Erlent

Meðlimir Eagles of Death Metal ræða árásina á Bataclan

Atli Ísleifsson skrifar
Allir meðlimir sveitarinnar komust lífs af.
Allir meðlimir sveitarinnar komust lífs af.
„Vinir okkar fóru þangað, sáu rokk og ról og dóu,“ segir Jesse Hughes, söngvari bandarísku sveitarinnar Eagles of Death Metal, um hryðjuverkaárásina á tónleikastaðnum Bataclan í París 13. nóvember.

Meðlimir sveitarinnar ræddu við fréttamenn Vice um árásina þar sem um níutíu tónleikagestir féllu, en allir meðlimir sveitarinnar komust lífs af.

„Fyrst hélt ég að þetta væri hljóðkerfið, en ég gerði mér fljótt grein fyrir því að svo var ekki. Svo skildi ég hvaða hljóð þetta voru. Þá hljóp Jesse á móti mér og við komum okkur fyrir á horni sviðsins. Við vissum ekki hvort við værum skotmörkin,“ segir gítarleikarinn Eden Galindo.

Þrír árásarmenn réðust inn á tónleikastaðinn um hálf tíu að kvöldi 13. nóvember og skutu á gesti.

Innslagið er um 26 mínútur að lengd og má sjá í spilaranum að neðan.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×