Rotið réttarkerfi ógnar réttarríkinu Skjóðan skrifar 9. desember 2015 09:00 Dómsmál og dómstólar hafa verið mjög til umræðu á undanförnum vikum og mánuðum. Fallið hafa athyglisverðir dómar í kynferðisbrotamálum, hrunmálum og verðtryggingarmálum bæði í héraðsdómi og Hæstarétti Íslands. Íslenskir dómstólar virðast gera hóflegar kröfur til sönnunarbyrði ákæruvalds í hrunmálum. Sama máli gegnir um kynferðisbrotamálin – svo fremi að þolandi sé karlmaður. Sé þolandi kynferðisbrots kona leita íslenskir dómarar logandi ljósi að hverju því smáatriði, sem mögulega getur varpað vafa á sekt meints geranda. Sé þolandinn hins vegar karlmaður er sakfellt, líkt og tíðkast í hrunmálum. Hæstiréttur Íslands gefur, að því er virðist, lítið fyrir rétt sakborninga í hrunmálum. Í einu máli sýknaði héraðsdómur hina ákærðu og komst þá Hæstiréttur þá að þeirri niðurstöðu að einn dómara hefði verið vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla um saksóknara eftir að dómur var kveðinn upp af tilefni, sem sömuleiðis kom upp eftir að dómur var kveðinn upp. Í öðru hrunmáli kom í ljós að einn dómarinn hafði misst eigur sínar vegna viðskipta við þann banka sem sakborningar í því máli stjórnuðu. Sakborningarnir voru sakfelldir og dæmdir í margra ára fangelsi. Hæstiréttur fór sannkallaða Krýsuvíkurleið til að komast að því að þetta eignatjón ylli ekki vanhæfi dómarans. Af þessu leiðir að velta má fyrir sér hvort afstaða Hæstaréttar til vanhæfis dómara grundvallist á því hvort viðkomandi dómarar sakfella eða sýkna útrásarvíkinga, rétt eins og hvort sekt í kynferðismálum sé ákvörðuð eftir kynferði þolanda. Í nýlegu verðtryggingarmáli komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að engu máli skipti þó að banki hefði klárlega brotið gegn lagaskyldu sinni um að upplýsa lántakanda um kostnað við lántökuna. Hann gæti samt innheimt lánið og hvern þann kostnað sem hann kysi að fullu. Neytendavernd virðist vera dómurum við æðsta dómstól landsins framandi hugtak. Tjáningarfrelsið er einn helgasti réttur manna í réttarríkinu. Fjórum sinnum hafa blaðamenn kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna mannréttindabrota Hæstaréttar Íslands í málum sem varða tjáningarfrelsið. Í öll skiptin hefur Mannréttindadómstóllinn dæmt gegn íslenska ríkinu. Nú hefur Mannréttindadómstóllinn ákveðið að taka fyrir fimmta málið gegn íslenska ríkinu vegna brota íslenskra dómstóla og Hæstaréttar Íslands gegn tjáningarfrelsi blaðamanns. Brotavilji æðsta dómstóls landsins gegn mannréttindum borgaranna er einbeittur þrátt fyrir ítrekaðar umvandanir Mannréttindadómstólsins. Þetta er alvarlegt mál þar sem varðstaða dómstóla um mannréttindi er hornsteinn lýðræðislegs réttarríkis. Þegar æðsti dómstóll landsins traðkar ítrekað á heilögustu mannréttindum borgaranna, sjálfu tjáningarfrelsinu, er sjálft réttarríkið í hættu. Séu dómstólar fúnir og réttarkerfið rotið er vart lengur hægt að tala um réttarríki.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Dómsmál og dómstólar hafa verið mjög til umræðu á undanförnum vikum og mánuðum. Fallið hafa athyglisverðir dómar í kynferðisbrotamálum, hrunmálum og verðtryggingarmálum bæði í héraðsdómi og Hæstarétti Íslands. Íslenskir dómstólar virðast gera hóflegar kröfur til sönnunarbyrði ákæruvalds í hrunmálum. Sama máli gegnir um kynferðisbrotamálin – svo fremi að þolandi sé karlmaður. Sé þolandi kynferðisbrots kona leita íslenskir dómarar logandi ljósi að hverju því smáatriði, sem mögulega getur varpað vafa á sekt meints geranda. Sé þolandinn hins vegar karlmaður er sakfellt, líkt og tíðkast í hrunmálum. Hæstiréttur Íslands gefur, að því er virðist, lítið fyrir rétt sakborninga í hrunmálum. Í einu máli sýknaði héraðsdómur hina ákærðu og komst þá Hæstiréttur þá að þeirri niðurstöðu að einn dómara hefði verið vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla um saksóknara eftir að dómur var kveðinn upp af tilefni, sem sömuleiðis kom upp eftir að dómur var kveðinn upp. Í öðru hrunmáli kom í ljós að einn dómarinn hafði misst eigur sínar vegna viðskipta við þann banka sem sakborningar í því máli stjórnuðu. Sakborningarnir voru sakfelldir og dæmdir í margra ára fangelsi. Hæstiréttur fór sannkallaða Krýsuvíkurleið til að komast að því að þetta eignatjón ylli ekki vanhæfi dómarans. Af þessu leiðir að velta má fyrir sér hvort afstaða Hæstaréttar til vanhæfis dómara grundvallist á því hvort viðkomandi dómarar sakfella eða sýkna útrásarvíkinga, rétt eins og hvort sekt í kynferðismálum sé ákvörðuð eftir kynferði þolanda. Í nýlegu verðtryggingarmáli komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að engu máli skipti þó að banki hefði klárlega brotið gegn lagaskyldu sinni um að upplýsa lántakanda um kostnað við lántökuna. Hann gæti samt innheimt lánið og hvern þann kostnað sem hann kysi að fullu. Neytendavernd virðist vera dómurum við æðsta dómstól landsins framandi hugtak. Tjáningarfrelsið er einn helgasti réttur manna í réttarríkinu. Fjórum sinnum hafa blaðamenn kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna mannréttindabrota Hæstaréttar Íslands í málum sem varða tjáningarfrelsið. Í öll skiptin hefur Mannréttindadómstóllinn dæmt gegn íslenska ríkinu. Nú hefur Mannréttindadómstóllinn ákveðið að taka fyrir fimmta málið gegn íslenska ríkinu vegna brota íslenskra dómstóla og Hæstaréttar Íslands gegn tjáningarfrelsi blaðamanns. Brotavilji æðsta dómstóls landsins gegn mannréttindum borgaranna er einbeittur þrátt fyrir ítrekaðar umvandanir Mannréttindadómstólsins. Þetta er alvarlegt mál þar sem varðstaða dómstóla um mannréttindi er hornsteinn lýðræðislegs réttarríkis. Þegar æðsti dómstóll landsins traðkar ítrekað á heilögustu mannréttindum borgaranna, sjálfu tjáningarfrelsinu, er sjálft réttarríkið í hættu. Séu dómstólar fúnir og réttarkerfið rotið er vart lengur hægt að tala um réttarríki.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira