Formaður HSÍ: Anton gerði ekkert rangt Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. desember 2015 06:00 Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson eru fremsta dómarapar Íslands og það eina sem var á HM. Vísir/Stefán „Við erum mjög svekktir með þessa niðurstöðu,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður Handknattleikssambands Íslands, við Fréttablaðið um ákvörðun Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, að vísa íslenska dómaraparinu, Antoni Gylfi Pálssyni og Jónasi Elíassyni, frá störfum á HM kvenna sem nú stendur yfir í Danmörku. Anton dæmdi mark í stöðunni 6-6 í leik Frakklands og Suður-Kóreu þegar síðarnefnda liðið skaut að marki. Ákvörðunin var rétt hjá Antoni, en einhverra hluta vegna, kannski að hans frumkvæði, var ákveðið að skoða skotið með marklínutækni. Danskur eftirlitsmaður leiksins fékk ekki senda á skjá sinn nógu skýra mynd þótt boltinn væri augljóslega langt inni í markinu og var markið ekki skráð. Leiknum lyktaði með jafntefli, 22-22, og höfðu þessi mistök því mikil áhrif. IHF leysti málið með því að vísa öllum starfsmönnum leiksins frá störfum á HM, allt frá dómurum til eftirlitsmanns og ritara. Þar að auki fór sambandið í algjöra vörn og ákvað að nota marklínutæknina ekki oftar á mótinu. „Anton gerir ekkert rangt. Hann dæmir mark og virðist vilja fá það skoðað betur en til þess er nú tæknin. Hann leitar fulltingis myndavélarinnar til að vera öruggur í sinni ákvörðun og þar liggja mistökin. Við erum mjög ósátt við að okkar mönnum sé refsað fyrir þetta því þetta er á engan hátt þeim að kenna. Fyrir mér er þetta bara fljótfærni eftirlitsmannsins og þetta kallaði ekki eftir uppsögnum,“ segir Guðmundur. Anton Gylfi og Jónas eru fremsta dómarapar landsins og hafa dæmt nokkra stórleiki í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Hún heyrir undir evrópska handboltasambandið en þá voru þeir líka í stóru verkefni á vegum IHF í Katar fyrr á árinu. Guðmundur segir sambandið ætla að passa upp á að þeir fái ekki mínus í kladdann fyrir þessi mistök sem þeim urðu ekki á. „Við munum vinna örugglega í því að tryggja innan IHF að þetta hafi engin áhrif á þeirra störf. Við munum styðja þá í öllu og byrja á því að ræða við IHF til að fá einhverjar skýringar á því hvers vegna þessi ákvörðun var tekin. Að mínu mati eru þetta ekki þeirra mistök,“ segir Guðmundur, sem hafði ekkert heyrt í forráðamönnum alþjóðasambandsins í gær. „Það er stjórnarfundur hjá okkur á morgun [í dag]. Þar tökum við þetta fyrir og munum óska eftir svörum frá IHF og mótmæla þessari ákvörðun,“ segir Guðmundur B. Ólafsson. – tom Handbolti Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Fleiri fréttir Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Sjá meira
„Við erum mjög svekktir með þessa niðurstöðu,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður Handknattleikssambands Íslands, við Fréttablaðið um ákvörðun Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, að vísa íslenska dómaraparinu, Antoni Gylfi Pálssyni og Jónasi Elíassyni, frá störfum á HM kvenna sem nú stendur yfir í Danmörku. Anton dæmdi mark í stöðunni 6-6 í leik Frakklands og Suður-Kóreu þegar síðarnefnda liðið skaut að marki. Ákvörðunin var rétt hjá Antoni, en einhverra hluta vegna, kannski að hans frumkvæði, var ákveðið að skoða skotið með marklínutækni. Danskur eftirlitsmaður leiksins fékk ekki senda á skjá sinn nógu skýra mynd þótt boltinn væri augljóslega langt inni í markinu og var markið ekki skráð. Leiknum lyktaði með jafntefli, 22-22, og höfðu þessi mistök því mikil áhrif. IHF leysti málið með því að vísa öllum starfsmönnum leiksins frá störfum á HM, allt frá dómurum til eftirlitsmanns og ritara. Þar að auki fór sambandið í algjöra vörn og ákvað að nota marklínutæknina ekki oftar á mótinu. „Anton gerir ekkert rangt. Hann dæmir mark og virðist vilja fá það skoðað betur en til þess er nú tæknin. Hann leitar fulltingis myndavélarinnar til að vera öruggur í sinni ákvörðun og þar liggja mistökin. Við erum mjög ósátt við að okkar mönnum sé refsað fyrir þetta því þetta er á engan hátt þeim að kenna. Fyrir mér er þetta bara fljótfærni eftirlitsmannsins og þetta kallaði ekki eftir uppsögnum,“ segir Guðmundur. Anton Gylfi og Jónas eru fremsta dómarapar landsins og hafa dæmt nokkra stórleiki í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Hún heyrir undir evrópska handboltasambandið en þá voru þeir líka í stóru verkefni á vegum IHF í Katar fyrr á árinu. Guðmundur segir sambandið ætla að passa upp á að þeir fái ekki mínus í kladdann fyrir þessi mistök sem þeim urðu ekki á. „Við munum vinna örugglega í því að tryggja innan IHF að þetta hafi engin áhrif á þeirra störf. Við munum styðja þá í öllu og byrja á því að ræða við IHF til að fá einhverjar skýringar á því hvers vegna þessi ákvörðun var tekin. Að mínu mati eru þetta ekki þeirra mistök,“ segir Guðmundur, sem hafði ekkert heyrt í forráðamönnum alþjóðasambandsins í gær. „Það er stjórnarfundur hjá okkur á morgun [í dag]. Þar tökum við þetta fyrir og munum óska eftir svörum frá IHF og mótmæla þessari ákvörðun,“ segir Guðmundur B. Ólafsson. – tom
Handbolti Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Fleiri fréttir Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti