Andy Murray komst í hóp með McEnroe og Wilander Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2015 10:00 Andy Murray fagnar sigrinum. Vísir/Getty Andy Murray og félagar í breska tennislandsliðinu tryggðu sér sigur í Davis-bikarnum í gær og var þetta í fyrsta sinn í 79 ár sem Bretar fagna sigri í þessum eiginlega heimsmeistarakeppni landsliða í tennis. Bretar voru að vinna Davis-bikarinn í tíunda sinn en síðasti titilinn vannst fyrir seinni heimsstyrjöld eða árið 1936. Bretar unnu Belga 3-1 í úrslitunum en höfðu áður slegið út Bandaríkjamenn (3-2), Frakka (3-1) og Ástrala (3-2). Andy Murray, stærsta stjarna breska liðsins, stóð undir nafni því hann vann báða einliðaleiki sína á móti Belgum, fyrst 6-3, 6-2 og 7-5 á móti Ruben Bemelmans en svo 6-3, 7-5 og 6-3 á móti David Goffin. „Ég trúi því ekki að við höfum klárað. Við fáum kannski aldrei aftur möguleika á því að endurtaka þetta þannig við ætlum að fagna í kvöld," sagði Andy Murray eftir sigurinn. Andy Murray vann alla átta einliðaleiki sína úi Davis-bikarnum í ár og komst þar í hóp með þeim John McEnroe og Mats Wilander. McEnroe vann alla átta leiki sína með Bandaríkjamönnum 1982 og Wilander lék það eftir með Svíum árið eftir. Andy Murray náði í alls 11 stig og gerði þar mun betur en þegar kappar eins og Novak Djokovic (7 stig í sigri Serbíu 2010), Roger Federer (7 stig í sigri Sviss 2014) og Rafael Nadal (6 stig í sigri Spánar 2011) sem allir unnu Davis-bikarinn með sínum þjóðum. Andy Murray hafði áður endað 77 ára bið Breta eftir sigri á Wimbledon-mótinu árið 2013. Hann hefur unnið tvö risamót og Ólympíugull á ferlinum og bætti nú einni skrautfjöðrinni við. Davis-bikarmeistarar Breta.Vísir/Getty Tennis Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Sjá meira
Andy Murray og félagar í breska tennislandsliðinu tryggðu sér sigur í Davis-bikarnum í gær og var þetta í fyrsta sinn í 79 ár sem Bretar fagna sigri í þessum eiginlega heimsmeistarakeppni landsliða í tennis. Bretar voru að vinna Davis-bikarinn í tíunda sinn en síðasti titilinn vannst fyrir seinni heimsstyrjöld eða árið 1936. Bretar unnu Belga 3-1 í úrslitunum en höfðu áður slegið út Bandaríkjamenn (3-2), Frakka (3-1) og Ástrala (3-2). Andy Murray, stærsta stjarna breska liðsins, stóð undir nafni því hann vann báða einliðaleiki sína á móti Belgum, fyrst 6-3, 6-2 og 7-5 á móti Ruben Bemelmans en svo 6-3, 7-5 og 6-3 á móti David Goffin. „Ég trúi því ekki að við höfum klárað. Við fáum kannski aldrei aftur möguleika á því að endurtaka þetta þannig við ætlum að fagna í kvöld," sagði Andy Murray eftir sigurinn. Andy Murray vann alla átta einliðaleiki sína úi Davis-bikarnum í ár og komst þar í hóp með þeim John McEnroe og Mats Wilander. McEnroe vann alla átta leiki sína með Bandaríkjamönnum 1982 og Wilander lék það eftir með Svíum árið eftir. Andy Murray náði í alls 11 stig og gerði þar mun betur en þegar kappar eins og Novak Djokovic (7 stig í sigri Serbíu 2010), Roger Federer (7 stig í sigri Sviss 2014) og Rafael Nadal (6 stig í sigri Spánar 2011) sem allir unnu Davis-bikarinn með sínum þjóðum. Andy Murray hafði áður endað 77 ára bið Breta eftir sigri á Wimbledon-mótinu árið 2013. Hann hefur unnið tvö risamót og Ólympíugull á ferlinum og bætti nú einni skrautfjöðrinni við. Davis-bikarmeistarar Breta.Vísir/Getty
Tennis Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Sjá meira