Kona sem flúði frá Gaza til Íslands fékk ekki leigða íbúð af því hún er múslimi Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. skrifar 22. nóvember 2015 18:35 Marwa Salameh, einstæð móðir frá Palestínu, fékk ekki að leigja íbúð í Reykjavík af því að hún er múslimi. Hún segist hafa lítið sofið nóttina eftir að leigusalinn tjáði henni að hann leigði ekki múslimum eftir hryðjuverkin í París. Marwa kom hingað til lands sem flóttamaður frá Gaza í Palestínu. Hún á tvo litla stráka og hefur búið hér í rúmlega ár. Fyrst eftir komuna til landsins bjó hún á gistiheimili en síðan í leiguíbúð í Norðurmýrinni. Samningurinn þar rennur út eftir mánuð.Samskiptin sem um ræðir.Hún segist ekki telja að Íslendingar séu rasistar. Þetta sé í fyrsta sinn sem hún upplifi eitthvað þessu líkt en henni hafi verið mjög brugðið.Óttast að lenda á götunniÁ Facebook í gær sá hún auglýsta íbúð til leigu sem hún taldi að gæti hentað henni og drengjunum. Hún setti sig í samband við leigusalann sem var kona og óskaði eftir að leigja íbúðina. Konan fór í framhaldinu að spyrja allskyns spurninga, meðal annars hverrar trúar hún væri. Þegar hún sagðist vera múslimi, sagðist konan ekki leigja múslimum eftir hryðjuverkin í París. Marwa segist hafa reynt að útskýra fyrir konunni að hún væri ekki hryðjuverkamaður. Hún væri hér á landinu til að skapa sér og drengjunum sínum friðsamlega tilveru en allt hafi komið fyrir ekki. Hún segist hafa sofið lítið í nótt. Hún segist óttast að hún og drengirnir lendi á götunni ef þetta verður viðkvæðið. Ástandið hér geti orðið eins og í Evrópu. Flóttamenn Hryðjuverk í París Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Marwa Salameh, einstæð móðir frá Palestínu, fékk ekki að leigja íbúð í Reykjavík af því að hún er múslimi. Hún segist hafa lítið sofið nóttina eftir að leigusalinn tjáði henni að hann leigði ekki múslimum eftir hryðjuverkin í París. Marwa kom hingað til lands sem flóttamaður frá Gaza í Palestínu. Hún á tvo litla stráka og hefur búið hér í rúmlega ár. Fyrst eftir komuna til landsins bjó hún á gistiheimili en síðan í leiguíbúð í Norðurmýrinni. Samningurinn þar rennur út eftir mánuð.Samskiptin sem um ræðir.Hún segist ekki telja að Íslendingar séu rasistar. Þetta sé í fyrsta sinn sem hún upplifi eitthvað þessu líkt en henni hafi verið mjög brugðið.Óttast að lenda á götunniÁ Facebook í gær sá hún auglýsta íbúð til leigu sem hún taldi að gæti hentað henni og drengjunum. Hún setti sig í samband við leigusalann sem var kona og óskaði eftir að leigja íbúðina. Konan fór í framhaldinu að spyrja allskyns spurninga, meðal annars hverrar trúar hún væri. Þegar hún sagðist vera múslimi, sagðist konan ekki leigja múslimum eftir hryðjuverkin í París. Marwa segist hafa reynt að útskýra fyrir konunni að hún væri ekki hryðjuverkamaður. Hún væri hér á landinu til að skapa sér og drengjunum sínum friðsamlega tilveru en allt hafi komið fyrir ekki. Hún segist hafa sofið lítið í nótt. Hún segist óttast að hún og drengirnir lendi á götunni ef þetta verður viðkvæðið. Ástandið hér geti orðið eins og í Evrópu.
Flóttamenn Hryðjuverk í París Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira