Innlent

Schengen á lífi

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Ljóst er að herða þarf landamæraeftirlit á Keflavíkurflugvelli vegna samkomulags ríkja Schengensvæðisins um að herða eftirlit á ytri landamærum svæðisins.
Ljóst er að herða þarf landamæraeftirlit á Keflavíkurflugvelli vegna samkomulags ríkja Schengensvæðisins um að herða eftirlit á ytri landamærum svæðisins. vísir/anton
„Schengen er ekki dautt. Það er klárt mál. Eftirlit þarf að herða á ytri landamærunum til að koma á friði innan svæðisins,“ sagði Wolfgang Brandstetter, innanríkisráðherra Austurríkis, eftir fund innanríkisráðherra Evrópu sem ákváðu að herða eftirlit á ytri landamærum svæðisins.

Schengen-samstarfið gerir íbúum 26 Evrópuríkja kleift að ferðast innbyrðis án vegabréfa. Mikil umræða um að herða á eftirliti hefur skapast undanfarið annars vegar vegna mikils straums flóttafólks til Evrópu og í kjölfar árásanna í París fyrr í mánuðinum.

Í kjölfar ákvörðunarinnar verður landamæraeftirlit í Evrópu það strangasta frá stofnun samstarfsins árið 1995.

Ólöf Nordal, innanríkisráðherravísir/ernir
Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagði í samtali við Stöð 2 í gærkvöldi að allar líkur væru á að fjölga þurfi starfsfólki á Keflavíkurflugvelli vegna herts eftirlits.

„Ríkin eru hvött til að fara í meiri mæli í tilviljunarkennt tékk á landamærunum. Þar sem meðal annars er verið að fara yfir skilríki án þess að það sé gert með kerfisbundnum hætti. Þetta nái bæði til íbúa innan og utan Schengen,“ sagði Ólöf.

Þá sagði Bernard Cazeneuve, innanríkisráðherra Frakklands, að Frakkar ætli að halda uppi landamæraeftirliti gagnvart öðrum ríkjum Evrópusambandsins eins lengi og nauðsyn krefji.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×