Umfjöllun og viðtöl: Fram - HCM Roman 22-27 | Framkonur úr leik Ingvi Þór Sæmundsson í Fram Sport Hall skrifar 21. nóvember 2015 19:00 Steinunn Björnsdóttir átti fínan leik í vörn Fram. vísir/vilhelm Fram er úr leik í EHF-bikar kvenna í handbolta eftir fimm marka tap, 22-27, fyrir Roman frá Rúmeníu í seinni leik liðanna í 3. umferð keppninnar í dag. Roman vann einvígið, samanlagt 56-47, og fer því áfram í 4. umferðina. Fram hafði verk að vinna eftir fyrri leikinn í Rúmeníu sem tapaðist með fjórum mörkum, 29-25, og því var ljóst að liðið þyrfti að eiga toppleik til að komast áfram. Sú var því miður ekki raunin. Fram spilaði lengstum fína vörn en markvarslan er ekki nógu góð og sóknarleikurinn slakur. Framkonur fengu heldur ekki nógu mörg mörk úr hraðaupphlaupum sem hefðu hjálpað mikið til enda varnarleikur Roman ógnarsterkur. Rúmenarnir voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik þar sem Fram náði aldrei forystunni. Roman spilaði sterka vörn og fyrir aftan hana átti Viktoriya Tymoshenkova fínan leik. Í sókninni bar langmest á Irynu Glibko sem skoraði helming marka liðsins í fyrri hálfleik, eða sjö mörk af 14. Framkonur áttu einnig í erfiðleikum með að ráða við Raluca Agrigoroaie á línunni en hún skoraði eitt mark og fiskaði þrjú vítaköst í fyrri hálfleik. Sóknin hjá Fram gekk illa framan af fyrri hálfleik þar sem skotvalið hjá skyttunum var slakt en þær Ragnheiður Júlíusdóttir og Hildur Þorgeirsdóttir þurftu samtals 17 skot til að skora mörkin fimm sem þær gerðu í fyrri hálfleik. Hraðaupphlaupin hefðu sömuleiðis mátt vera fleiri en Rúmenarnir voru nokkuð fljótir til baka. Best gekk hjá Framkonum þegar þær fundu Elísabetu Gunnarsdóttur inni á línunni en hún skoraði þrjú mörk úr jafnmörgum skotum í fyrri hálfleik og fiskaði auk þess eitt víti. Í stöðunni 6-7 átti sér stað umdeilt atvik. Roman fékk þá vítakast, sem var rangur dómur, Glibko fór á línuna og þrumaði boltanum í andlit Guðrúnar Óskar Maríasdóttur, markmanns Fram. Ömurlegt að sjá og Glibko hefði hefði að ósekju mátt fá harðari refsingu en tveggja mínútna brottvísun. Framkonum gekk ágætlega í sókninni á þessum kafla en vörnin var ekki nógu sterk. Framarar spiluðu oft góða vörn í 45-60 sekúndur eða svo, en þegar sókn Roman var komin í öngstræti misstu Framkonur alltof oft einbeitinguna og fengu á sig klaufaleg mörk. Roman leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 12-14, en Fram-liðið kom ákveðið til leiks í þeim seinni og komst loks yfir, 17-16, þegar Marthe Sördal skoraði annað af sínum tveimur mörkum í leiknum. Varnarleikur Framkvenna var mjög öflugur í upphafi seinni hálfleiks og það tók gestina níu mínútur að skora sitt fyrsta mark í honum. Liðin skiptust á að hafa forystuna næstu mínúturnar en Fram náði aldrei nógu sterku áhlaupi til að ógna forystu Roman. Sóknarleikur Fram varð æ örvæntingafyllri eftir því sem leið á leikinn en Rúmenarnir lokuðu nær algjörlega á allt línuspil Fram í seinni hálfleik. Ragnheiður átti fínan seinni hálfleik og skoraði þá fimm mörk en það vantaði meira og betra framlag frá öðrum leikmönnum liðsins. Þá var markvarslan sama og engin en Guðrún Ósk varði aðeins þrjú skot í öllum seinni hálfleiknum. Roman seig fram úr á lokakaflanum og vann á endanum óþarflega stóran sigur, 22-27, sem gefur alls ekki rétta mynd af gangi leiksins. Ragnheiður var markahæst í liði Fram með átta mörk en þær Elísabet og Sigurbjörg Jóhannsdóttir skoruðu þrjú mörk hvor. Glibko og Jasna Taskovic voru atkvæðamestar hjá Roman með níu og átta mörk.Sigurbjörg: Sá fyrir mér að þeirra besti maður fengi rautt Sigurbjörg Jóhannsdóttir, leikstjórnandi Fram, var að vonum vonsvikin eftir fimm marka tap fyrir rúmenska liðinu Roman í 3. umferð EHF-bikarsins. Roman vann einnig fyrri leikinn ytra og fer því áfram í næstu umferð. "Við misstum þær of langt frá okkur í lokin. Við hefðum líka viljað vera með hagstæðari stöðu í hálfleik," sagði Sigurbjörg en Roman var tveimur mörkum yfir, 12-14, eftir fyrri hálfleikinn. "Við hefðum viljað vera yfir en svo náðum við forystunni í byrjun seinni hálfleik og manni fannst möguleikinn vera til staðar. En þetta er feiknasterkt lið og því fór sem fór." Roman-liðið spilar gríðarlega sterkan og grimman varnarleik sem Fram átti í mestu vandræðum með að leysa. "Þær eru ofboðslega fastar fyrir en við sáum glufur á vörninni þeirra. Þær ruku mikið út og við gátum fundið svörin við því en um leið og þær náðu okkur var þetta erfitt. Þær eru virkilega sterkar og við þurftum að vera klókar gegn þeim," sagði Sigurbjörg sem skoraði þrjú mörk í leiknum. Framkonum gekk vel að finna Elísabetu Gunnarsdóttur inni á línunni í fyrri hálfleik en rúmenska liðið lokaði á það í þeim seinni. "Þær lögðu svakalega mikla áherslu á að stoppa hana. Lísa var okkar sterkasti maður í fyrri leiknum og var sterk í dag. Þær voru farnar að hanga mikið í henni, þannig að það var greinilega lögð mikil áhersla á að stöðva hana. Við fundum hana ekki eins vel í seinni hálfleik." Um miðjan fyrri hálfleik átti sér stað umdeilt atvik þegar Iryna Glibko, besti sóknarmaður Roman, þrumaði boltanum í andlitið á Guðrúnu Ósk Maríasdóttur, markverði Fram, í vítakasti. Glibko fékk aðeins tveggja mínútna brottvísun fyrir en Sigurbjörg segir að hagur Fram hefði vænkast mjög ef dómararnir hefðu lyft rauða spjaldinu á loft. "Maður sá fyrir sér að þeirra besti maður væri að fjúka út af með rautt spjald. Ég hélt að það myndi gerast og var svekkt að það gerðist ekki," sagði Sigurbjörg að endingu. Olís-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Fram er úr leik í EHF-bikar kvenna í handbolta eftir fimm marka tap, 22-27, fyrir Roman frá Rúmeníu í seinni leik liðanna í 3. umferð keppninnar í dag. Roman vann einvígið, samanlagt 56-47, og fer því áfram í 4. umferðina. Fram hafði verk að vinna eftir fyrri leikinn í Rúmeníu sem tapaðist með fjórum mörkum, 29-25, og því var ljóst að liðið þyrfti að eiga toppleik til að komast áfram. Sú var því miður ekki raunin. Fram spilaði lengstum fína vörn en markvarslan er ekki nógu góð og sóknarleikurinn slakur. Framkonur fengu heldur ekki nógu mörg mörk úr hraðaupphlaupum sem hefðu hjálpað mikið til enda varnarleikur Roman ógnarsterkur. Rúmenarnir voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik þar sem Fram náði aldrei forystunni. Roman spilaði sterka vörn og fyrir aftan hana átti Viktoriya Tymoshenkova fínan leik. Í sókninni bar langmest á Irynu Glibko sem skoraði helming marka liðsins í fyrri hálfleik, eða sjö mörk af 14. Framkonur áttu einnig í erfiðleikum með að ráða við Raluca Agrigoroaie á línunni en hún skoraði eitt mark og fiskaði þrjú vítaköst í fyrri hálfleik. Sóknin hjá Fram gekk illa framan af fyrri hálfleik þar sem skotvalið hjá skyttunum var slakt en þær Ragnheiður Júlíusdóttir og Hildur Þorgeirsdóttir þurftu samtals 17 skot til að skora mörkin fimm sem þær gerðu í fyrri hálfleik. Hraðaupphlaupin hefðu sömuleiðis mátt vera fleiri en Rúmenarnir voru nokkuð fljótir til baka. Best gekk hjá Framkonum þegar þær fundu Elísabetu Gunnarsdóttur inni á línunni en hún skoraði þrjú mörk úr jafnmörgum skotum í fyrri hálfleik og fiskaði auk þess eitt víti. Í stöðunni 6-7 átti sér stað umdeilt atvik. Roman fékk þá vítakast, sem var rangur dómur, Glibko fór á línuna og þrumaði