Innlent

Rafmagnslaust á Akureyri: Þingvallastræti minnir á hálendið

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Rafmagnslaust eru á Akureyri og minnir bærinn einna helst á hálendið enda kolniðamyrkur. Sveinn Arnarsson, fréttamaður 365 norðan heiða, fór út á Þingvallastræti í bænum um ellefuleytið í kvöld og tók myndbandið að ofan.

Sveinn segir snjó kyngja niður en ekki hafi bætt í vind.

Hér má sjá þau svæði þar sem rafmagn er farið af.Vísir/Loftmyndir
„Það leysti út Kröflulína og línan hinu megin við Akureyri var einnig úti. Þannig það kemst ekkert rafmagn til Akureyrar eins og er,“ segir Einar Einarsson, framkvæmdastjóra stjórnunarsviðs. „Þetta er væntanlega bara veðurálag.“

„Það er ekki hægt að fullyrða alveg um það en við erum að vinna í því að koma þessu inn aftur,“ segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×