Fótbolti

Leik Lokeren og Anderlecht frestað vegna ástandsins í Brussel

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sverrir Ingi leikur með Lokeren.
Sverrir Ingi leikur með Lokeren. mynd/facebook-síða lokeren
Leik Lokeren og Anderlecht hefur verið frestað í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en hann átti að fara fram í dag.

Ástæðan er sú að ekki næst að kalla til nægilega marga lögreglumenn til að sinna öryggisgæslu.

Hæsta viðbúnaðarstigi var lýst yfir í Brussel í gærkvöldi og hafa yfirvöld í Belgíu varað við alvarlegri og yfirvofandi hryðjuverkahættu.

Gríðarleg öryggisgæsla er því í Brussel og því ekki hægt að kalla til lögreglumenn á leik Lokeren og Anderlecht.

Sverrir Ingi Ingason, leikmaður Lokeren, tísti um málið fyrir stundu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×