Segja framkomu Vigdísar í garð Páls setja blett á Alþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2015 15:45 Páll Matthíasson og Vigdís Hauksdóttir vísir Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokksins og formann fjárlaganefndar, við upphaf þingfundar í dag vegna orða hennar um það að meirihluti fjárlaganefndar sé beittur andlegu ofbeldi, meðal annars af Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans. Páll sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sleginn yfir þeirri framkomu sem hann hafi mætt - fjárlanaganefnd Alþingis nánast saki stjórnendur spítalans um stöðugt væl. Vigdís líkti orðum Páls við andlegt ofbeldi. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að forstjóri Landspítalans ætti ekki að þurfa að sæta því að formaður fjárlaganefndar fari út með opinberar yfirlýsingar um andlegt ofbeldi.Vilja að forseti beiti sér í málinu „Framganga formanns fjárlaganefndar gagnvart forstjóra Landspítalans er með öllu óþolandi. Þetta er ekki hægt, virðulegur forseti,“ sagði Helgi. Hann sagði það grundvallaratriði að hægt væri að ræða málin á nefndarfundum á málefnalegan hátt þótt skoðanir væru skiptar. „En að sú umræða sé dregin niður á þetta plan, og ég vil leyfa mér að segja persónulega skítkast, það setur blett á þingið allt og störf þess.“ Undir orð hans tók Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Hún biðlaði til forseta þingsins um að taka á málinu með viðeigandi hætti því virðing Alþingis væri í húfi. Þingið setti niður svo eftir væri tekið með ummælum Vigdísar. Þá kom Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, einnig í pontu og kallaði eftir því að forseti þingsins tæki á málinu. „Mér finnst það mjög alvarlegt þegar formaður fjárlaganefndar tjáir sig á þennan hátt. [...] Hún tjáir sig um að þetta hafi verið andlegt ofbeldi og mér finnst það svo alvarlegt að ég á eiginlega ekki til orð,“ sagði Birgitta.„Mjög hættulegt að verðfella hugtak eins og ofbeldi“ Óttar Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði það margítrekað hafa komið fram að þjóðin vilji átak og sátt í heilbrigðismálum hér á landi. Þá hefðu jafnframt komið fram þverpólitískar yfirlýsingar á Alþingi í þá veru og því væri mikilvægt að samtalið milli þingsins og heilbrigðiskerfisins væri uppbyggilegt og á réttum nótum. „Ég vil taka undir með öðrum þingmönnum að það er mjög hættulegt að verðfella hugtak eins og ofbeldi eða andlegt ofbeldi vegna þess að nóg er nú af því í samfélaginu, og ef að við alþingismenn, sem höfum verið kjörin af samfélaginu, þolum ekki okkar atlæti, þá held ég að það sé ekki mikil eftirspurn eftir þeirri skoðun.“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tók undir orð annarra þingmanna í stjórnarandstöðunni. Hún sagði Vigdísi Hauksdóttur ekki aðeins draga embættið sem hún gegnir niður í svaðið heldur þingið allt. „Við öll erum sett niður við svona háttalag. Það er ekki verið að fara til fjárlaganefndar til að gera grein fyrir erfiðri stöðu Landspítalans út af engu. Það er auðvitað bara grafalvarleg staða sem menn geta ekki leyft sér að vera svo með í framhaldinu svona skæting eins og háttvirtur formaður fjárlaganefndar hefur gert.“ Tengdar fréttir Segir Vigdísi beita „skítatrikkum“ á nefndarfundum „Það er algert hneyksli að þessi kona hafi fengið að vera formaður í valdamestu þingnefnd landsins jafn lengi og raun ber vitni,“ segir Davíð Stefánsson, fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna. 29. nóvember 2015 23:42 „Snýst ekki um sálarlíf eða líðan Vigdísar Hauksdóttur“ Páll Matthíasson ræðir framkomu fjárlaganefndar. 30. nóvember 2015 10:50 Forstjóri Landsspítalans segir meirihluta fjárlaganefndar saka stjórnendur spítalans um stöðugt væl Formaður fjárlaganefndar segir mikið þrýst á nefndina við gerð fjárlaga en hún láti ekki undan andlegu ofbeldi. Óréttlát ásökun um stöðugt væl segir forstjóri Landsspítalans. 29. nóvember 2015 19:18 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokksins og formann fjárlaganefndar, við upphaf þingfundar í dag vegna orða hennar um það að meirihluti fjárlaganefndar sé beittur andlegu ofbeldi, meðal annars af Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans. Páll sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sleginn yfir þeirri framkomu sem hann hafi mætt - fjárlanaganefnd Alþingis nánast saki stjórnendur spítalans um stöðugt væl. Vigdís líkti orðum Páls við andlegt ofbeldi. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að forstjóri Landspítalans ætti ekki að þurfa að sæta því að formaður fjárlaganefndar fari út með opinberar yfirlýsingar um andlegt ofbeldi.Vilja að forseti beiti sér í málinu „Framganga formanns fjárlaganefndar gagnvart forstjóra Landspítalans er með öllu óþolandi. Þetta er ekki hægt, virðulegur forseti,“ sagði Helgi. Hann sagði það grundvallaratriði að hægt væri að ræða málin á nefndarfundum á málefnalegan hátt þótt skoðanir væru skiptar. „En að sú umræða sé dregin niður á þetta plan, og ég vil leyfa mér að segja persónulega skítkast, það setur blett á þingið allt og störf þess.“ Undir orð hans tók Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Hún biðlaði til forseta þingsins um að taka á málinu með viðeigandi hætti því virðing Alþingis væri í húfi. Þingið setti niður svo eftir væri tekið með ummælum Vigdísar. Þá kom Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, einnig í pontu og kallaði eftir því að forseti þingsins tæki á málinu. „Mér finnst það mjög alvarlegt þegar formaður fjárlaganefndar tjáir sig á þennan hátt. [...] Hún tjáir sig um að þetta hafi verið andlegt ofbeldi og mér finnst það svo alvarlegt að ég á eiginlega ekki til orð,“ sagði Birgitta.„Mjög hættulegt að verðfella hugtak eins og ofbeldi“ Óttar Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði það margítrekað hafa komið fram að þjóðin vilji átak og sátt í heilbrigðismálum hér á landi. Þá hefðu jafnframt komið fram þverpólitískar yfirlýsingar á Alþingi í þá veru og því væri mikilvægt að samtalið milli þingsins og heilbrigðiskerfisins væri uppbyggilegt og á réttum nótum. „Ég vil taka undir með öðrum þingmönnum að það er mjög hættulegt að verðfella hugtak eins og ofbeldi eða andlegt ofbeldi vegna þess að nóg er nú af því í samfélaginu, og ef að við alþingismenn, sem höfum verið kjörin af samfélaginu, þolum ekki okkar atlæti, þá held ég að það sé ekki mikil eftirspurn eftir þeirri skoðun.“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tók undir orð annarra þingmanna í stjórnarandstöðunni. Hún sagði Vigdísi Hauksdóttur ekki aðeins draga embættið sem hún gegnir niður í svaðið heldur þingið allt. „Við öll erum sett niður við svona háttalag. Það er ekki verið að fara til fjárlaganefndar til að gera grein fyrir erfiðri stöðu Landspítalans út af engu. Það er auðvitað bara grafalvarleg staða sem menn geta ekki leyft sér að vera svo með í framhaldinu svona skæting eins og háttvirtur formaður fjárlaganefndar hefur gert.“
Tengdar fréttir Segir Vigdísi beita „skítatrikkum“ á nefndarfundum „Það er algert hneyksli að þessi kona hafi fengið að vera formaður í valdamestu þingnefnd landsins jafn lengi og raun ber vitni,“ segir Davíð Stefánsson, fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna. 29. nóvember 2015 23:42 „Snýst ekki um sálarlíf eða líðan Vigdísar Hauksdóttur“ Páll Matthíasson ræðir framkomu fjárlaganefndar. 30. nóvember 2015 10:50 Forstjóri Landsspítalans segir meirihluta fjárlaganefndar saka stjórnendur spítalans um stöðugt væl Formaður fjárlaganefndar segir mikið þrýst á nefndina við gerð fjárlaga en hún láti ekki undan andlegu ofbeldi. Óréttlát ásökun um stöðugt væl segir forstjóri Landsspítalans. 29. nóvember 2015 19:18 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Segir Vigdísi beita „skítatrikkum“ á nefndarfundum „Það er algert hneyksli að þessi kona hafi fengið að vera formaður í valdamestu þingnefnd landsins jafn lengi og raun ber vitni,“ segir Davíð Stefánsson, fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna. 29. nóvember 2015 23:42
„Snýst ekki um sálarlíf eða líðan Vigdísar Hauksdóttur“ Páll Matthíasson ræðir framkomu fjárlaganefndar. 30. nóvember 2015 10:50
Forstjóri Landsspítalans segir meirihluta fjárlaganefndar saka stjórnendur spítalans um stöðugt væl Formaður fjárlaganefndar segir mikið þrýst á nefndina við gerð fjárlaga en hún láti ekki undan andlegu ofbeldi. Óréttlát ásökun um stöðugt væl segir forstjóri Landsspítalans. 29. nóvember 2015 19:18