smá fórnarlömb þessarar klámvæðingar þó að það sé ekki alveg hægt að kenna henni um það. Þá er kannski hægt, til að lina reiðina, þá þarf maður að finna eitthvað svona út.“Hefði líklega dregið kæruna til baka ef þeir hefðu játað Lilja segist því ekki vera á því að það sé endilega gott fyrir alla að þeir fari í langt fangelsi. „Það hefði verið best fyrir alla ef þeir hefðu játað strax og sýnt iðrun og sagt bara „Fyrirgefðu að við gerðum á hlut þinn, við viljum bæta fyrir það, okkur þykir þetta leitt.“ Og ég veit það alveg að þeir þrá það ábyggilega að geta tekið þetta allt til baka og óska þess að þeir hefðu aldrei gert þetta. En það er ekki hægt. Ef þeir hefðu játað þetta þegar kæran var lögð fram þá hefði dóttir mín líklega dregið hana til baka. Ef hún hefði fengið einhverja iðrun, að þeir vildu ekki fara svona með hana. [...] Þá hefði líka almenningur ekki dæmt þá svona hart. Þá hefði almenningurinn í landinu kannski hugsað „Já, þeir játuðu og þeir iðrast.“ Þá er allt mikið betra og þá er hægt að fyrirgefa. En það er of seint núna því miður. Það er búið að dæma þessa drengi og þeir eiga ekki gott líf framundan, blessaðir, því miður.“Viðtalið við Lilju sem sýnt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Íslandi í dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Aldrei íhugað að kæra stúlkuna fyrir rangar sakargiftir „Og það mun hann alls ekki gera,“ segir verjandi eins piltana fimm sem sýknaðir voru í héraði í dag. 20. nóvember 2015 22:54 Biggi lögga harmar viðbrögð Sveins Andra: „Þetta voru fyrst og fremst orð föður“ Pistill Birgis Arnar Guðjónssonar um umdeildan dóm í hópnauðgunarmáli er til skoðunar innan lögreglunnar. 23. nóvember 2015 19:31 Yfirlýsing frá móður brotaþola: „Ef þú ert númer fimm í röðinni getur þú bókað að um nauðgun er að ræða" "Ungar stelpur eru ekki dót sem hægt er að gera hvað sem er við, bara af því þær þora ekki að neita eða berjast á móti" 20. nóvember 2015 19:21 Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Aldrei íhugað að kæra stúlkuna fyrir rangar sakargiftir „Og það mun hann alls ekki gera,“ segir verjandi eins piltana fimm sem sýknaðir voru í héraði í dag. 20. nóvember 2015 22:54
Biggi lögga harmar viðbrögð Sveins Andra: „Þetta voru fyrst og fremst orð föður“ Pistill Birgis Arnar Guðjónssonar um umdeildan dóm í hópnauðgunarmáli er til skoðunar innan lögreglunnar. 23. nóvember 2015 19:31
Yfirlýsing frá móður brotaþola: „Ef þú ert númer fimm í röðinni getur þú bókað að um nauðgun er að ræða" "Ungar stelpur eru ekki dót sem hægt er að gera hvað sem er við, bara af því þær þora ekki að neita eða berjast á móti" 20. nóvember 2015 19:21
Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15