Innlent

Má senda hælisleitendur til Ítalíu

Í innanríkisráðuneytinu hefur verið aflað gagna um ástandið í Ítalíu og þykir þeim tryggt að senda hælisleitendur þangað. Fréttablaðið/GVA
Í innanríkisráðuneytinu hefur verið aflað gagna um ástandið í Ítalíu og þykir þeim tryggt að senda hælisleitendur þangað. Fréttablaðið/GVA Vísir/GVA
Innanríkisráðuneytið hefur metið það svo að ágallar á aðbúnaði og móttökuskilyrðum hælisleitenda á Ítalíu verði ekki taldir slíkir að þeir gefi ástæðu til að ætla að endursendingar þangað muni almennt brjóta gegn alþjóðlegum skuldbindingum íslenskra stjórnvalda.

Lagt er til að meginreglan verði sú að hælisleitendur verði endursendir til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en hins vegar skuli áfram ávallt skoða hvert tilvik fyrir sig og meta aðstæður viðkomandi einstaklings áður en ákvörðun er tekin. Áfram skal miðað við þá framkvæmd íslenskra stjórnvalda síðan í maí 2014 að þeir sem teljist vera í sérstaklega viðkvæmri stöðu skuli ekki sendir til Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×