Erlent

Stoltenberg segir NATO standa með Tyrkjum

Atli Ísleifsson skrifar
Jens Stoltenberg er framkvæmdastjóri NATO.
Jens Stoltenberg er framkvæmdastjóri NATO. Vísir/AFP
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, hvetur til stillingar og að unnið verði að því að draga úr spennu í samskiptum Tyrklands og Rússlands.

Stoltenberg ræddi við fréttamenn nú síðdegis þar sem atburðir næturinnar voru til umræðu. Tyrkneski herinn skaut niður rússneska orrustuþotu á landamærum Tyrklands og Sýrlands en þotan er ítrekað sögð hafa rofið tyrkneska lofthelgi.

Stoltenberg segir þotuna hafa rofið tyrkneska lofthelgi og að NATO standi með Tyrkjum í málinu.

„Óvinurinn á að vera ISIS og ég hvet alla til að leggja sitt af mörkum. Rússland verður að einblína á það takmark að sigra ISIS,“ sagði Stoltenberg.

Reuters hefur eftir talsmanni Rússlandshers að annar flugmanna þotunnar hafi látið lífið þegar hún var skotin niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×