Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Una Sighvatsdóttir skrifar 30. nóvember 2015 18:30 45 trúfélög eru skráð á Íslandi samkvæmt Þjóðskrá Íslands og fá þau greiddan fjárstyrk frá ríkinu sem nemur tæpum ellefu þúsund krónum á hvern meðlim, miðað við fjárlagafrumvarp næsta árs. Félag Zúista á Íslandi var stofnað fyrir tveimur árum en var óvirkt og hafði einungis þrjá meðlimi, þar til í haust þegar nýir menn tóku yfir félagið og hófu trúboð. Zúistar hófu trúboð um miðjan nóvember og á rétt rúmum tveimur vikum hefur meðlimum fjölgað um ríflega þúsund. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands í dag eru nú 1124 meðlimir skráðir í félagið. Það þýðir að zúistar eru á örskömmum tíma orðnir áttunda stærsta trúfélag landsins og sem dæmi fjölmennari en múslimar á Íslandi, sem eru samtals rúmlega 800 í báðum félögum. Félag Zúista er einnig orðið fjölmennara en Búddistafélag Íslands, Vottar Jehóva og meðlimir Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Þeir eru rétt tæplega jafnfjölmannir Siðmennt, sem er þó ekki trúfélag heldur lífsskoðunarfélag.Úrelt og ósanngjarnt kerfi Samkvæmt Arnóri Bjarka Svarfdal Arnarsyni, siðameistara Zúista á Íslandi, má allt eins búast við því að zúistar verði áberandi í trúariðkun sinni. „Við bjóðum upp á athafnir og við höldum reglulega hittinga. Svo ef við fáum nógu marga í félagið, þá eigum við rétt á að fá lóð og ef við fáum lóð, þá viljum við byggja píramída." Helsta markmið með stofnun félagsins zúista er þó ekki að byggja píramída, heldur að vekja athygli á því að sóknarnefndarkerfið svo nefnda sé bæði úrelt og ósanngjarnt. „Við styðjum í einu og öllu rétt fólks til að iðka sína trú og tilheyra trúfélögum. En við viljum bara ekki að það þurfi að fara í gegnum ríkið og ríkið þurfi að halda trúfélögunum uppi," segir Arnór Bjarki og bætir við að trúariðkun fólks ætti að vera ríkinu óviðkomandi enda persónulegri en svo að það varði ríkið nokkuð.330 milljónir króna í skatta Samkvæmt Þjóðskrá standa rúmlega fimmtán þúsund greiðendur sóknargjalda utan trúfélaga og rúm sautján þúsund til viðbótar eru skráðir ótilgreindir. Samtals greiðir þetta fólk um 330 milljónir króna í raun aukalega í skatt á næsta ári í formi sóknargjalda, án þess að njóta þeirra. Zúistar á Íslandi líta svo á að í núverandi kerfi njóti trú- og lífsskoðunarfélög margvíslegra forréttinda, m.a. í formi fjárstyrkja frá ríkinu og afsláttar opinberum gjöldum. Stjórn Zúista vill því að sérstök lög um trú- og lífskoðunarfélög verði felld úr gildi svo að um þau gildi sömu lög og um önnur félagasamtök.Leggja félagið niður þegar markmiðinu er náð Félag Zúista ætlar að endurgreiða sínum meðlimum sóknargjöldin, en framlög sem ekki eru sótt munu renna til góðgerðarmála. Fram kemur á vef félagsins að endurskoðandi muni sjá um að úthluta þeim fjármunum sem verða eftir í lok árs til einhvers góðgerðarfélags. Enginn félagsmaður Zúista fær greidd laun og hefur stjórn félagsins ekki aðgang að fjármunum þess. „Takist okkur að koma því í kring að trúfélagaskráningin verði leyst upp, sóknargjaldakerfið lagt niður og öll forréttindi til trúfélaga verði afnumin, þá leggjum við okkur sjálf niður. Þá ætlum við að hætta," segir Arnór Bjarki. Fresturinn til að breyta trúfélagaskráningu sinni fyrir greiðslu sóknargjalda næsta árs er til fyrsta desember, svo þeir sem vilja ganga til liðs við Zúista, eða eitt af hinum 44 trúfélögum landsins, þurfa að gera það fyrir miðnætti í kvöld. Trúmál Zuism Tengdar fréttir Dularfullt trúfélag á Íslandi ætlar að endurgreiða meðlimum sínum sóknargjaldið Trúfélagið Zuism hefur verið endurvakið hér á landi og er ætlunin að greiða sóknargjöld félagsmanna aftur í vasa þeirra. 17. nóvember 2015 14:00 Prestur segir sóknargjöld nýtt án leyfis Um 175 milljónir af félagsgjöldum meðlima Þjóðkirkjunnar voru nýttar til á biskupstofu og í laun presta án lagaheimildar sagði séra Geir Waage á Kirkjuþingi. Var gert til að koma í veg fyrir fækkun starfsmanna. 9. nóvember 2015 05:00 Skráðir félagar í Vottum Jehóva eru 666 Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna í þjóðkirkjunni. 1. október 2015 13:25 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