boltanum í andlit Guðrúnar Óskar Maríasdóttur, markmanns Fram. Ömurlegt að sjá og Glibko hefði hefði að ósekju mátt fá harðari refsingu en tveggja mínútna brottvísun. Framkonum gekk ágætlega í sókninni á þessum kafla en vörnin var ekki nógu sterk. Framarar spiluðu oft góða vörn í 45-60 sekúndur eða svo, en þegar sókn Roman var komin í öngstræti misstu Framkonur alltof oft einbeitinguna og fengu á sig klaufaleg mörk. Roman leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 12-14, en Fram-liðið kom ákveðið til leiks í þeim seinni og komst loks yfir, 17-16, þegar Marthe Sördal skoraði annað af sínum tveimur mörkum í leiknum. Varnarleikur Framkvenna var mjög öflugur í upphafi seinni hálfleiks og það tók gestina níu mínútur að skora sitt fyrsta mark í honum. Liðin skiptust á að hafa forystuna næstu mínúturnar en Fram náði aldrei nógu sterku áhlaupi til að ógna forystu Roman. Sóknarleikur Fram varð æ örvæntingafyllri eftir því sem leið á leikinn en Rúmenarnir lokuðu nær algjörlega á allt línuspil Fram í seinni hálfleik. Ragnheiður átti fínan seinni hálfleik og skoraði þá fimm mörk en það vantaði meira og betra framlag frá öðrum leikmönnum liðsins. Þá var markvarslan sama og engin en Guðrún Ósk varði aðeins þrjú skot í öllum seinni hálfleiknum. Roman seig fram úr á lokakaflanum og vann á endanum óþarflega stóran sigur, 22-27, sem gefur alls ekki rétta mynd af gangi leiksins. Ragnheiður var markahæst í liði Fram með átta mörk en þær Elísabet og Sigurbjörg Jóhannsdóttir skoruðu þrjú mörk hvor. Glibko og Jasna Taskovic voru atkvæðamestar hjá Roman með níu og átta mörk.Sigurbjörg: Sá fyrir mér að þeirra besti maður fengi rautt Sigurbjörg Jóhannsdóttir, leikstjórnandi Fram, var að vonum vonsvikin eftir fimm marka tap fyrir rúmenska liðinu Roman í 3. umferð EHF-bikarsins. Roman vann einnig fyrri leikinn ytra og fer því áfram í næstu umferð. "Við misstum þær of langt frá okkur í lokin. Við hefðum líka viljað vera með hagstæðari stöðu í hálfleik," sagði Sigurbjörg en Roman var tveimur mörkum yfir, 12-14, eftir fyrri hálfleikinn. "Við hefðum viljað vera yfir en svo náðum við forystunni í byrjun seinni hálfleik og manni fannst möguleikinn vera til staðar. En þetta er feiknasterkt lið og því fór sem fór." Roman-liðið spilar gríðarlega sterkan og grimman varnarleik sem Fram átti í mestu vandræðum með að leysa. "Þær eru ofboðslega fastar fyrir en við sáum glufur á vörninni þeirra. Þær ruku mikið út og við gátum fundið svörin við því en um leið og þær náðu okkur var þetta erfitt. Þær eru virkilega sterkar og við þurftum að vera klókar gegn þeim," sagði Sigurbjörg sem skoraði þrjú mörk í leiknum. Framkonum gekk vel að finna Elísabetu Gunnarsdóttur inni á línunni í fyrri hálfleik en rúmenska liðið lokaði á það í þeim seinni. "Þær lögðu svakalega mikla áherslu á að stoppa hana. Lísa var okkar sterkasti maður í fyrri leiknum og var sterk í dag. Þær voru farnar að hanga mikið í henni, þannig að það var greinilega lögð mikil áhersla á að stöðva hana. Við fundum hana ekki eins vel í seinni hálfleik." Um miðjan fyrri hálfleik átti sér stað umdeilt atvik þegar Iryna Glibko, besti sóknarmaður Roman, þrumaði boltanum í andlitið á Guðrúnu Ósk Maríasdóttur, markverði Fram, í vítakasti. Glibko fékk aðeins tveggja mínútna brottvísun fyrir en Sigurbjörg segir að hagur Fram hefði vænkast mjög ef dómararnir hefðu lyft rauða spjaldinu á loft. "Maður sá fyrir sér að þeirra besti maður væri að fjúka út af með rautt spjald. Ég hélt að það myndi gerast og var svekkt að það gerðist ekki," sagði Sigurbjörg að endingu.
Olís-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira