Demirbay var rekinn af velli í leik FSV Frankfurt og Fortuna Düsseldorf, en leikmaðurinn er á láni frá Hamburg.
Dómari leiksins var kvenmaður að nafni Bibiana Steinhaus sem er einn albesti kvennadómari heims. Bibiana mætti til Íslands haustið 2013 og dæmdi fyrsta leik Freys Alexanderssonar með íslenska landsliðið þegar stelpurnar okkar töpuðu fyrir Sviss.
So geht Fortuna damit um, wenn ein junger Spieler einen Fehler macht! @Kerem_Demirbay#f95https://t.co/eW3DtOxLDVpic.twitter.com/CoSrYuFAUi
— Fortuna Düsseldorf (@f95) December 5, 2015
Demirbay baðst afsökunar eftir atvikið og sagði: „Þessi ummæli endurspegla ekki skoðun mína á konum.“ Forráðamönnum Düsseldorf fannst þetta þó ekki nóg og ákvað að „refsa“ leikmanninum með að dæma leik hjá ungum stelpum hjá félaginu.
Þar mætti Demirbay í sparigallanum og brosti fyrir myndavélarnar. „Þetta er það sem gerist þegar ungir leikmenn gera mistök,“ stóð svo við eina myndina sem Fortuna Düsseldorf birti af stelpuleiknum á Twitter-síðu sinni.

