Innlent

Flugi Icelandair í kvöld frá Kaupmannahöfn og London aflýst

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Flugvél Icelandair.
Flugvél Icelandair. Vísir/Vilhelm
Flugferðum easyJet frá Belfast og London í kvöld hefur verið frestað um sólarhring og sömu sögu er að segja um flug Wizz Air frá Póllandi.

Óveðrið sem von er á víðast hvar um landið nú síðdegis hefur sett svip sinn á millilandaflug. Flugi Icelandair frá Kaupmannahöfn og London sem fyrirhuguð voru seint í kvöld hefur verið aflýst. Flugferðum easyJet til og frá Belfast og London í kvöld hefur verið frestað um sólarhring og sömu sögu er að segja um flug Wizz Air til og frá Póllandi.

Öll Ameríkuflug Icelandair síðdegis eru enn á áætlun skv. upplýsingum á Kefairport.is. Sömu sögu er að segja um Evrópuflug Icelandair síðdegis. Fyrr í dag var flugi Atlantic Airways til og frá Vagar í Færeyjum aflýst.

Allar upplýsingar um komur og brottfarir á Keflavíkurflugvelli má finna hér.


 


Tengdar fréttir

Von á ofsaveðri sem kemur á áratuga fresti

Veðurstofa Íslands spáir ofsaveðri í dag. Á morgun er búist við góðu vetrarveðri. Slysavarnafélagið Landsbjörg biður fólk að vara erlenda ferðamenn við veðrinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×