Rotið réttarkerfi ógnar réttarríkinu Skjóðan skrifar 9. desember 2015 09:00 Dómsmál og dómstólar hafa verið mjög til umræðu á undanförnum vikum og mánuðum. Fallið hafa athyglisverðir dómar í kynferðisbrotamálum, hrunmálum og verðtryggingarmálum bæði í héraðsdómi og Hæstarétti Íslands. Íslenskir dómstólar virðast gera hóflegar kröfur til sönnunarbyrði ákæruvalds í hrunmálum. Sama máli gegnir um kynferðisbrotamálin – svo fremi að þolandi sé karlmaður. Sé þolandi kynferðisbrots kona leita íslenskir dómarar logandi ljósi að hverju því smáatriði, sem mögulega getur varpað vafa á sekt meints geranda. Sé þolandinn hins vegar karlmaður er sakfellt, líkt og tíðkast í hrunmálum. Hæstiréttur Íslands gefur, að því er virðist, lítið fyrir rétt sakborninga í hrunmálum. Í einu máli sýknaði héraðsdómur hina ákærðu og komst þá Hæstiréttur þá að þeirri niðurstöðu að einn dómara hefði verið vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla um saksóknara eftir að dómur var kveðinn upp af tilefni, sem sömuleiðis kom upp eftir að dómur var kveðinn upp. Í öðru hrunmáli kom í ljós að einn dómarinn hafði misst eigur sínar vegna viðskipta við þann banka sem sakborningar í því máli stjórnuðu. Sakborningarnir voru sakfelldir og dæmdir í margra ára fangelsi. Hæstiréttur fór sannkallaða Krýsuvíkurleið til að komast að því að þetta eignatjón ylli ekki vanhæfi dómarans. Af þessu leiðir að velta má fyrir sér hvort afstaða Hæstaréttar til vanhæfis dómara grundvallist á því hvort viðkomandi dómarar sakfella eða sýkna útrásarvíkinga, rétt eins og hvort sekt í kynferðismálum sé ákvörðuð eftir kynferði þolanda. Í nýlegu verðtryggingarmáli komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að engu máli skipti þó að banki hefði klárlega brotið gegn lagaskyldu sinni um að upplýsa lántakanda um kostnað við lántökuna. Hann gæti samt innheimt lánið og hvern þann kostnað sem hann kysi að fullu. Neytendavernd virðist vera dómurum við æðsta dómstól landsins framandi hugtak. Tjáningarfrelsið er einn helgasti réttur manna í réttarríkinu. Fjórum sinnum hafa blaðamenn kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna mannréttindabrota Hæstaréttar Íslands í málum sem varða tjáningarfrelsið. Í öll skiptin hefur Mannréttindadómstóllinn dæmt gegn íslenska ríkinu. Nú hefur Mannréttindadómstóllinn ákveðið að taka fyrir fimmta málið gegn íslenska ríkinu vegna brota íslenskra dómstóla og Hæstaréttar Íslands gegn tjáningarfrelsi blaðamanns. Brotavilji æðsta dómstóls landsins gegn mannréttindum borgaranna er einbeittur þrátt fyrir ítrekaðar umvandanir Mannréttindadómstólsins. Þetta er alvarlegt mál þar sem varðstaða dómstóla um mannréttindi er hornsteinn lýðræðislegs réttarríkis. Þegar æðsti dómstóll landsins traðkar ítrekað á heilögustu mannréttindum borgaranna, sjálfu tjáningarfrelsinu, er sjálft réttarríkið í hættu. Séu dómstólar fúnir og réttarkerfið rotið er vart lengur hægt að tala um réttarríki.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Dómsmál og dómstólar hafa verið mjög til umræðu á undanförnum vikum og mánuðum. Fallið hafa athyglisverðir dómar í kynferðisbrotamálum, hrunmálum og verðtryggingarmálum bæði í héraðsdómi og Hæstarétti Íslands. Íslenskir dómstólar virðast gera hóflegar kröfur til sönnunarbyrði ákæruvalds í hrunmálum. Sama máli gegnir um kynferðisbrotamálin – svo fremi að þolandi sé karlmaður. Sé þolandi kynferðisbrots kona leita íslenskir dómarar logandi ljósi að hverju því smáatriði, sem mögulega getur varpað vafa á sekt meints geranda. Sé þolandinn hins vegar karlmaður er sakfellt, líkt og tíðkast í hrunmálum. Hæstiréttur Íslands gefur, að því er virðist, lítið fyrir rétt sakborninga í hrunmálum. Í einu máli sýknaði héraðsdómur hina ákærðu og komst þá Hæstiréttur þá að þeirri niðurstöðu að einn dómara hefði verið vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla um saksóknara eftir að dómur var kveðinn upp af tilefni, sem sömuleiðis kom upp eftir að dómur var kveðinn upp. Í öðru hrunmáli kom í ljós að einn dómarinn hafði misst eigur sínar vegna viðskipta við þann banka sem sakborningar í því máli stjórnuðu. Sakborningarnir voru sakfelldir og dæmdir í margra ára fangelsi. Hæstiréttur fór sannkallaða Krýsuvíkurleið til að komast að því að þetta eignatjón ylli ekki vanhæfi dómarans. Af þessu leiðir að velta má fyrir sér hvort afstaða Hæstaréttar til vanhæfis dómara grundvallist á því hvort viðkomandi dómarar sakfella eða sýkna útrásarvíkinga, rétt eins og hvort sekt í kynferðismálum sé ákvörðuð eftir kynferði þolanda. Í nýlegu verðtryggingarmáli komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að engu máli skipti þó að banki hefði klárlega brotið gegn lagaskyldu sinni um að upplýsa lántakanda um kostnað við lántökuna. Hann gæti samt innheimt lánið og hvern þann kostnað sem hann kysi að fullu. Neytendavernd virðist vera dómurum við æðsta dómstól landsins framandi hugtak. Tjáningarfrelsið er einn helgasti réttur manna í réttarríkinu. Fjórum sinnum hafa blaðamenn kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna mannréttindabrota Hæstaréttar Íslands í málum sem varða tjáningarfrelsið. Í öll skiptin hefur Mannréttindadómstóllinn dæmt gegn íslenska ríkinu. Nú hefur Mannréttindadómstóllinn ákveðið að taka fyrir fimmta málið gegn íslenska ríkinu vegna brota íslenskra dómstóla og Hæstaréttar Íslands gegn tjáningarfrelsi blaðamanns. Brotavilji æðsta dómstóls landsins gegn mannréttindum borgaranna er einbeittur þrátt fyrir ítrekaðar umvandanir Mannréttindadómstólsins. Þetta er alvarlegt mál þar sem varðstaða dómstóla um mannréttindi er hornsteinn lýðræðislegs réttarríkis. Þegar æðsti dómstóll landsins traðkar ítrekað á heilögustu mannréttindum borgaranna, sjálfu tjáningarfrelsinu, er sjálft réttarríkið í hættu. Séu dómstólar fúnir og réttarkerfið rotið er vart lengur hægt að tala um réttarríki.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira