Ísland tapaði fyrir Ungverjum: „Í fyrsta skipti í langan tíma sem maður var stressaður“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. nóvember 2015 21:28 Pálína vill mæta þeim strax aftur á morgun. vísir „Mér fannst við bara sýna alla þá baráttu sem við höfum yfir að ráða,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir tap gegn Ungverjalandi, 72-50, í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM. Helena Sverrisdóttir var stigahæst í liði Íslendinga með 16 stig. Gunnhildur skoraði 12 stig og stal þremur boltum í leiknum en hún er að spila í gegnum bakmeiðsli. „Við lögðum allt í leikinn og það er rosalega erfitt að eiga við stelpur inni í teig sem eru rúmlega tveir metrar. Mér fannst við gera vel og við lögðum okkur allar fram.“ Gunnhildur segir að hún hafi alveg gleymt meiðslunum í leiknum. „Ég gerði bara eins vel og ég gat og lagði allt í leikinn. Við sem lið gerðum þetta bara vel og ég er rosalega ánægð með þá baráttu sem við sýndum.“ Pálína Gunnlaugsdóttir gerði tíu stig í leiknum og tók fimm fráköst á móti mun hærri leikmönnum en hún er sjálf. „Þær eru með eina sem er tveir núll átta á hæð og það er bara virkilega erfitt fyrir okkur að eiga við það,“ segir Pálína í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, íþróttafréttamann 365, eftir leikinn. „Við hefðum geta gert örlítið betur í kvöld. Við vorum pínu óheppnar með þriggja stiga skotin en það var samt ekki þess valdandi að við töpuðum leiknum. Vörnin var virkilega góð á köflum og hélt rosalega vel.“ Pálína segir að liðið þurfi bara að læra að spila svona leiki. „Mér langar í raun að spila aftur við þær á morgun. Ég er orðin 28 ára gömul og þetta er í fyrsta skipti í mjög langan tíma sem ég finn fyrir einhverju alvöru stressi fyrir leik. Ég hlakka bara til að spila aftur á miðvikudaginn.“Stig númer 1000 og 1001 hjá Helenu Sverrisdóttur með islenska landsliðinu.Posted by KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands on 21. nóvember 2015 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Í beinni: FH - Fenix Toulouse | Síðasti Evrópudans FH-inga í bili Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Valur | Þær grænu geta unnið fimmta leikinn í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Sjá meira
„Mér fannst við bara sýna alla þá baráttu sem við höfum yfir að ráða,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir tap gegn Ungverjalandi, 72-50, í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM. Helena Sverrisdóttir var stigahæst í liði Íslendinga með 16 stig. Gunnhildur skoraði 12 stig og stal þremur boltum í leiknum en hún er að spila í gegnum bakmeiðsli. „Við lögðum allt í leikinn og það er rosalega erfitt að eiga við stelpur inni í teig sem eru rúmlega tveir metrar. Mér fannst við gera vel og við lögðum okkur allar fram.“ Gunnhildur segir að hún hafi alveg gleymt meiðslunum í leiknum. „Ég gerði bara eins vel og ég gat og lagði allt í leikinn. Við sem lið gerðum þetta bara vel og ég er rosalega ánægð með þá baráttu sem við sýndum.“ Pálína Gunnlaugsdóttir gerði tíu stig í leiknum og tók fimm fráköst á móti mun hærri leikmönnum en hún er sjálf. „Þær eru með eina sem er tveir núll átta á hæð og það er bara virkilega erfitt fyrir okkur að eiga við það,“ segir Pálína í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, íþróttafréttamann 365, eftir leikinn. „Við hefðum geta gert örlítið betur í kvöld. Við vorum pínu óheppnar með þriggja stiga skotin en það var samt ekki þess valdandi að við töpuðum leiknum. Vörnin var virkilega góð á köflum og hélt rosalega vel.“ Pálína segir að liðið þurfi bara að læra að spila svona leiki. „Mér langar í raun að spila aftur við þær á morgun. Ég er orðin 28 ára gömul og þetta er í fyrsta skipti í mjög langan tíma sem ég finn fyrir einhverju alvöru stressi fyrir leik. Ég hlakka bara til að spila aftur á miðvikudaginn.“Stig númer 1000 og 1001 hjá Helenu Sverrisdóttur með islenska landsliðinu.Posted by KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands on 21. nóvember 2015
Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Í beinni: FH - Fenix Toulouse | Síðasti Evrópudans FH-inga í bili Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Valur | Þær grænu geta unnið fimmta leikinn í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Sjá meira