Búa til eigin jólabjór 26. nóvember 2014 15:00 Gísli Egill og Inga Elsa gáfu út matreiðslubókina Sveitasælu. Þar gefa þau fólki hugmyndir um hvernig nýta megi ýmis íslensk hráefni í matargerð. Mynd/Vilhelm Gísli Egill Hrafnsson og Inga Elsa Bergþórsdóttir brugga eigin bjór fyrir jólin. Í hann nota þau ýmis jólaleg krydd á borð við kanil, stjörnuanís og appelsínubörk. Með bjórnum er gott að maula heimakryddaðar hnetur. "Heimagerður bjór hafði frekar slæma ímynd en framfarirnar hafa verið stórkostlegar enda aðgengi að gæðahráefni orðið mun betra. Nú er það þannig að meira að segja Hvíta húsið í Bandaríkjunum er með eigin heimabruggaðan bjór,“ segir Gísli Egill. Bjórgerð er gamalt áhugamál hjá honum og Ingu konu hans. „Áhuginn kviknaði þegar við vorum við nám í París á tíunda áratugnum. Við kynntumst manni sem var að setja upp míkróbrugghús í kjallara krár. Við heilluðumst af því hvað hægt er að gera ótrúlega góðan bjór í litlu rými og með litlum tækjabúnaði,“ segir Gísli sem næstu árin fylgdist með þessum heimi bjórbruggunar gegnum bækur og netið. „Svo var það eftir aldamótin að hægt var að verða sér úti um góð hráefni hér á landi til að búa til bjór. Maltað bygg í mismunandi útgáfum, humlar og nokkrar gertýpur,“ telur Gísli upp, en bendir einnig á að hægt sé að kaupa í gegnum netið.Bjórinn er með breiðri maltfyllingu, humlum sem vega á móti maltsætunni og kryddi.mynd/gísli egill hrafnssonBelgískir í uppáhaldi Gísli og Inga hafa prófað að brugga ýmsar gerðir hingað til. „Dæmi um bjóra sem auðvelt er að brugga eru ensk og amerísk Pale Ale. Hins vegar eru belgískir bjórar í uppáhaldi hjá okkur en þeir eru vandmeðfarnari og gera oft meiri kröfur til bruggarans,“ lýsir Gísli. Gísli útskýrir að bjórar skiptist í tvennt, þeir séu annað hvort yfirgerjaðir eða undirgerjaðir. „Yfirgerjaðir bjórar á borð við pale-ale gerjast flestir við um tuttugu gráður. Lagerbjórar eru undirgerjaðir og gerjun þeirra fer fram við mun kaldara hitastig sem þarf að vera stöðugt,“ segir Gísli, en slíkan bjór er meira vandaverk að brugga.Kryddaðir jólabjórar Bjórhefðin á Íslandi er fremur ung og það sama á við um jólabjórhefðina. „Jólabjórar eru yfirleitt örlítið sterkari og með meiri maltfyllingu en venjulegir bjórar. Þetta er ekki bjór sem maður þambar heldur dreypir á. Í mörgum löndum eru bruggaðir sérstakir jólabjórar. Stundum er gripið til þess að krydda bjórinn með kryddi sem notað er í matargerð um jólin,“ segir Gísli en það gerðu hann og Inga einmitt við jólabjórinn sem þau gefa uppskrift að hér. „Við notum krydd á borð við kanil, stjörnuanís og appelsínubörk,“ segir Gísli og bendir fólki á að lesa bók þeirra, Sveitasælu, til að fá nánari lýsingu á bruggaðferðinni sem er flóknari en svo að hún rúmist öll hér. Gísli segir bruggunina ekki þurfa að taka of langan tíma. „Einfaldari bjórar geta orðið drykkjarhæfir eftir þrjár til fjórar vikur en sumir eru lengur að þroskast.“Sveitasæla Gísli og Inga gefa út fyrir jólin matreiðslubókina Sveitasælu. „Hún snýst um sveitina og nærumhverfið á Norðvesturlandi þar sem við höfum verið að gera upp hús undanfarin ár. Við sækjum mikið í náttúruna í mataröflun, matargerð og matarupplifun. Í bókinni gefum við fólki hugmyndir um hvernig það getur nýtt íslensk hráefni á borð við fífla, grenitoppa, söl, þang og salt úr sjó í matargerð sinni.“solveig@365.isJólabjór 20 lítrarAðferðin sem er notuð má kalla pokabrugg (Brew in a Bag) og er lýst með nánari hætti í bókinni Sveitasælu.Öll áhöld sem koma nálægt bjórgerðinni þarf að sótthreinsa með þar til gerðum hreinsiefnum. Soðið í 30 lítra suðutunnu eða potti. Meskipoki brettur yfir barma pottsins og korni bætt út í og hrært saman við 15,6 lítra af 75°C heitu vatni til að ná 67°C meskingarhitastigi. Breiðið flísteppi eða eitthvað einangrandi yfir til að hitastigið falli ekki mikið. Látið meskjast í 60-90 mínútur. Skolið þá kornið með 76°C heitu vatni þar til 25 lítrum er náð. Soðið í 60 mín og humlum og kryddi bætt út í. Eftir suðuna ætti vökvamagnið að vera 22 lítrar. Kælt og sett í sótthreinsaða gerjunartunnu með vatnslás. Gerinu sáldrað yfir þegar vökvinn hefur kólnað í 20°C. Gerjið í 10-20 daga. Fleytt yfir á aðra tunnu. 150 g af sykri soðin með 200 ml af vatni í 10 mínútur hrært svo rólega saman við bjórinn. Sett á flöskur. Bíðið í 10 daga eftir að opna fyrstu flöskuna og smakka.Korn 4,4 kg Pale Ale malt 500 g Melanoidin 350 g Caramunich 1 300 g Caramunich 3 100 g Carafa 1 100 g Hveiti maltaðHumlar 35 g East Kent Goldings í 60 mínútur 30 g Hallertau Hersbrucker í síðustu 15 mínútur 15 g Hallertau Hersbrucker í síðustu 1 mínútuKrydd og síróp soðið með í síðustu 15 mínútur: 500 ml Lyle's sírópi börkur af einni appelsínu 10 g stjörnuanís 3 kanilstangir Ger: Danstar Nottingham Ristaðar kryddhneturHægt er að leika með krydd og bragð eins og maður vill en hér er smáhugmynd um hvernig má byrja. 1 eggjahvíta, þeytt 400 g blandaðar hnetur, svo sem pekanhnetur, möndlur, heslihnetur og kasjúhnetur ¼ tsk. kummin ¼ tsk. cayenne-pipar ½ tsk. karríduft 1 tsk. maldon-salt, mulið fínrifinn börkur af ½ sítrónu svartur piparHitið ofninn í 200°C. Þeytið eggjahvítuna þar til hún verður nokkuð létt og loftkennd. Blandið kryddi, sítrónuberki, salti og pipar saman við ásamt hnetum. Þekið ofnplötu með smjörpappír og dreifið vel úr hnetunum á hana. Ristið í 8–10 mínútur eða þar til eggjahvítan hefur þornað. Látið hneturnar kólna lítillega áður en þær eru bornar fram. Jólafréttir Mest lesið Borða með góðri samvisku Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Svona gerirðu graflax Jól Frumsýning á jólamynd Jól Fígúrur fyrir krakkana Jól Fögur er foldin Jól Jólaguðspjallið Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Heitt súkkulaði í rúminu á jóladag Jól Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin
Gísli Egill Hrafnsson og Inga Elsa Bergþórsdóttir brugga eigin bjór fyrir jólin. Í hann nota þau ýmis jólaleg krydd á borð við kanil, stjörnuanís og appelsínubörk. Með bjórnum er gott að maula heimakryddaðar hnetur. "Heimagerður bjór hafði frekar slæma ímynd en framfarirnar hafa verið stórkostlegar enda aðgengi að gæðahráefni orðið mun betra. Nú er það þannig að meira að segja Hvíta húsið í Bandaríkjunum er með eigin heimabruggaðan bjór,“ segir Gísli Egill. Bjórgerð er gamalt áhugamál hjá honum og Ingu konu hans. „Áhuginn kviknaði þegar við vorum við nám í París á tíunda áratugnum. Við kynntumst manni sem var að setja upp míkróbrugghús í kjallara krár. Við heilluðumst af því hvað hægt er að gera ótrúlega góðan bjór í litlu rými og með litlum tækjabúnaði,“ segir Gísli sem næstu árin fylgdist með þessum heimi bjórbruggunar gegnum bækur og netið. „Svo var það eftir aldamótin að hægt var að verða sér úti um góð hráefni hér á landi til að búa til bjór. Maltað bygg í mismunandi útgáfum, humlar og nokkrar gertýpur,“ telur Gísli upp, en bendir einnig á að hægt sé að kaupa í gegnum netið.Bjórinn er með breiðri maltfyllingu, humlum sem vega á móti maltsætunni og kryddi.mynd/gísli egill hrafnssonBelgískir í uppáhaldi Gísli og Inga hafa prófað að brugga ýmsar gerðir hingað til. „Dæmi um bjóra sem auðvelt er að brugga eru ensk og amerísk Pale Ale. Hins vegar eru belgískir bjórar í uppáhaldi hjá okkur en þeir eru vandmeðfarnari og gera oft meiri kröfur til bruggarans,“ lýsir Gísli. Gísli útskýrir að bjórar skiptist í tvennt, þeir séu annað hvort yfirgerjaðir eða undirgerjaðir. „Yfirgerjaðir bjórar á borð við pale-ale gerjast flestir við um tuttugu gráður. Lagerbjórar eru undirgerjaðir og gerjun þeirra fer fram við mun kaldara hitastig sem þarf að vera stöðugt,“ segir Gísli, en slíkan bjór er meira vandaverk að brugga.Kryddaðir jólabjórar Bjórhefðin á Íslandi er fremur ung og það sama á við um jólabjórhefðina. „Jólabjórar eru yfirleitt örlítið sterkari og með meiri maltfyllingu en venjulegir bjórar. Þetta er ekki bjór sem maður þambar heldur dreypir á. Í mörgum löndum eru bruggaðir sérstakir jólabjórar. Stundum er gripið til þess að krydda bjórinn með kryddi sem notað er í matargerð um jólin,“ segir Gísli en það gerðu hann og Inga einmitt við jólabjórinn sem þau gefa uppskrift að hér. „Við notum krydd á borð við kanil, stjörnuanís og appelsínubörk,“ segir Gísli og bendir fólki á að lesa bók þeirra, Sveitasælu, til að fá nánari lýsingu á bruggaðferðinni sem er flóknari en svo að hún rúmist öll hér. Gísli segir bruggunina ekki þurfa að taka of langan tíma. „Einfaldari bjórar geta orðið drykkjarhæfir eftir þrjár til fjórar vikur en sumir eru lengur að þroskast.“Sveitasæla Gísli og Inga gefa út fyrir jólin matreiðslubókina Sveitasælu. „Hún snýst um sveitina og nærumhverfið á Norðvesturlandi þar sem við höfum verið að gera upp hús undanfarin ár. Við sækjum mikið í náttúruna í mataröflun, matargerð og matarupplifun. Í bókinni gefum við fólki hugmyndir um hvernig það getur nýtt íslensk hráefni á borð við fífla, grenitoppa, söl, þang og salt úr sjó í matargerð sinni.“solveig@365.isJólabjór 20 lítrarAðferðin sem er notuð má kalla pokabrugg (Brew in a Bag) og er lýst með nánari hætti í bókinni Sveitasælu.Öll áhöld sem koma nálægt bjórgerðinni þarf að sótthreinsa með þar til gerðum hreinsiefnum. Soðið í 30 lítra suðutunnu eða potti. Meskipoki brettur yfir barma pottsins og korni bætt út í og hrært saman við 15,6 lítra af 75°C heitu vatni til að ná 67°C meskingarhitastigi. Breiðið flísteppi eða eitthvað einangrandi yfir til að hitastigið falli ekki mikið. Látið meskjast í 60-90 mínútur. Skolið þá kornið með 76°C heitu vatni þar til 25 lítrum er náð. Soðið í 60 mín og humlum og kryddi bætt út í. Eftir suðuna ætti vökvamagnið að vera 22 lítrar. Kælt og sett í sótthreinsaða gerjunartunnu með vatnslás. Gerinu sáldrað yfir þegar vökvinn hefur kólnað í 20°C. Gerjið í 10-20 daga. Fleytt yfir á aðra tunnu. 150 g af sykri soðin með 200 ml af vatni í 10 mínútur hrært svo rólega saman við bjórinn. Sett á flöskur. Bíðið í 10 daga eftir að opna fyrstu flöskuna og smakka.Korn 4,4 kg Pale Ale malt 500 g Melanoidin 350 g Caramunich 1 300 g Caramunich 3 100 g Carafa 1 100 g Hveiti maltaðHumlar 35 g East Kent Goldings í 60 mínútur 30 g Hallertau Hersbrucker í síðustu 15 mínútur 15 g Hallertau Hersbrucker í síðustu 1 mínútuKrydd og síróp soðið með í síðustu 15 mínútur: 500 ml Lyle's sírópi börkur af einni appelsínu 10 g stjörnuanís 3 kanilstangir Ger: Danstar Nottingham Ristaðar kryddhneturHægt er að leika með krydd og bragð eins og maður vill en hér er smáhugmynd um hvernig má byrja. 1 eggjahvíta, þeytt 400 g blandaðar hnetur, svo sem pekanhnetur, möndlur, heslihnetur og kasjúhnetur ¼ tsk. kummin ¼ tsk. cayenne-pipar ½ tsk. karríduft 1 tsk. maldon-salt, mulið fínrifinn börkur af ½ sítrónu svartur piparHitið ofninn í 200°C. Þeytið eggjahvítuna þar til hún verður nokkuð létt og loftkennd. Blandið kryddi, sítrónuberki, salti og pipar saman við ásamt hnetum. Þekið ofnplötu með smjörpappír og dreifið vel úr hnetunum á hana. Ristið í 8–10 mínútur eða þar til eggjahvítan hefur þornað. Látið hneturnar kólna lítillega áður en þær eru bornar fram.
Jólafréttir Mest lesið Borða með góðri samvisku Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Svona gerirðu graflax Jól Frumsýning á jólamynd Jól Fígúrur fyrir krakkana Jól Fögur er foldin Jól Jólaguðspjallið Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Heitt súkkulaði í rúminu á jóladag Jól Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin