Tónlist

Rosalegt hip-hop kvöld og þú missir ekki af Gunnari Nelson

Stefán Árni Pálsson skrifar
AFRO er magnaður listamaður.
AFRO er magnaður listamaður.
Blásið verður til hip-hop veislu í Iðnó á laugardagskvöldið þar sem flottir listamenn koma fram. Undir lok kvöldsins verður síðan bardagi Gunnars Nelson sýndur á risaskjá.

R.A. the Rugged Man getur talist í hópi merkilegustu hiphop tónlistarmanna sem senan hefur alið af sér. Á tónleikunum munu fleiri listamenn veita honum lið og má þar fyrstan nefna Mr. Green, sem er hip hop tónlistarmaður sem slegið hefur í gegn með skemmtilegum myndböndum á YouTube.

Einnig mun ein skærasta stjarna í heimi „lyrical” hiphop í dag láta ljós sitt skína; A-F-R-O, sem sló í gegn ungur að árum með sínum ótrúlegu hæfileikum og orðaforða. Í bland við grípandi hip-hop takta hefur sá drengur látið ótrúlegustu rappara í heiminum verða kjaftstopp með flæði sínu og skapandi textasmíði.

Do You Remember When Lyrics Mattered in Hip-Hop?

CAN A 17-YEAR-OLD REIGNITE THE GOLDEN AGE OF HIP HOP? Find out how on the premiere of Uncharted made possible by Honda Stage.

Posted by UPROXX on 24. september 2015
Þeir sem koma fram á tónleikunum eru:

R.A. THE RUGGED MAN

A-F-R-O (ALL FLOWS REACHOUT)

MR. GREEN (LIVE FROM THE STREETS)

ÁSAMT SHADES OF REYKJAVÍK * VIVID * VALBY BRÆÐUR * CLASS B * 7BERG * BRÓÐIR BIG * ALEXANDER JARL * KILO * MARLON * BRR * BLVCK POX * UNDIR GRUN * JAVI VALINO * MÆLGINN * GRÁNI * ÁTRÚNAÐARGOÐIN * WATOM * VRONG *

GUNNAR NELSON Í UFC Á RISATJALDI

Listamennirnir gera hlé á tónleikum sínum á meðan bardagi Gunnars Nelson í UFC verður sýndur á risatjaldi á IÐNÓ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.