Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrarkaupstaðar og Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðarkaupstaðar undirrituðu í dag samninga um móttöku 55 sýrlenskra flóttamanna sem væntanlegir eru til landsins nú í desember.
Samningarnir eru til tveggja ára en áður hefur verið samið til eins árs vegna móttöku flóttamanna.
Fram kemur í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu að hópurinn samanstendur af tíu fjölskyldum. Um er að ræða 20 fullorðna og 35 börn en fólkið dvelur nú allt í í flóttamannabúðum í Líbanon. Af hópnum mun flestir setjast að á Akureyri, eða 23, 17 munu fara í Hafnarfjörð og 15 í Kópavog.
Undirbúningurinn að móttöku fólksins hefur staðið yfir í nokkurn tíma en unnið er í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.
Þá kemur Rauði krossinn á Íslandi að móttöku flóttafólksins í hverju sveitarfélagi þar sem hann útvegar fólkinu nauðsynlegt innbú á heimili þeirra og hefur jafnframt umsjón með stuðningsfjölskyldum sem ætlað er að liðsinna flóttafólkinu við aðlögun. Velferðarráðuneytið og Rauði krossinn gera með sér samning um framkvæmd þessara verkefna.
Undirrituðu samninga um móttöku sýrlenskra flóttamanna
Tengdar fréttir
Sjáðu straum flóttamanna til Evrópu
Magnað kort sýnir straum flóttamanna til Evrópu undanfarin þrjú ár.
Kona sem flúði frá Gaza til Íslands fékk ekki leigða íbúð af því hún er múslimi
Óttast að lenda á götunni.