Menning sem gróðrarstía ofbeldis Embla Guðrúnar Ágústsdóttir skrifar 8. desember 2015 07:00 Um þessar mundir fer fram 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Sem samfélag höfum við undanfarna mánuði verið hressilega minnt á mikilvægi átaks sem þessa. Sem fötluð kona bý ég við veruleika þar sem ofbeldi, kúgun og misrétti er talið hversdagslegt og jafnvel eðlilegt. Ég bý við veruleika þar sem fólk keppist við að afsaka ofbeldi með fáfræði og hvetur mig til að nýta allar þær niðurlægjandi aðstæður sem ég lendi í til þess að fræða fólk sem í sakleysi sínu veit ekki betur. Þegar ég segi frá þeim fordómum sem ég upplifi svarar fólk yfirleitt á þessa leið: „Ekki taka þetta nærri þér, hann meinti þetta ekki illa, hann veit ekki betur.“ Þar með er mismununin réttlætt og eftir sit ég með ábyrgðina á að kyngja og fræða. Það á ekki að breyta samfélaginu heldur þarf ég bara að verða harðari af mér. Slík menning er gróðrarstía ofbeldis. Menning sem hvetur mig til þess að taka við kúguninni með umburðarlyndi og bros á vör. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á ofbeldi gagnvart fötluðum konum benda allar til þess að fatlaðar konur séu margfalt líklegri en ófatlaðar konur til þess að verða fyrir hvers kyns ofbeldi. Samkvæmt tölfræðiupplýsingum frá WomenWatch eru fatlaðir karlmenn næstum tvöfalt líklegri en fatlaðar konur til þess að fá vinnu, fatlaðar konur hafa minni aðgang en aðrir að heilbrigðisþjónustu og eru oftar stofnanavistaðar en fatlaðir karlar. Ljóst er að margþætt mismunun eykur líkur á ofbeldi. Fötlun er bæði orsök og afleiðing ofbeldis. Ofbeldi stuðlar í miklum mæli að ótímabærum dauðsföllum fatlaðra kvenna. Margar ástæður liggja að baki þessum staðreyndum en í rannsóknum kemur þó síendurtekið fram að ofbeldi gagnvart fötluðu fólki þrífst einna best í aðgreindum úrræðum. Þessar tölfræðiupplýsingar virðast þó hafa lítil áhrif á okkur því enn eru til að mynda mörg stuðningsúrræði fyrir brotaþola ofbeldis óaðgengileg fötluðu fólki og enn byggjum við upp aðgreind úrræði fyrir fatlað fólk þó við vitum að ofbeldi þrífist best þar inni. Fötluð baráttusystir mín, María Hreiðarsdóttir, bar skilti í Druslugöngunni 2014 sem á stóð „Fordómar þínir gagnvart fötluðu fólki eru hluti af ofbeldismenningu“. Við megum ekki gleyma því að sem samfélag sköpum við menningu sem sífellt breytist og þróast. Það hlýtur hins vegar að vera eitthvað mikið að menningu okkar, gildum og viðmiðum fyrst að þetta gífurlega mikla ofbeldi gegn konum, bæði fötluðum og ófötluðum, viðgengst. Við verðum að horfast í augu við mismunun. Við verðum að hætta að réttlæta ofbeldi. Við verðum að hætta að umbera ofbeldi. Við verðum að hætta að gera ábyrgðina þolandans. Við verðum að skila skömminni. Ofbeldi er lífshættulegt. Við verðum að segja stopp. Þessi grein er hluti af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Skoðun Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir fer fram 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Sem samfélag höfum við undanfarna mánuði verið hressilega minnt á mikilvægi átaks sem þessa. Sem fötluð kona bý ég við veruleika þar sem ofbeldi, kúgun og misrétti er talið hversdagslegt og jafnvel eðlilegt. Ég bý við veruleika þar sem fólk keppist við að afsaka ofbeldi með fáfræði og hvetur mig til að nýta allar þær niðurlægjandi aðstæður sem ég lendi í til þess að fræða fólk sem í sakleysi sínu veit ekki betur. Þegar ég segi frá þeim fordómum sem ég upplifi svarar fólk yfirleitt á þessa leið: „Ekki taka þetta nærri þér, hann meinti þetta ekki illa, hann veit ekki betur.“ Þar með er mismununin réttlætt og eftir sit ég með ábyrgðina á að kyngja og fræða. Það á ekki að breyta samfélaginu heldur þarf ég bara að verða harðari af mér. Slík menning er gróðrarstía ofbeldis. Menning sem hvetur mig til þess að taka við kúguninni með umburðarlyndi og bros á vör. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á ofbeldi gagnvart fötluðum konum benda allar til þess að fatlaðar konur séu margfalt líklegri en ófatlaðar konur til þess að verða fyrir hvers kyns ofbeldi. Samkvæmt tölfræðiupplýsingum frá WomenWatch eru fatlaðir karlmenn næstum tvöfalt líklegri en fatlaðar konur til þess að fá vinnu, fatlaðar konur hafa minni aðgang en aðrir að heilbrigðisþjónustu og eru oftar stofnanavistaðar en fatlaðir karlar. Ljóst er að margþætt mismunun eykur líkur á ofbeldi. Fötlun er bæði orsök og afleiðing ofbeldis. Ofbeldi stuðlar í miklum mæli að ótímabærum dauðsföllum fatlaðra kvenna. Margar ástæður liggja að baki þessum staðreyndum en í rannsóknum kemur þó síendurtekið fram að ofbeldi gagnvart fötluðu fólki þrífst einna best í aðgreindum úrræðum. Þessar tölfræðiupplýsingar virðast þó hafa lítil áhrif á okkur því enn eru til að mynda mörg stuðningsúrræði fyrir brotaþola ofbeldis óaðgengileg fötluðu fólki og enn byggjum við upp aðgreind úrræði fyrir fatlað fólk þó við vitum að ofbeldi þrífist best þar inni. Fötluð baráttusystir mín, María Hreiðarsdóttir, bar skilti í Druslugöngunni 2014 sem á stóð „Fordómar þínir gagnvart fötluðu fólki eru hluti af ofbeldismenningu“. Við megum ekki gleyma því að sem samfélag sköpum við menningu sem sífellt breytist og þróast. Það hlýtur hins vegar að vera eitthvað mikið að menningu okkar, gildum og viðmiðum fyrst að þetta gífurlega mikla ofbeldi gegn konum, bæði fötluðum og ófötluðum, viðgengst. Við verðum að horfast í augu við mismunun. Við verðum að hætta að réttlæta ofbeldi. Við verðum að hætta að umbera ofbeldi. Við verðum að hætta að gera ábyrgðina þolandans. Við verðum að skila skömminni. Ofbeldi er lífshættulegt. Við verðum að segja stopp. Þessi grein er hluti af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar