Ákærður fyrir frelsissviptingu mánuði eftir dóm í Vogamálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2015 15:06 Sigurður Brynjar hlaut fjórtán mánaða dóm í júlí, að mestu skilorðsbundinn, fyrir líkamsárás og ólögmæta nauðung í máli sem kennt var við Voga á Vatnsleysuströnd. Hinn 27 ára hefur ekki áður hlotið dóm. Vísir/Kolbeinn Tumi Hinn 19 ára Sigurður Brynjar Jensson sætir ákæru ásamt 27 ára karlmanni fyrir frelsissviptingu og rán í Breiðholti í ágúst síðastliðnum. Sá 27 ára gamli er einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Sigurður Brynjar hlaut fjórtán mánaða dóm í júlí, að mestu skilorðsbundinn, fyrir líkamsárás og ólögmæta nauðung í máli sem kennt var við Voga á Vatnsleysuströnd. Hinn 27 ára hefur ekki áður hlotið dóm og er hann því ekki nafngreindur í fréttinni. Þar var hann meðal annars í félagi við Kristján Markús Sívarsson sem hlaut tæplega fimm ára fangelsidóm. Sigurður Brynjar játaði í því máli að hafa gefið brotaþola rafstuð með rafbyssu að minnsta kosti einu sinni. Í málinu sem nú er höfðað eru Sigurður og félagi hans sakaðir um brot gegn pari, manni á 22. aldursári og átján ára kærustu hans. Sökuðu þeir parið um að hafa stolið af sér Lyrica töflum sem eru floga- og verkjalyf. Svipt frelsi í á þriðju klukkustund Í ákærunni segir að mennirnir hafi svipt stúlkuna frelsi sínu og þvingað hana á brott með sér í því skyni að fá hana til að endurheimta töflurnar. Fóru þeir með hana heim til sín þar sem sá 27 ára á að hafa bæði slegið í andlit stúlkunnar og hrint henni niður tröppur í stigagangi hússins að því er segir í ákæru. Því næst eiga þeir að hafa farið aftur með stúlkuna á heimili hennar og kærastans þar sem þeir veittust að honum og hótuðu frekara ofbeldi ef þau létu ekki af hendi töflurnar og ef þau myndu tilkynna málið til lögreglu. Í beinu framhaldi eiga þeir að hafa tekið ófrjálsri hendi fartölvu, farsíma, tölvuflakkara, seðlaveski og fatnað. Á meðan á því stóð eru þeir sakaðir um að hafa kýlt kærastan með hnefa í andlitið. Í sameingingu eru þeir sakaðir um að hafa svipt parið frelsi sínu í fimmtíu mínútur annars vegar og en í tæpa tvær og hálfa klukkustund í tilfelli stúlkunnar. Skorin á kinn Þá er hinn 27 ára gamli sem fyrr segir ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa skorið kærastann með hnífi í hægri fótlegg þegar hann lá á grúfu á gólfi íbúðarinnar og sparkað í höfuð hans og slegið. Þá hafi hann slegið þau með hamri, kærastann í höfuðið og kærustuna í handlegg. Á hann að hafa skorið þau bæði með hnífi á vinstri kinn og hlutu þau bæði fjögurra sm langan skurð. Kærastinn hlaut djúpan skurð á framanverðum hægri fótlegg. Upphaflega átti aðalmeðferð í málinu að fara fram í dag en henni var frestað þar sem ekki tókst nógu vel upp að boða vitni. Kærastinn fer fram á 2,7 milljónir króna í skaðabætur í einkaréttarkröfu en kærastan 3,8 milljónir króna. Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Hinn 19 ára Sigurður Brynjar Jensson sætir ákæru ásamt 27 ára karlmanni fyrir frelsissviptingu og rán í Breiðholti í ágúst síðastliðnum. Sá 27 ára gamli er einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Sigurður Brynjar hlaut fjórtán mánaða dóm í júlí, að mestu skilorðsbundinn, fyrir líkamsárás og ólögmæta nauðung í máli sem kennt var við Voga á Vatnsleysuströnd. Hinn 27 ára hefur ekki áður hlotið dóm og er hann því ekki nafngreindur í fréttinni. Þar var hann meðal annars í félagi við Kristján Markús Sívarsson sem hlaut tæplega fimm ára fangelsidóm. Sigurður Brynjar játaði í því máli að hafa gefið brotaþola rafstuð með rafbyssu að minnsta kosti einu sinni. Í málinu sem nú er höfðað eru Sigurður og félagi hans sakaðir um brot gegn pari, manni á 22. aldursári og átján ára kærustu hans. Sökuðu þeir parið um að hafa stolið af sér Lyrica töflum sem eru floga- og verkjalyf. Svipt frelsi í á þriðju klukkustund Í ákærunni segir að mennirnir hafi svipt stúlkuna frelsi sínu og þvingað hana á brott með sér í því skyni að fá hana til að endurheimta töflurnar. Fóru þeir með hana heim til sín þar sem sá 27 ára á að hafa bæði slegið í andlit stúlkunnar og hrint henni niður tröppur í stigagangi hússins að því er segir í ákæru. Því næst eiga þeir að hafa farið aftur með stúlkuna á heimili hennar og kærastans þar sem þeir veittust að honum og hótuðu frekara ofbeldi ef þau létu ekki af hendi töflurnar og ef þau myndu tilkynna málið til lögreglu. Í beinu framhaldi eiga þeir að hafa tekið ófrjálsri hendi fartölvu, farsíma, tölvuflakkara, seðlaveski og fatnað. Á meðan á því stóð eru þeir sakaðir um að hafa kýlt kærastan með hnefa í andlitið. Í sameingingu eru þeir sakaðir um að hafa svipt parið frelsi sínu í fimmtíu mínútur annars vegar og en í tæpa tvær og hálfa klukkustund í tilfelli stúlkunnar. Skorin á kinn Þá er hinn 27 ára gamli sem fyrr segir ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa skorið kærastann með hnífi í hægri fótlegg þegar hann lá á grúfu á gólfi íbúðarinnar og sparkað í höfuð hans og slegið. Þá hafi hann slegið þau með hamri, kærastann í höfuðið og kærustuna í handlegg. Á hann að hafa skorið þau bæði með hnífi á vinstri kinn og hlutu þau bæði fjögurra sm langan skurð. Kærastinn hlaut djúpan skurð á framanverðum hægri fótlegg. Upphaflega átti aðalmeðferð í málinu að fara fram í dag en henni var frestað þar sem ekki tókst nógu vel upp að boða vitni. Kærastinn fer fram á 2,7 milljónir króna í skaðabætur í einkaréttarkröfu en kærastan 3,8 milljónir króna.
Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira