TiSA-samningurinn og lýðræði á útsölu Bergsveinn Birgisson skrifar 24. nóvember 2015 07:00 Ísland er eitt þeirra 50 þjóðríkja innan WTO (World Trade Organisation) sem nú taka þátt í gerð alþjóðlegs samnings sem á yfirborðinu á að snúast um hagræðingu allrar þjónustu landa á milli, en snýst í raun um endanlega yfirtöku stórfyrirtækja á öllum sviðum mannlífs og náttúru. Þetta er svokallaður TiSA-samningur (Trade in Services Agreement). Ef ekki væri fyrir WikiLeaks væru allflestir óvitandi um hvað málið snýst, því öllum umræðum og samningnum sjálfum á að halda leyndum fyrir almenningi fram að undirritun og til næstu fimm ára eftir gildistöku. Samningurinn sjálfur er settur fram í nafni „gagnsæis“. Jafnvel nasistarnir voru ærlegri að því leyti að þeir gerðu heiminum ljóst hver stefna þeirra væri. Nýlega birti breska Oxfam-stofnunin skýrslu sem sýnir að 1% jarðarbúa á nú meira en hin 99%. Af TiSA-samningnum má sjá að prósentið eina og útvalda ætlar ekki að gefa sig fyrr en það á bókstaflega allt. Í þessum sem og öðrum fríverslunarsamningum er kveðið á um hvernig stórfyrirtæki geta rekið dómsmál gegn þjóðríkjum fyrir gerðardómi ef þeim finnst brotið á sér eða markaðslegt olnbogarými þeirra skert svo það bitni á gróða þeirra. Þessi gerðardómur er skipaður þremur lögfræðingum, hvar tveir þeirra eru oftast hallir undir hag fyrirtækisins, en einn frá landinu sem reynir að spyrna gegn hnattræna túrbókapítalismanum. Nú þegar hafa slík mál farið í gegn vegna annarra fríverslunarsamninga. Sænska fyrirtækið Vattenfall fór í mál við Hamborg í Þýskalandi, sem ætlaði að reyna að minnka umsvif kolaorkuvers í bænum í nafni hreinna lofts. Þýskaland þurfti að beygja sig í málinu. Franska stórfyrirtækið Veolia fór í mál við Egyptaland af því að ríkisstjórnin lögfesti lágmarkslaun þegnanna. Philip Morris tóbaksfyrirtækið fór í mál við Ástralíu af því að þeir vildu skerða tóbaksauglýsingar, og svo mætti lengi telja.Gefið alræðisvald Með TiSA-samningnum er stórfyrirtækjum gefið alræðisvald í nafni markaðstrúar, fríverslunar og „hagræðingar“. Samningurinn mun ná utan um 70% alþjóðamarkaðsins af allri þjónustu, allt frá fjármálum til heilbrigðismála. Á WikiLeaks má lesa að ákvæði um einkavæðingu eru óafturkallanleg, það þýðir að lönd geta ekki gert lykilþjónustu opinbera á ný, þótt þau muni upplifa að allt versni þegar fjarlægt stórfyrirtæki fer að reka elliheimili og leikskóla landsins. Og þótt undanþága fáist varðandi lykilþjónustu, snýst mannlífið um margt fleira. Hér er verið að umbylta hversdagslífi okkar allra; lýðræði, kjarabarátta margra kynslóða og hugsjónir um réttlátari auðæfaskiptingu eru seld á einu bretti. Nú mun loftslagsráðstefnu í París brátt hleypt af stokkunum, og þjóðir vonandi skuldbinda sig til að minnka útlosun koltvísýrings og eiturefna. Ef TiSA-samningurinn gengur í gildi geta sömu þjóðríki lent í málaferlum við stórfyrirtæki innan stóriðju sem munu telja á sér brotið, og í raun tapað málinu eins og reglan er. Nú eru umræður komnar í gang um sæstreng frá Íslandi, og fræg söngkona hefur beðið alþjóðasamfélagið um að „bjarga okkur frá ríkisstjórninni“. Ef marka má það sem lekið hefur um TiSA-samninginn, væri nær að biðja um björgun frá honum. Ef alþjóðleg stórfyrirtæki munu standa að fjármögnun og framkvæmd, verða þeirra hagsmunir í fyrirrúmi. Af öllu að dæma geta þau farið í mál við ríkið ef land eða fossar eru friðaðir. Kannski eygja þau mikla möguleika í risastíflu við Þingvallavatn? Þá mætti yrkja: „Nú er hún Snorrabúð sokkin.“ Hér er um að ræða eina mikilvægustu ákvörðunartöku seinni tíma, er getur skilið á milli þess hvort sómasamlegu mannlífi þoki nokkuð á leið eða hvort Markaðsins útvöldu, stórfyrirtæki með gróðahugsun eina, muni fá að stofna til einræðis og þrælahalds í anda fornaldar. Að ætla að gefa stórkapítalnum lýðræði landa og þjóða með slíku leynimakki er gróteskur glæpur gegn þegnunum. Opin umræða er fyrsta skref í að afstýra slíku slysi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er eitt þeirra 50 þjóðríkja innan WTO (World Trade Organisation) sem nú taka þátt í gerð alþjóðlegs samnings sem á yfirborðinu á að snúast um hagræðingu allrar þjónustu landa á milli, en snýst í raun um endanlega yfirtöku stórfyrirtækja á öllum sviðum mannlífs og náttúru. Þetta er svokallaður TiSA-samningur (Trade in Services Agreement). Ef ekki væri fyrir WikiLeaks væru allflestir óvitandi um hvað málið snýst, því öllum umræðum og samningnum sjálfum á að halda leyndum fyrir almenningi fram að undirritun og til næstu fimm ára eftir gildistöku. Samningurinn sjálfur er settur fram í nafni „gagnsæis“. Jafnvel nasistarnir voru ærlegri að því leyti að þeir gerðu heiminum ljóst hver stefna þeirra væri. Nýlega birti breska Oxfam-stofnunin skýrslu sem sýnir að 1% jarðarbúa á nú meira en hin 99%. Af TiSA-samningnum má sjá að prósentið eina og útvalda ætlar ekki að gefa sig fyrr en það á bókstaflega allt. Í þessum sem og öðrum fríverslunarsamningum er kveðið á um hvernig stórfyrirtæki geta rekið dómsmál gegn þjóðríkjum fyrir gerðardómi ef þeim finnst brotið á sér eða markaðslegt olnbogarými þeirra skert svo það bitni á gróða þeirra. Þessi gerðardómur er skipaður þremur lögfræðingum, hvar tveir þeirra eru oftast hallir undir hag fyrirtækisins, en einn frá landinu sem reynir að spyrna gegn hnattræna túrbókapítalismanum. Nú þegar hafa slík mál farið í gegn vegna annarra fríverslunarsamninga. Sænska fyrirtækið Vattenfall fór í mál við Hamborg í Þýskalandi, sem ætlaði að reyna að minnka umsvif kolaorkuvers í bænum í nafni hreinna lofts. Þýskaland þurfti að beygja sig í málinu. Franska stórfyrirtækið Veolia fór í mál við Egyptaland af því að ríkisstjórnin lögfesti lágmarkslaun þegnanna. Philip Morris tóbaksfyrirtækið fór í mál við Ástralíu af því að þeir vildu skerða tóbaksauglýsingar, og svo mætti lengi telja.Gefið alræðisvald Með TiSA-samningnum er stórfyrirtækjum gefið alræðisvald í nafni markaðstrúar, fríverslunar og „hagræðingar“. Samningurinn mun ná utan um 70% alþjóðamarkaðsins af allri þjónustu, allt frá fjármálum til heilbrigðismála. Á WikiLeaks má lesa að ákvæði um einkavæðingu eru óafturkallanleg, það þýðir að lönd geta ekki gert lykilþjónustu opinbera á ný, þótt þau muni upplifa að allt versni þegar fjarlægt stórfyrirtæki fer að reka elliheimili og leikskóla landsins. Og þótt undanþága fáist varðandi lykilþjónustu, snýst mannlífið um margt fleira. Hér er verið að umbylta hversdagslífi okkar allra; lýðræði, kjarabarátta margra kynslóða og hugsjónir um réttlátari auðæfaskiptingu eru seld á einu bretti. Nú mun loftslagsráðstefnu í París brátt hleypt af stokkunum, og þjóðir vonandi skuldbinda sig til að minnka útlosun koltvísýrings og eiturefna. Ef TiSA-samningurinn gengur í gildi geta sömu þjóðríki lent í málaferlum við stórfyrirtæki innan stóriðju sem munu telja á sér brotið, og í raun tapað málinu eins og reglan er. Nú eru umræður komnar í gang um sæstreng frá Íslandi, og fræg söngkona hefur beðið alþjóðasamfélagið um að „bjarga okkur frá ríkisstjórninni“. Ef marka má það sem lekið hefur um TiSA-samninginn, væri nær að biðja um björgun frá honum. Ef alþjóðleg stórfyrirtæki munu standa að fjármögnun og framkvæmd, verða þeirra hagsmunir í fyrirrúmi. Af öllu að dæma geta þau farið í mál við ríkið ef land eða fossar eru friðaðir. Kannski eygja þau mikla möguleika í risastíflu við Þingvallavatn? Þá mætti yrkja: „Nú er hún Snorrabúð sokkin.“ Hér er um að ræða eina mikilvægustu ákvörðunartöku seinni tíma, er getur skilið á milli þess hvort sómasamlegu mannlífi þoki nokkuð á leið eða hvort Markaðsins útvöldu, stórfyrirtæki með gróðahugsun eina, muni fá að stofna til einræðis og þrælahalds í anda fornaldar. Að ætla að gefa stórkapítalnum lýðræði landa og þjóða með slíku leynimakki er gróteskur glæpur gegn þegnunum. Opin umræða er fyrsta skref í að afstýra slíku slysi.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun