Evo velur Porsche Cayman GT4 sportbíl ársins Finnur Thorlacius skrifar 8. desember 2015 10:30 Nú þegar árið er á enda er tilhlýðilegt að finna út hvaða bílaframleiðandi skóp besta bílinn sem fá má á þessu ári. Þetta gerir breska bílatímaritið Evo á hverju ári og í ár völdu blaðamenn þess skosku hálöndin til að prófa þá bíla sem komust í úrslit í ár. Það voru bílarnir Peugeot 208 GTi, Lamborghini Aventador SV, Seat Leon Cupra Sub8, McLaren 675LT, Porsche 911 GT3 RS, Porsche Cayman GT4, Honda Civic Type R, Ferrari 488 GTB, Chevrolet Camaro Z/28, Lotus Evora 400 og Mercedes Benz-AMG GT S. Svo að fleiri raddir heyrðust við mat á bílunum en eingöngu blaðamanna Evo fékk tímaritið keppnisökubræðurna Marino og Dario Franchitti til akstursins og dóma á bílunum. Niðurstaða þeirra allra var sú að Porsche Cayman GT4 væri besti bíllinn sem fá má í ár og í meðfylgjandi myndskeiði, sem er bæði langt og sérlega vel unnið, útskýra þeir af hverju þessi bíll á skilið þennan heiður. Bílar video Fréttir ársins 2015 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent
Nú þegar árið er á enda er tilhlýðilegt að finna út hvaða bílaframleiðandi skóp besta bílinn sem fá má á þessu ári. Þetta gerir breska bílatímaritið Evo á hverju ári og í ár völdu blaðamenn þess skosku hálöndin til að prófa þá bíla sem komust í úrslit í ár. Það voru bílarnir Peugeot 208 GTi, Lamborghini Aventador SV, Seat Leon Cupra Sub8, McLaren 675LT, Porsche 911 GT3 RS, Porsche Cayman GT4, Honda Civic Type R, Ferrari 488 GTB, Chevrolet Camaro Z/28, Lotus Evora 400 og Mercedes Benz-AMG GT S. Svo að fleiri raddir heyrðust við mat á bílunum en eingöngu blaðamanna Evo fékk tímaritið keppnisökubræðurna Marino og Dario Franchitti til akstursins og dóma á bílunum. Niðurstaða þeirra allra var sú að Porsche Cayman GT4 væri besti bíllinn sem fá má í ár og í meðfylgjandi myndskeiði, sem er bæði langt og sérlega vel unnið, útskýra þeir af hverju þessi bíll á skilið þennan heiður.
Bílar video Fréttir ársins 2015 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent