Bíó og sjónvarp

Næsta mynd Gríms verður um konur og kýr

Birgir Olgeirsson skrifar
Grímur Hákonarson leikstjóra.
Grímur Hákonarson leikstjóra.

Á meðan kvikmyndin Hrútar rakar inn verðlaunum á hátíðum víðs vegar um heiminn hyggur leikstjóri myndarinnar Grímur Hákonarson að næstu mynd sem hefur fengið vinnuheitið Héraðið (e. TheCounty).

„Í þessum töluðu orðum er ég á góðum stað með handritið,“ er haft eftir Grími á vefnum ScreenDaily en þar segir Grímur myndina fjalla um konu sem býr í þröngsýnu íslensku þorpi.

Mun myndin fjalla um það ferli sem einstaklingar ganga í gegnum þegar þeir koma út úr skápnum, sem fer þvert gegn skoðunum margra í nærumhverfi þeirra. „Myndin hefur svipaðan tón og Hrútar og gerist við svipaðar aðstæður. Hún mun einnig innihalda svipaðan húmor, svipuð átök og spennu. Í þetta skiptið er myndin þó um konur og kýr, ekki karla og hrúta,“ segir Grímur.

Framleiðandi myndarinnar verður Grímar Jónsson, stofnandi og eigandi Netop Films, sem framleiddi einnig Hrúta.

Er áætlað að tökur á nýju myndinni hefjist veturinn 2017.


Tengdar fréttir

Hrútar unnu til þrennra verðlauna um helgina

Kvikmyndin Hrútar eftir Grím Hákonarson heldur áfram að vinna til verðlauna á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum. Myndin vann til tvennra verðlauna í Minsk í Hvíta Rússlandi á föstudagskvöldið og var auk þess valin besta myndin í Þessalóníku í Grikklandi á laugardagskvöldið. Það er elsta og virtasta kvikmyndahátíðin á Balkanskaga.

Hrútar unnu aðalverðlaunin í Zürich

Kvikmyndin Hrútar vann um helgina "Gullna augað“ á kvikmyndahátíðinni í Zürich í Sviss. Þetta eru aðalverðlaunin í flokki alþjóðlegra kvikmynda í fullri lengd en alls tóku fimmtán myndir þátt í keppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.