Enski boltinn

Messan: Neisti í Gylfa | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson átti ágætan leik þegar Swansea steinlá, 0-3, fyrir Leicester City í 15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn.

Hjörvar Hafliðason, Arnar Gunnlaugsson og Þorvaldur Örlygsson fóru yfir frammistöðu íslenska landsliðsmannsins í Messunni í gær.

„Það var einhver neisti í Gylfa. Hann langaði að gera eitthvað,“ sagði Arnar en Gylfi var tvívegis nálægt því að skora í seinni hálfleik. Fyrst skaut hann rétt yfir og svo átti hann skot í stöng Leicester-marksins.

Swansea hefur gengið skelfilega að undanförnu og Arnar og Þorvaldur eru á því að Garry Monk, knattspyrnustjóri liðsins, fái sparkið fyrr en síðar.

„Þetta er oft eins og snjóbolti. Hann ræður ekki við ferlið, hvort hann verður rekinn eða ekki. En það bendir allt til þess að hann verði rekinn, það eru önnur nöfn komin inn í myndina og annað þvíumlíkt,“ sagði Þorvaldur.

Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×