Þakkar innblásurunum á Kaffibarnum Guðrún Ansnes skrifar 24. nóvember 2015 11:00 Ívar Pétur hefur þeytt skífum á Kaffibarnum í langan tíma og finnst því gráupplagt að fá til sín góða gesti þangað. Vísir/Ernir „Mér fannst svo mikið feimnismál fyrir fólk að bera kennsl á áhrifavalda sína, og segja bara opinberlega „takk, þú ert æði og ég fæ innblástur frá þér“. Senan er svo lítil hérna heima svo það myndast ekki oft pláss fyrir svoleiðis, svo ég ákvað að búa það til og þakka bara fyrir mig,“ segir tónlistarmaðurinn Ívar Pétur Kjartansson, sem í kvöld stendur fyrir viðburðinum Ívar Pétur undir áhrifum. „Þetta er í fjórða skiptið sem ég stend fyrir þessum, hálfgerða gjörningi, og þetta hefur alltaf verið ofboðslega skemmtilegt,“ bendir Ívar Pétur á, en Ívar Pétur undir áhrifum fer fram á Kaffibarnum, þar sem hann tekur á móti listafólki úr öllum áttum sem hafa haft á hann áhrif í hans eigin sköpun. Ívar Pétur segir afar auðvelt að fá listamenn til að samþykkja að eyða með honum kvöldstund, en hins vegar sé það þrautin þyngri að finna tíma. „Það eru allir til í að vera með, og oftar en ekki enda ég með langan lista af fólki sem langar að koma næst,“ segir hann og skellir upp úr. „Í kvöld verður Kristján Freyr Halldórsson með mér, einn þessara stóru á bak við hátíðina Aldrei fór ég suður. Við eigum saman þetta landsbyggðarelement, en ég kem frá Seyðisfirði og hann frá Ísafirði. Hann hlustaði á Bloody Valentine í fyrirpartíunum og fór svo á ball með Nýdanskri, rétt eins og þetta var hjá mér. Maður hafði ekki úr öllum þessum tónleikastöðum að velja líkt og þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu,“ útskýrir Ívar og skýtur að: „Maður lét sér bara Sálina hans Jóns míns nægja, og við erum sammála um að maður er þakklátur fyrir þann bakgrunn.“ Ívar Pétur býður alla hjartanlega velkomna á Kaffibarinn í kvöld, þar sem hann mun skemmta sér og öðrum. Aðgangur er ókeypis, sem sennilega dregur ekki úr stemningunni. Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Mér fannst svo mikið feimnismál fyrir fólk að bera kennsl á áhrifavalda sína, og segja bara opinberlega „takk, þú ert æði og ég fæ innblástur frá þér“. Senan er svo lítil hérna heima svo það myndast ekki oft pláss fyrir svoleiðis, svo ég ákvað að búa það til og þakka bara fyrir mig,“ segir tónlistarmaðurinn Ívar Pétur Kjartansson, sem í kvöld stendur fyrir viðburðinum Ívar Pétur undir áhrifum. „Þetta er í fjórða skiptið sem ég stend fyrir þessum, hálfgerða gjörningi, og þetta hefur alltaf verið ofboðslega skemmtilegt,“ bendir Ívar Pétur á, en Ívar Pétur undir áhrifum fer fram á Kaffibarnum, þar sem hann tekur á móti listafólki úr öllum áttum sem hafa haft á hann áhrif í hans eigin sköpun. Ívar Pétur segir afar auðvelt að fá listamenn til að samþykkja að eyða með honum kvöldstund, en hins vegar sé það þrautin þyngri að finna tíma. „Það eru allir til í að vera með, og oftar en ekki enda ég með langan lista af fólki sem langar að koma næst,“ segir hann og skellir upp úr. „Í kvöld verður Kristján Freyr Halldórsson með mér, einn þessara stóru á bak við hátíðina Aldrei fór ég suður. Við eigum saman þetta landsbyggðarelement, en ég kem frá Seyðisfirði og hann frá Ísafirði. Hann hlustaði á Bloody Valentine í fyrirpartíunum og fór svo á ball með Nýdanskri, rétt eins og þetta var hjá mér. Maður hafði ekki úr öllum þessum tónleikastöðum að velja líkt og þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu,“ útskýrir Ívar og skýtur að: „Maður lét sér bara Sálina hans Jóns míns nægja, og við erum sammála um að maður er þakklátur fyrir þann bakgrunn.“ Ívar Pétur býður alla hjartanlega velkomna á Kaffibarinn í kvöld, þar sem hann mun skemmta sér og öðrum. Aðgangur er ókeypis, sem sennilega dregur ekki úr stemningunni.
Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira