Erlent

Sex börn drukknuðu undan strönd Tyrklands

Atli Ísleifsson skrifar
Búið er að bjarga um 150 þúsund manns af ofhlöðnum og illa búnum bátum í Miðjarðarhafi síðasta árið.
Búið er að bjarga um 150 þúsund manns af ofhlöðnum og illa búnum bátum í Miðjarðarhafi síðasta árið. Vísir/AFP
Að minnsta kosti sex börn drukknuðu þegar gúmmíbátur með flóttafólki sökk undan strönd Tyrklands í morgun. Tyrkneskir miðlar greina frá því að fólkið um borð hafi öllum líkindum verið frá Afganistan, en alls fundust átta lík í sjónum. Nokkrum var bjargað.

Flóttafólk reynir á hverjum degi að komast til Evrópu frá Norður-Afríku og Miðausturlöndum í smærri bátum. Rúmlega 20 þúsund manns hafa látist á leiðinni síðustu tuttugu árin.

Börnin og fjölskyldur þeirra voru á leiðinni til Grikklands og sökk báturinn nærri bænum Izmir.

Búið er að bjarga um 150 þúsund manns af ofhlöðnum og illa búnum bátum í Miðjarðarhafi síðasta árið. Um þrjú þúsund hafa drukknað það sem af er ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×