Halldór Bjarkar um Hreiðar Má: „Mér datt ekki í hug að hann myndi hlaupast svona undan ábyrgð“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. desember 2015 18:58 Hreiðar Már Sigurðsson í dómsal á mánudag. vísir/stefán Halldór Bjarkar Lúðvígsson, fyrrverandi viðskiptastjóri á útlánasviði Kaupþings, var síðasta vitnið sem gaf skýrslu í CLN-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ekki er ofsögum sagt að hann sé lykilvitni í málinu en hann sá um að greiða út þau lán til sem ákært er fyrir. Lýsti hann því fyrir dómi í dag hvernig hann hefði tekið við fyrirmælum um útgreiðslu lánanna frá forstjóra Kaupþings, Hreiðari Má Sigurðssyni. Í málinu er Hreiðar ákærður fyrir umboðssvik ásamt Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni bankans. Eiga þeir að hafa veitt eignalitlum eignarhaldsfélögum lán upp á 510 milljónir evra skömmu fyrir hrun en lánin voru notuð til að kaupa skuldabréf af Deutsche Bank sem tengd voru skuldatryggingarálagi Kaupþings. Þá voru lánin einnig notuð til að mæta veðköllum vegna kaupanna. Magnús Guðmundsson, sem var forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Hreiðars og Sigurðar.Var beðinn um að hitta Hreiðar til að ræða eitt mál Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði Halldór Bjarkar hvernig aðkomu hans að viðskiptunum var háttað. Svaraði Halldór því til að yfirmaður hans; Bjarki Diego, hefði í síðustu viku ágústmánuðar 2008 beðið hann um að fara inn á skrifstofu til Hreiðars Más til að ræða eitt mál við hann. „Ég gerði það. Hreiðar lýsti því fyrir mér að það hefði verið ákveðið af hálfu bankans að reyna að hafa áhrif á skuldatryggingarálagið og að það hefði verið ákveðið að kaupa CLN-bréf [lánshæfistengd skuldabréf] af Deutsche Bank. Kaupþing gæti hins vegar ekki sjálfur keypt bréfin og því höfðu verið settir upp strúktúrar að fyrirtækjum hjá Kaupþingi í Lúxemborg sem hefði verið gengið frá þar. Það væri sem sagt búið að borga út þennan pening [lán til félaganna sem keyptu skuldabréf] í Lúxemborg en lánin gætu ekki legið þar og því þyrfti að koma peningur frá Kaupþingi á Íslandi,“ sagði Halldór Bjarkar.Björn Þorvaldsson saksóknari.Vísir/StefánVissi ekki út á hvað viðskiptin genguHann lýsti því svo að Hreiðar Már hefði beðið hann um að flytja lánin frá Lúxemborg til Íslands og að það þyrfti að gerast fyrir mánaðamótin ágúst/september. Í framhaldinu átti Halldór að ganga frá formsatriðum í kringum lánveitinguna, lánanefndarskjölum, lánaskjölum, veðskjölum og öðru. Ekki lá fyrir samþykki fyrir lánveitingunum frá lánanefnd stjórnar og sagði Halldór Bjarkar knappan tíma ástæðuna fyrir því að ekki var aflað millifundasamþykktar. Þá hefði hann heldur ekki þekkt strúktúrinn í kringum flókin viðskiptin nægilega vel og vissi í raun ekki út á hvað þau gengu. Um peningamarkaðslán til skamms tíma var að ræða og sagði Halldór Bjarkar að þetta hefði verið í fyrsta skipti sem hann kom að slíkri tegund af láni. Því hefði hann lítið þekkt peningamarkaðslán en sagði að þessi útgreiðsla lánanna hefði ekki verið í samræmi við reglur um hefðbundin útlán. Til að mynda hefðu tryggingar fyrir lánunum ekki legið fyrir þegar þau voru greidd út en Halldór sagði að honum hefði skilist að það ætti að taka veð fyrir þeim seinna. Í september veitti Kaupþing svo eignarhaldsfélagi í eigu Ólafs Ólafssonar peningamarkaðslán til að eiga í sambærilegum skuldabréfaviðskiptum við Deutsche Bank. Halldór sá einnig um útgreiðslu á því láni og sagði að hann hefði fengið fyrirmæli um það í síma frá Hreiðari Má. Það sama átti við um lán sem veitt voru vegna veðkalla frá Deutsche á hendur félögunum vegna skuldabréfakaupanna.Segir Hreiðar hafa hikað daginn sem neyðarlögin voru sett „Í öllum tilvikum hringdi ég í Hreiðar Má og í öllum tilvikum nema í einu þá heimilaði hann þetta,“ sagði Halldór en þetta eina skipti var seinasta lánið sem greitt var út. Það var gert daginn eftir að Kaupþing fékk 500 milljóna evra lán frá Seðlabanka Íslands, eða þann 7. október 2008. Samkvæmt ákæru var hluti af neyðarláninu notaður til að veita síðasta lánið. Halldór sendi tölvupóst klukkan rúmlega 17 á yfirmann sinn, Bjarka Diego, þar sem hann sagði að hann hefði rætt lánveitinguna í síma við Hreiðar. Halldór sagði að forstjórinn vildi borga lánið út daginn eftir en gat þó ekki heimilað útgreiðslu að svo stöddu. Einhverjir muna kannski eftir því að klukkutíma áður hafði Geir H. Haarde flutt „Guð blessi Ísland“-ræðu sína í beinni sjónvarpsútsendingu. Þann 7. október sagðist Halldór svo hafa heyrt í Bjarka sem sagði honum að Hreiðar hefði samþykkt útgreiðslu lánsins. „Hver einasta útgreiðsla var með samþykki Hreiðars Más,“ sagði Halldór sem kvaðst jafnframt hafa haldið yfirmanni sínum Bjarka Diego upplýstum um lánveitingarnar.Halldór Bjarkar Lúðvígssonvísir/gvaTelur að Hreiðari hafi mátt vera það fyllilega ljóst að lánin fóru ekki fyrir lánanefnd Eins og gefur kannski að skilja þjarmaði Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más, að Halldóri. Spurði hann hvers vegna hann hefði ekki aflað millifundasamþykkis fyrir lánveitingunum í ágúst 2008 og vísaði Halldór í fyrra svar sitt. Þá sagði hann fyrirmælin frá Hreiðari hafa verið skýr: greiða lánið út fyrst og sjá um formsatriðin síðar. „En ef ég misskildi fyrirmælin hans þó mátti honum vera það fyllilega ljóst að þetta fór ekki fyrir lánanefnd stjórnar sem hann sat í. Hann átti að vita það þegar komið var fram yfir mánaðamót því fyrirmælin voru að greiða þetta út fyrir mánaðamót,“ sagði Halldór. Hörður spurði hann þá hvort það hefði ekki hvarflað að honum að fá skriflegt samþykki fyrir lánveitingunum frá forstjóranum. „Ég var bæði með fyrirmæli frá Bjarka og Hreiðari. Mér datt ekki í hug að hann myndi hlaupast svona undan ábyrgð á sínum fyrirmælum og því sem hann sagði mér að gera,“ svaraði Halldór.Borðsími Halldórs í bankanum ekki teipaður Þá bar verjandinn undir Halldór tölvupósta frá því í september 2008 til Bjarka þar sem hann veltir því fyrir sér hver af lánunum í skuldabréfaviðskiptunum þurfi að fara fyrir lánanefnd stjórnar. Spurði Hörður Halldór hvers vegna hann hafi verið að spá í þessu ef Hreiðar sagði honum að það væri óþarfi að lánin færu fyrir lánanefnd. „Hann sagði aldrei að það væri óþarfi. Peningurinn átti bara að fara út og í framhaldinu átti að leita viðeigandi samþykkis,“ svaraði Halldór. Hörður gerði það síðan að umtalsefni að engin fyrirmæli frá Hreiðari til Halldórs hafa fundist í gögnum málsins. Hann spurði því hvernig samskiptum hans og Hreiðars hafi verið háttað. Svaraði Halldór því til að hann hafi átt einn fund með honum og restin af samskiptunum hafi svo verið í gegnum farsíma. Verjandinn sagði þá að í málinu væru endurrit allnokkurra símtala en engin símtöl væru úr borðsíma Halldórs sem var þó teipaður. „Nei, hann var ekki teipaður,“ sagði Halldór þá. “Borðsímar viðskiptastjóra voru ekki teipaðir.“ Virtist þetta koma verjandanum nokkuð á óvart og innti hann saksóknara eftir því hvort þetta væri rétt. Sagði hann svo vera. Aðspurður gat Halldór svo ekki sagt úr hvaða símum hann sjálfur hefði talað við Hreiðar. Í skýrslutöku sinni á mánudaginn neitaði Hreiðar því alfarið að hafa gefið fyrirmæli um nokkrar þær lánveitingar sem ákært er fyrir í málinu. Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Halldór Bjarkar Lúðvígsson, fyrrverandi viðskiptastjóri á útlánasviði Kaupþings, var síðasta vitnið sem gaf skýrslu í CLN-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ekki er ofsögum sagt að hann sé lykilvitni í málinu en hann sá um að greiða út þau lán til sem ákært er fyrir. Lýsti hann því fyrir dómi í dag hvernig hann hefði tekið við fyrirmælum um útgreiðslu lánanna frá forstjóra Kaupþings, Hreiðari Má Sigurðssyni. Í málinu er Hreiðar ákærður fyrir umboðssvik ásamt Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni bankans. Eiga þeir að hafa veitt eignalitlum eignarhaldsfélögum lán upp á 510 milljónir evra skömmu fyrir hrun en lánin voru notuð til að kaupa skuldabréf af Deutsche Bank sem tengd voru skuldatryggingarálagi Kaupþings. Þá voru lánin einnig notuð til að mæta veðköllum vegna kaupanna. Magnús Guðmundsson, sem var forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Hreiðars og Sigurðar.Var beðinn um að hitta Hreiðar til að ræða eitt mál Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði Halldór Bjarkar hvernig aðkomu hans að viðskiptunum var háttað. Svaraði Halldór því til að yfirmaður hans; Bjarki Diego, hefði í síðustu viku ágústmánuðar 2008 beðið hann um að fara inn á skrifstofu til Hreiðars Más til að ræða eitt mál við hann. „Ég gerði það. Hreiðar lýsti því fyrir mér að það hefði verið ákveðið af hálfu bankans að reyna að hafa áhrif á skuldatryggingarálagið og að það hefði verið ákveðið að kaupa CLN-bréf [lánshæfistengd skuldabréf] af Deutsche Bank. Kaupþing gæti hins vegar ekki sjálfur keypt bréfin og því höfðu verið settir upp strúktúrar að fyrirtækjum hjá Kaupþingi í Lúxemborg sem hefði verið gengið frá þar. Það væri sem sagt búið að borga út þennan pening [lán til félaganna sem keyptu skuldabréf] í Lúxemborg en lánin gætu ekki legið þar og því þyrfti að koma peningur frá Kaupþingi á Íslandi,“ sagði Halldór Bjarkar.Björn Þorvaldsson saksóknari.Vísir/StefánVissi ekki út á hvað viðskiptin genguHann lýsti því svo að Hreiðar Már hefði beðið hann um að flytja lánin frá Lúxemborg til Íslands og að það þyrfti að gerast fyrir mánaðamótin ágúst/september. Í framhaldinu átti Halldór að ganga frá formsatriðum í kringum lánveitinguna, lánanefndarskjölum, lánaskjölum, veðskjölum og öðru. Ekki lá fyrir samþykki fyrir lánveitingunum frá lánanefnd stjórnar og sagði Halldór Bjarkar knappan tíma ástæðuna fyrir því að ekki var aflað millifundasamþykktar. Þá hefði hann heldur ekki þekkt strúktúrinn í kringum flókin viðskiptin nægilega vel og vissi í raun ekki út á hvað þau gengu. Um peningamarkaðslán til skamms tíma var að ræða og sagði Halldór Bjarkar að þetta hefði verið í fyrsta skipti sem hann kom að slíkri tegund af láni. Því hefði hann lítið þekkt peningamarkaðslán en sagði að þessi útgreiðsla lánanna hefði ekki verið í samræmi við reglur um hefðbundin útlán. Til að mynda hefðu tryggingar fyrir lánunum ekki legið fyrir þegar þau voru greidd út en Halldór sagði að honum hefði skilist að það ætti að taka veð fyrir þeim seinna. Í september veitti Kaupþing svo eignarhaldsfélagi í eigu Ólafs Ólafssonar peningamarkaðslán til að eiga í sambærilegum skuldabréfaviðskiptum við Deutsche Bank. Halldór sá einnig um útgreiðslu á því láni og sagði að hann hefði fengið fyrirmæli um það í síma frá Hreiðari Má. Það sama átti við um lán sem veitt voru vegna veðkalla frá Deutsche á hendur félögunum vegna skuldabréfakaupanna.Segir Hreiðar hafa hikað daginn sem neyðarlögin voru sett „Í öllum tilvikum hringdi ég í Hreiðar Má og í öllum tilvikum nema í einu þá heimilaði hann þetta,“ sagði Halldór en þetta eina skipti var seinasta lánið sem greitt var út. Það var gert daginn eftir að Kaupþing fékk 500 milljóna evra lán frá Seðlabanka Íslands, eða þann 7. október 2008. Samkvæmt ákæru var hluti af neyðarláninu notaður til að veita síðasta lánið. Halldór sendi tölvupóst klukkan rúmlega 17 á yfirmann sinn, Bjarka Diego, þar sem hann sagði að hann hefði rætt lánveitinguna í síma við Hreiðar. Halldór sagði að forstjórinn vildi borga lánið út daginn eftir en gat þó ekki heimilað útgreiðslu að svo stöddu. Einhverjir muna kannski eftir því að klukkutíma áður hafði Geir H. Haarde flutt „Guð blessi Ísland“-ræðu sína í beinni sjónvarpsútsendingu. Þann 7. október sagðist Halldór svo hafa heyrt í Bjarka sem sagði honum að Hreiðar hefði samþykkt útgreiðslu lánsins. „Hver einasta útgreiðsla var með samþykki Hreiðars Más,“ sagði Halldór sem kvaðst jafnframt hafa haldið yfirmanni sínum Bjarka Diego upplýstum um lánveitingarnar.Halldór Bjarkar Lúðvígssonvísir/gvaTelur að Hreiðari hafi mátt vera það fyllilega ljóst að lánin fóru ekki fyrir lánanefnd Eins og gefur kannski að skilja þjarmaði Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más, að Halldóri. Spurði hann hvers vegna hann hefði ekki aflað millifundasamþykkis fyrir lánveitingunum í ágúst 2008 og vísaði Halldór í fyrra svar sitt. Þá sagði hann fyrirmælin frá Hreiðari hafa verið skýr: greiða lánið út fyrst og sjá um formsatriðin síðar. „En ef ég misskildi fyrirmælin hans þó mátti honum vera það fyllilega ljóst að þetta fór ekki fyrir lánanefnd stjórnar sem hann sat í. Hann átti að vita það þegar komið var fram yfir mánaðamót því fyrirmælin voru að greiða þetta út fyrir mánaðamót,“ sagði Halldór. Hörður spurði hann þá hvort það hefði ekki hvarflað að honum að fá skriflegt samþykki fyrir lánveitingunum frá forstjóranum. „Ég var bæði með fyrirmæli frá Bjarka og Hreiðari. Mér datt ekki í hug að hann myndi hlaupast svona undan ábyrgð á sínum fyrirmælum og því sem hann sagði mér að gera,“ svaraði Halldór.Borðsími Halldórs í bankanum ekki teipaður Þá bar verjandinn undir Halldór tölvupósta frá því í september 2008 til Bjarka þar sem hann veltir því fyrir sér hver af lánunum í skuldabréfaviðskiptunum þurfi að fara fyrir lánanefnd stjórnar. Spurði Hörður Halldór hvers vegna hann hafi verið að spá í þessu ef Hreiðar sagði honum að það væri óþarfi að lánin færu fyrir lánanefnd. „Hann sagði aldrei að það væri óþarfi. Peningurinn átti bara að fara út og í framhaldinu átti að leita viðeigandi samþykkis,“ svaraði Halldór. Hörður gerði það síðan að umtalsefni að engin fyrirmæli frá Hreiðari til Halldórs hafa fundist í gögnum málsins. Hann spurði því hvernig samskiptum hans og Hreiðars hafi verið háttað. Svaraði Halldór því til að hann hafi átt einn fund með honum og restin af samskiptunum hafi svo verið í gegnum farsíma. Verjandinn sagði þá að í málinu væru endurrit allnokkurra símtala en engin símtöl væru úr borðsíma Halldórs sem var þó teipaður. „Nei, hann var ekki teipaður,“ sagði Halldór þá. “Borðsímar viðskiptastjóra voru ekki teipaðir.“ Virtist þetta koma verjandanum nokkuð á óvart og innti hann saksóknara eftir því hvort þetta væri rétt. Sagði hann svo vera. Aðspurður gat Halldór svo ekki sagt úr hvaða símum hann sjálfur hefði talað við Hreiðar. Í skýrslutöku sinni á mánudaginn neitaði Hreiðar því alfarið að hafa gefið fyrirmæli um nokkrar þær lánveitingar sem ákært er fyrir í málinu.
Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira