Innlent

Illugi lagði til óbreytt útvarpsgjald á ríkisstjórnarfundi í dag

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Frumvarpið var til umræðu en ekki afgreitt af fundinum sem stjórnarfrumvarp.
Frumvarpið var til umræðu en ekki afgreitt af fundinum sem stjórnarfrumvarp. Vísir
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, lagði í dag fram frumvarp á fundi ríkisstjórnarinnar sem gerir ráð fyrir óbreyttu útvarpsgjaldi á næsta ári.

Gert hafði verið ráð fyrir því að útvarpsgjaldið yrði lækkað um áramótin en í skýrslu sem unnin var um rekstur RÚV fyrir ráðuneytið kom meðal annars fram að til að bjarga rekstri fyrirtækisins þyrfti það að fá óbreytt framlag, auk annarra aðgerða.

Frumvarpið var rætt á fundinum en ekki afgreitt af fundinum sem stjórnarfrumvarp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×