45 trúfélög eru skráð á Íslandi samkvæmt Þjóðskrá Íslands og fá þau greiddan fjárstyrk frá ríkinu sem nemur tæpum ellefu þúsund krónum á hvern meðlim, miðað við fjárlagafrumvarp næsta árs. Félag Zúista á Íslandi var stofnað fyrir tveimur árum en var óvirkt og hafði einungis þrjá meðlimi, þar til í haust þegar nýir menn tóku yfir félagið og hófu trúboð. Zúistar hófu trúboð um miðjan nóvember og á rétt rúmum tveimur vikum hefur meðlimum fjölgað um ríflega þúsund. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands í dag eru nú 1124 meðlimir skráðir í félagið. Það þýðir að zúistar eru á örskömmum tíma orðnir áttunda stærsta trúfélag landsins og sem dæmi fjölmennari en múslimar á Íslandi, sem eru samtals rúmlega 800 í báðum félögum. Félag Zúista er einnig orðið fjölmennara en Búddistafélag Íslands, Vottar Jehóva og meðlimir Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Þeir eru rétt tæplega jafnfjölmannir Siðmennt, sem er þó ekki trúfélag heldur lífsskoðunarfélag.Úrelt og ósanngjarnt kerfi Samkvæmt Arnóri Bjarka Svarfdal Arnarsyni, siðameistara Zúista á Íslandi, má allt eins búast við því að zúistar verði áberandi í trúariðkun sinni. „Við bjóðum upp á athafnir og við höldum reglulega hittinga. Svo ef við fáum nógu marga í félagið, þá eigum við rétt á að fá lóð og ef við fáum lóð, þá viljum við byggja píramída." Helsta markmið með stofnun félagsins zúista er þó ekki að byggja píramída, heldur að vekja athygli á því að sóknarnefndarkerfið svo nefnda sé bæði úrelt og ósanngjarnt. „Við styðjum í einu og öllu rétt fólks til að iðka sína trú og tilheyra trúfélögum. En við viljum bara ekki að það þurfi að fara í gegnum ríkið og ríkið þurfi að halda trúfélögunum uppi," segir Arnór Bjarki og bætir við að trúariðkun fólks ætti að vera ríkinu óviðkomandi enda persónulegri en svo að það varði ríkið nokkuð.330 milljónir króna í skatta Samkvæmt Þjóðskrá standa rúmlega fimmtán þúsund greiðendur sóknargjalda utan trúfélaga og rúm sautján þúsund til viðbótar eru skráðir ótilgreindir. Samtals greiðir þetta fólk um 330 milljónir króna í raun aukalega í skatt á næsta ári í formi sóknargjalda, án þess að njóta þeirra. Zúistar á Íslandi líta svo á að í núverandi kerfi njóti trú- og lífsskoðunarfélög margvíslegra forréttinda, m.a. í formi fjárstyrkja frá ríkinu og afsláttar opinberum gjöldum. Stjórn Zúista vill því að sérstök lög um trú- og lífskoðunarfélög verði felld úr gildi svo að um þau gildi sömu lög og um önnur félagasamtök.Leggja félagið niður þegar markmiðinu er náð Félag Zúista ætlar að endurgreiða sínum meðlimum sóknargjöldin, en framlög sem ekki eru sótt munu renna til góðgerðarmála. Fram kemur á vef félagsins að endurskoðandi muni sjá um að úthluta þeim fjármunum sem verða eftir í lok árs til einhvers góðgerðarfélags. Enginn félagsmaður Zúista fær greidd laun og hefur stjórn félagsins ekki aðgang að fjármunum þess. „Takist okkur að koma því í kring að trúfélagaskráningin verði leyst upp, sóknargjaldakerfið lagt niður og öll forréttindi til trúfélaga verði afnumin, þá leggjum við okkur sjálf niður. Þá ætlum við að hætta," segir Arnór Bjarki. Fresturinn til að breyta trúfélagaskráningu sinni fyrir greiðslu sóknargjalda næsta árs er til fyrsta desember, svo þeir sem vilja ganga til liðs við Zúista, eða eitt af hinum 44 trúfélögum landsins, þurfa að gera það fyrir miðnætti í kvöld.
Trúmál Zuism Tengdar fréttir Dularfullt trúfélag á Íslandi ætlar að endurgreiða meðlimum sínum sóknargjaldið Trúfélagið Zuism hefur verið endurvakið hér á landi og er ætlunin að greiða sóknargjöld félagsmanna aftur í vasa þeirra. 17. nóvember 2015 14:00 Prestur segir sóknargjöld nýtt án leyfis Um 175 milljónir af félagsgjöldum meðlima Þjóðkirkjunnar voru nýttar til á biskupstofu og í laun presta án lagaheimildar sagði séra Geir Waage á Kirkjuþingi. Var gert til að koma í veg fyrir fækkun starfsmanna. 9. nóvember 2015 05:00 Skráðir félagar í Vottum Jehóva eru 666 Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna í þjóðkirkjunni. 1. október 2015 13:25 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Dularfullt trúfélag á Íslandi ætlar að endurgreiða meðlimum sínum sóknargjaldið Trúfélagið Zuism hefur verið endurvakið hér á landi og er ætlunin að greiða sóknargjöld félagsmanna aftur í vasa þeirra. 17. nóvember 2015 14:00
Prestur segir sóknargjöld nýtt án leyfis Um 175 milljónir af félagsgjöldum meðlima Þjóðkirkjunnar voru nýttar til á biskupstofu og í laun presta án lagaheimildar sagði séra Geir Waage á Kirkjuþingi. Var gert til að koma í veg fyrir fækkun starfsmanna. 9. nóvember 2015 05:00
Skráðir félagar í Vottum Jehóva eru 666 Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna í þjóðkirkjunni. 1. október 2015 13:25