Vonast til að fiskeldið hleypi þrótti í byggðir Austurlands Kristján Már Unnarsson skrifar 23. nóvember 2015 21:30 Fiskeldi Austfjarða sér fram á enn frekari uppbyggingu laxeldis og fjölgun starfa á Djúpavogi eftir að eitt reyndasta eldisfyrirtæki Noregs keypti helmingshlut í starfseminni. Við höfum séð fiskeldi hleypa nýjum þrótti í byggðir á Vestfjörðum á undanförnum árum. Svo virðist sem hið sama geti gerst á Austfjörðum, - að minnsta kosti miðað við þau umsvif sem sjást um þessar mundir í Berufirði.Frá eldiskvíum Fiskeldis Austfjarða á Berufirði.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við erum, myndi ég segja, svona tveimur árum á eftir Vestfirðingunum og vonumst til að geta haft álíka áhrif og hafa verið fyrir vestan,“ segir Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Það er allavega markmiðið. Við viljum frekar að hlutirnir gerist heldur en að segja að þeir muni gerast.“ Það hefur raunar ekki gengið þrautalaust hjá Fiskeldi Austfjarða að byggja upp starfsemina undanfarin þrjú ár. En nú segir Guðmundur að stór áfangi hafi náðst með innkomu norska fyrirtækisins MNH-Holding. „Við erum að fá traustan aðila sem fjárfestir í félaginu hjá okkur og er með gífurlega reynslu við eldi.“Eldisfiskurinn er unninn í fiskvinnslu Búlandstinds á Djúpavogi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Fiskeldi Austfjarða gerðist í fyrra helmingseigandi í Búlandstindi, sem vinnur eldisfiskinn, en með því tókst með öðru að verja fiskvinnslu á Djúpavogi. Guðmundur segir að með vinnslunni, sem hófst um áramótin, hafi starfsfólki þegar fjölgað um 30 manns og býst einnig við fjölgun starfa á næsta ári, kannski um 10-20 manns. Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps, segir að ekki sjái fyrir endann á því hvað uppbygging fiskeldis geti orðið hröð. „Ég ætla bara að vona að mönnum takist vel til í þessum efnum,“ segir oddvitinn. Guðmundur segir Fiskeldi Austfjarða einstaklega heppið að allir innviðir skuli vera til staðar á Djúpavogi. Þar séu til dæmis rafvirkjar, fiskvinnsla, blikksmiðir og járniðnaðarmenn. Fyrirtækið hafi nánast ekkert þurft að sækja út fyrir Djúpavog í uppbyggingunni. „Hér eru öll skilyrði til fiskeldis eins og best verður á kosið,“ segir Andrés oddviti.Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Tengdar fréttir Engin uppgjöf á Djúpavogi og fiskvinnslan endurreist Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. 27. ágúst 2015 20:45 MNH Holding kaupir í Fiskeldi Austfjarða Við þessa breytingu er ráðgert að starfsmönnum muni fjölga á næstu árum. 13. nóvember 2015 13:28 Norskir kaupa í laxeldi á Austurlandi Norska eignarhaldsfyrirtækið MNH Holding AS kaupir 50% í Fiskeldi Austfjarða. Stefnt á stóraukið eldi á laxi í sjókvíum í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Stefnt er að 24.000 tonna framleiðslu á næstu árum. 14. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira
Fiskeldi Austfjarða sér fram á enn frekari uppbyggingu laxeldis og fjölgun starfa á Djúpavogi eftir að eitt reyndasta eldisfyrirtæki Noregs keypti helmingshlut í starfseminni. Við höfum séð fiskeldi hleypa nýjum þrótti í byggðir á Vestfjörðum á undanförnum árum. Svo virðist sem hið sama geti gerst á Austfjörðum, - að minnsta kosti miðað við þau umsvif sem sjást um þessar mundir í Berufirði.Frá eldiskvíum Fiskeldis Austfjarða á Berufirði.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við erum, myndi ég segja, svona tveimur árum á eftir Vestfirðingunum og vonumst til að geta haft álíka áhrif og hafa verið fyrir vestan,“ segir Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Það er allavega markmiðið. Við viljum frekar að hlutirnir gerist heldur en að segja að þeir muni gerast.“ Það hefur raunar ekki gengið þrautalaust hjá Fiskeldi Austfjarða að byggja upp starfsemina undanfarin þrjú ár. En nú segir Guðmundur að stór áfangi hafi náðst með innkomu norska fyrirtækisins MNH-Holding. „Við erum að fá traustan aðila sem fjárfestir í félaginu hjá okkur og er með gífurlega reynslu við eldi.“Eldisfiskurinn er unninn í fiskvinnslu Búlandstinds á Djúpavogi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Fiskeldi Austfjarða gerðist í fyrra helmingseigandi í Búlandstindi, sem vinnur eldisfiskinn, en með því tókst með öðru að verja fiskvinnslu á Djúpavogi. Guðmundur segir að með vinnslunni, sem hófst um áramótin, hafi starfsfólki þegar fjölgað um 30 manns og býst einnig við fjölgun starfa á næsta ári, kannski um 10-20 manns. Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps, segir að ekki sjái fyrir endann á því hvað uppbygging fiskeldis geti orðið hröð. „Ég ætla bara að vona að mönnum takist vel til í þessum efnum,“ segir oddvitinn. Guðmundur segir Fiskeldi Austfjarða einstaklega heppið að allir innviðir skuli vera til staðar á Djúpavogi. Þar séu til dæmis rafvirkjar, fiskvinnsla, blikksmiðir og járniðnaðarmenn. Fyrirtækið hafi nánast ekkert þurft að sækja út fyrir Djúpavog í uppbyggingunni. „Hér eru öll skilyrði til fiskeldis eins og best verður á kosið,“ segir Andrés oddviti.Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Tengdar fréttir Engin uppgjöf á Djúpavogi og fiskvinnslan endurreist Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. 27. ágúst 2015 20:45 MNH Holding kaupir í Fiskeldi Austfjarða Við þessa breytingu er ráðgert að starfsmönnum muni fjölga á næstu árum. 13. nóvember 2015 13:28 Norskir kaupa í laxeldi á Austurlandi Norska eignarhaldsfyrirtækið MNH Holding AS kaupir 50% í Fiskeldi Austfjarða. Stefnt á stóraukið eldi á laxi í sjókvíum í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Stefnt er að 24.000 tonna framleiðslu á næstu árum. 14. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira
Engin uppgjöf á Djúpavogi og fiskvinnslan endurreist Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. 27. ágúst 2015 20:45
MNH Holding kaupir í Fiskeldi Austfjarða Við þessa breytingu er ráðgert að starfsmönnum muni fjölga á næstu árum. 13. nóvember 2015 13:28
Norskir kaupa í laxeldi á Austurlandi Norska eignarhaldsfyrirtækið MNH Holding AS kaupir 50% í Fiskeldi Austfjarða. Stefnt á stóraukið eldi á laxi í sjókvíum í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Stefnt er að 24.000 tonna framleiðslu á næstu árum. 14. nóvember 2015 07:00