Segja framkomu Vigdísar í garð Páls setja blett á Alþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2015 15:45 Páll Matthíasson og Vigdís Hauksdóttir vísir Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokksins og formann fjárlaganefndar, við upphaf þingfundar í dag vegna orða hennar um það að meirihluti fjárlaganefndar sé beittur andlegu ofbeldi, meðal annars af Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans. Páll sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sleginn yfir þeirri framkomu sem hann hafi mætt - fjárlanaganefnd Alþingis nánast saki stjórnendur spítalans um stöðugt væl. Vigdís líkti orðum Páls við andlegt ofbeldi. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að forstjóri Landspítalans ætti ekki að þurfa að sæta því að formaður fjárlaganefndar fari út með opinberar yfirlýsingar um andlegt ofbeldi.Vilja að forseti beiti sér í málinu „Framganga formanns fjárlaganefndar gagnvart forstjóra Landspítalans er með öllu óþolandi. Þetta er ekki hægt, virðulegur forseti,“ sagði Helgi. Hann sagði það grundvallaratriði að hægt væri að ræða málin á nefndarfundum á málefnalegan hátt þótt skoðanir væru skiptar. „En að sú umræða sé dregin niður á þetta plan, og ég vil leyfa mér að segja persónulega skítkast, það setur blett á þingið allt og störf þess.“ Undir orð hans tók Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Hún biðlaði til forseta þingsins um að taka á málinu með viðeigandi hætti því virðing Alþingis væri í húfi. Þingið setti niður svo eftir væri tekið með ummælum Vigdísar. Þá kom Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, einnig í pontu og kallaði eftir því að forseti þingsins tæki á málinu. „Mér finnst það mjög alvarlegt þegar formaður fjárlaganefndar tjáir sig á þennan hátt. [...] Hún tjáir sig um að þetta hafi verið andlegt ofbeldi og mér finnst það svo alvarlegt að ég á eiginlega ekki til orð,“ sagði Birgitta.„Mjög hættulegt að verðfella hugtak eins og ofbeldi“ Óttar Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði það margítrekað hafa komið fram að þjóðin vilji átak og sátt í heilbrigðismálum hér á landi. Þá hefðu jafnframt komið fram þverpólitískar yfirlýsingar á Alþingi í þá veru og því væri mikilvægt að samtalið milli þingsins og heilbrigðiskerfisins væri uppbyggilegt og á réttum nótum. „Ég vil taka undir með öðrum þingmönnum að það er mjög hættulegt að verðfella hugtak eins og ofbeldi eða andlegt ofbeldi vegna þess að nóg er nú af því í samfélaginu, og ef að við alþingismenn, sem höfum verið kjörin af samfélaginu, þolum ekki okkar atlæti, þá held ég að það sé ekki mikil eftirspurn eftir þeirri skoðun.“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tók undir orð annarra þingmanna í stjórnarandstöðunni. Hún sagði Vigdísi Hauksdóttur ekki aðeins draga embættið sem hún gegnir niður í svaðið heldur þingið allt. „Við öll erum sett niður við svona háttalag. Það er ekki verið að fara til fjárlaganefndar til að gera grein fyrir erfiðri stöðu Landspítalans út af engu. Það er auðvitað bara grafalvarleg staða sem menn geta ekki leyft sér að vera svo með í framhaldinu svona skæting eins og háttvirtur formaður fjárlaganefndar hefur gert.“ Tengdar fréttir Segir Vigdísi beita „skítatrikkum“ á nefndarfundum „Það er algert hneyksli að þessi kona hafi fengið að vera formaður í valdamestu þingnefnd landsins jafn lengi og raun ber vitni,“ segir Davíð Stefánsson, fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna. 29. nóvember 2015 23:42 „Snýst ekki um sálarlíf eða líðan Vigdísar Hauksdóttur“ Páll Matthíasson ræðir framkomu fjárlaganefndar. 30. nóvember 2015 10:50 Forstjóri Landsspítalans segir meirihluta fjárlaganefndar saka stjórnendur spítalans um stöðugt væl Formaður fjárlaganefndar segir mikið þrýst á nefndina við gerð fjárlaga en hún láti ekki undan andlegu ofbeldi. Óréttlát ásökun um stöðugt væl segir forstjóri Landsspítalans. 29. nóvember 2015 19:18 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokksins og formann fjárlaganefndar, við upphaf þingfundar í dag vegna orða hennar um það að meirihluti fjárlaganefndar sé beittur andlegu ofbeldi, meðal annars af Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans. Páll sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sleginn yfir þeirri framkomu sem hann hafi mætt - fjárlanaganefnd Alþingis nánast saki stjórnendur spítalans um stöðugt væl. Vigdís líkti orðum Páls við andlegt ofbeldi. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að forstjóri Landspítalans ætti ekki að þurfa að sæta því að formaður fjárlaganefndar fari út með opinberar yfirlýsingar um andlegt ofbeldi.Vilja að forseti beiti sér í málinu „Framganga formanns fjárlaganefndar gagnvart forstjóra Landspítalans er með öllu óþolandi. Þetta er ekki hægt, virðulegur forseti,“ sagði Helgi. Hann sagði það grundvallaratriði að hægt væri að ræða málin á nefndarfundum á málefnalegan hátt þótt skoðanir væru skiptar. „En að sú umræða sé dregin niður á þetta plan, og ég vil leyfa mér að segja persónulega skítkast, það setur blett á þingið allt og störf þess.“ Undir orð hans tók Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Hún biðlaði til forseta þingsins um að taka á málinu með viðeigandi hætti því virðing Alþingis væri í húfi. Þingið setti niður svo eftir væri tekið með ummælum Vigdísar. Þá kom Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, einnig í pontu og kallaði eftir því að forseti þingsins tæki á málinu. „Mér finnst það mjög alvarlegt þegar formaður fjárlaganefndar tjáir sig á þennan hátt. [...] Hún tjáir sig um að þetta hafi verið andlegt ofbeldi og mér finnst það svo alvarlegt að ég á eiginlega ekki til orð,“ sagði Birgitta.„Mjög hættulegt að verðfella hugtak eins og ofbeldi“ Óttar Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði það margítrekað hafa komið fram að þjóðin vilji átak og sátt í heilbrigðismálum hér á landi. Þá hefðu jafnframt komið fram þverpólitískar yfirlýsingar á Alþingi í þá veru og því væri mikilvægt að samtalið milli þingsins og heilbrigðiskerfisins væri uppbyggilegt og á réttum nótum. „Ég vil taka undir með öðrum þingmönnum að það er mjög hættulegt að verðfella hugtak eins og ofbeldi eða andlegt ofbeldi vegna þess að nóg er nú af því í samfélaginu, og ef að við alþingismenn, sem höfum verið kjörin af samfélaginu, þolum ekki okkar atlæti, þá held ég að það sé ekki mikil eftirspurn eftir þeirri skoðun.“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tók undir orð annarra þingmanna í stjórnarandstöðunni. Hún sagði Vigdísi Hauksdóttur ekki aðeins draga embættið sem hún gegnir niður í svaðið heldur þingið allt. „Við öll erum sett niður við svona háttalag. Það er ekki verið að fara til fjárlaganefndar til að gera grein fyrir erfiðri stöðu Landspítalans út af engu. Það er auðvitað bara grafalvarleg staða sem menn geta ekki leyft sér að vera svo með í framhaldinu svona skæting eins og háttvirtur formaður fjárlaganefndar hefur gert.“
Tengdar fréttir Segir Vigdísi beita „skítatrikkum“ á nefndarfundum „Það er algert hneyksli að þessi kona hafi fengið að vera formaður í valdamestu þingnefnd landsins jafn lengi og raun ber vitni,“ segir Davíð Stefánsson, fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna. 29. nóvember 2015 23:42 „Snýst ekki um sálarlíf eða líðan Vigdísar Hauksdóttur“ Páll Matthíasson ræðir framkomu fjárlaganefndar. 30. nóvember 2015 10:50 Forstjóri Landsspítalans segir meirihluta fjárlaganefndar saka stjórnendur spítalans um stöðugt væl Formaður fjárlaganefndar segir mikið þrýst á nefndina við gerð fjárlaga en hún láti ekki undan andlegu ofbeldi. Óréttlát ásökun um stöðugt væl segir forstjóri Landsspítalans. 29. nóvember 2015 19:18 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Sjá meira
Segir Vigdísi beita „skítatrikkum“ á nefndarfundum „Það er algert hneyksli að þessi kona hafi fengið að vera formaður í valdamestu þingnefnd landsins jafn lengi og raun ber vitni,“ segir Davíð Stefánsson, fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna. 29. nóvember 2015 23:42
„Snýst ekki um sálarlíf eða líðan Vigdísar Hauksdóttur“ Páll Matthíasson ræðir framkomu fjárlaganefndar. 30. nóvember 2015 10:50
Forstjóri Landsspítalans segir meirihluta fjárlaganefndar saka stjórnendur spítalans um stöðugt væl Formaður fjárlaganefndar segir mikið þrýst á nefndina við gerð fjárlaga en hún láti ekki undan andlegu ofbeldi. Óréttlát ásökun um stöðugt væl segir forstjóri Landsspítalans. 29. nóvember 2015 19:18
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent