Þar sem eru breytingar þar eru tækifæri Almar Guðmundsson skrifar 8. desember 2015 07:00 Miklar væntingar eru gerðar til loftslagsráðstefnunnar COP21 í París. Þar verður þess freistað að ná samkomulagi um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Þegar markmiðin hafa verið sett þarf að setja af stað vinnu til að ná þeim. Það verður ekki gert án aðkomu fyrirtækja. Þau leggja til tæknilausnir sem breyta framleiðsluferlum og koma með nýjar vistvænni lausnir. Það er mikilvægt að samkomulag náist í París. Skýr umgjörð um málaflokkinn eykur líkur á að fyrirtæki leggi í þá vegferð að fjárfesta í loftslagsvænni tækni. Í sóknaráætlun um loftslagsmál leggja stjórnvöld áherslu á sjávarútveg og samgöngur. Fjölmörg íslensk iðnfyrirtæki bjóða lausnir sem minnka orkunotkun í sjávarútvegi með betri tækjabúnaði, orkustýringu og bættri nýtingu hráefnis. Einnig framleiða íslensk fyrirtæki eldsneyti fyrir samgöngur og skip. Heimurinn kallar eftir tæknilausnum sem minnka losun gróðurhúsalofttegunda og við getum gripið tækifærið. Þannig stuðlum við að minni losun, ekki bara heima fyrir heldur einnig á alþjóðavettvangi. Stuðningur stjórnvalda styrkir uppbyggingu á sterkri atvinnugrein, grænni tækni. Samtök iðnaðarins fagna því áherslu stjórnvalda á þessu sviði. Stóriðja er sá einstaki geiri sem losar mest hérlendis. Losun gróðurhúsalofttegunda frá stóriðju fellur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með loftslagsheimildir. Þannig sitja fyrirtækin við sama borð og önnur stórfyrirtæki í Evrópu og lúta þeim ströngu reglum sem þar gilda um vöktun losunar og kaup og sölu á losunarheimildum. Stóriðjan hefur náð gríðarlega góðum árangri og losun á hvert tonn af áli sem er framleitt hefur minnkað um rúm 70% frá árinu 1990, sem er viðmiðunarár Kyoto-samkomulagsins. Heildarlosunin hefur samt aukist talsvert samhliða aukinni framleiðslu. Orkunotkun á hvert unnið tonn af áli hefur hins vegar minnkað. Fyrirtækin leggja metnað í að ná eins góðum árangri og hægt er enda ná íslensku álfyrirtækin einna besta árangri sem þekkist í heiminum. Atvinnulífið er stór hluti vandans því þar er stór uppspretta gróðurhúsalofttegunda. En gleymum því ekki að atvinnulífið er hreyfiafl sem getur komið með lausnirnar. Þar sem eru breytingar, þar eru tækifæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Loftslagsmál Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Miklar væntingar eru gerðar til loftslagsráðstefnunnar COP21 í París. Þar verður þess freistað að ná samkomulagi um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Þegar markmiðin hafa verið sett þarf að setja af stað vinnu til að ná þeim. Það verður ekki gert án aðkomu fyrirtækja. Þau leggja til tæknilausnir sem breyta framleiðsluferlum og koma með nýjar vistvænni lausnir. Það er mikilvægt að samkomulag náist í París. Skýr umgjörð um málaflokkinn eykur líkur á að fyrirtæki leggi í þá vegferð að fjárfesta í loftslagsvænni tækni. Í sóknaráætlun um loftslagsmál leggja stjórnvöld áherslu á sjávarútveg og samgöngur. Fjölmörg íslensk iðnfyrirtæki bjóða lausnir sem minnka orkunotkun í sjávarútvegi með betri tækjabúnaði, orkustýringu og bættri nýtingu hráefnis. Einnig framleiða íslensk fyrirtæki eldsneyti fyrir samgöngur og skip. Heimurinn kallar eftir tæknilausnum sem minnka losun gróðurhúsalofttegunda og við getum gripið tækifærið. Þannig stuðlum við að minni losun, ekki bara heima fyrir heldur einnig á alþjóðavettvangi. Stuðningur stjórnvalda styrkir uppbyggingu á sterkri atvinnugrein, grænni tækni. Samtök iðnaðarins fagna því áherslu stjórnvalda á þessu sviði. Stóriðja er sá einstaki geiri sem losar mest hérlendis. Losun gróðurhúsalofttegunda frá stóriðju fellur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með loftslagsheimildir. Þannig sitja fyrirtækin við sama borð og önnur stórfyrirtæki í Evrópu og lúta þeim ströngu reglum sem þar gilda um vöktun losunar og kaup og sölu á losunarheimildum. Stóriðjan hefur náð gríðarlega góðum árangri og losun á hvert tonn af áli sem er framleitt hefur minnkað um rúm 70% frá árinu 1990, sem er viðmiðunarár Kyoto-samkomulagsins. Heildarlosunin hefur samt aukist talsvert samhliða aukinni framleiðslu. Orkunotkun á hvert unnið tonn af áli hefur hins vegar minnkað. Fyrirtækin leggja metnað í að ná eins góðum árangri og hægt er enda ná íslensku álfyrirtækin einna besta árangri sem þekkist í heiminum. Atvinnulífið er stór hluti vandans því þar er stór uppspretta gróðurhúsalofttegunda. En gleymum því ekki að atvinnulífið er hreyfiafl sem getur komið með lausnirnar. Þar sem eru breytingar, þar eru tækifæri.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun