Sara Heimisdóttir, 26 ára Íslendingur, og Rich Piana, 44 ára, vaxtaræktarmaður frá Bandaríkjunum, gengu í það heilaga þann 17. september síðastliðin.
Þau hafa vakið mikla athygli hér á landi og virðast Íslendingar fylgjast vel með þeim hjónum.
Piana er risavaxinn vaxtaræktarkappi sem rekur meðal annars fæðubótaefnafyrirtækið 5%. Hann setur reglulega inn myndbönd á Youtube þar sem hann sýnir frá venjulegum degi í hans lífi, og þá oft í ræktinni. Í nýjasta myndbandi Piana má aftur á móti bara sjá Söru Heimis sem tekur rosalega á því í ræktinni í Las Vegas.
Parið býr í Los Angeles í nokkur hundruð fermetra einbýlishúsi. Þau kynntust á Facebook fyrir tveimur árum.
Hér að neðan má sjá hvernig Sara tekur á því.
Sara Heimis rosaleg í ræktinni - Myndband

Tengdar fréttir

Stórglæsilegt myndband frá brúðkaupi Söru Heimis og Rich Piana
Sara Heimisdóttir, 26 ára Íslendingur, og Rich Piana, 44 ára, vaxtaræktarmaður frá Bandaríkjunum, gengu í það heilaga þann 17. september.

Sara Heimis um brúðkaupið: Verð í mjög þröngum og flottum kjól sem sýnir bakið vel
Eins og Vísir greindi frá á dögunum eru þau Rich Piana, 44 ára, vaxtaræktarmaður frá Bandaríkjunum, og Sara Heimisdóttir 26 ára Íslendingur og fitness fyrirsæta að fara gifta sig.

Sara Heimisdóttir og Rich Piana ganga í það heilaga
"Ég er að fara gifta mig,“ segir kraftakarlinn Rich Piana, 44 ára, vaxtaræktarmaður frá Bandaríkjunum.

Borinn inn á kóngastól: Sara og Rich giftu sig í Vegas
Sara Heimisdóttir, 26 ára Íslendingur, og Rich Piana, 44 ára, vaxtaræktarmaður frá Bandaríkjunum, gengu í það heilaga í gærkvöldi.