Bréf til Gunnars Braga og Hönnu Birnu Össur Skarphéðinsson, Óttar Proppé, Birgitta Jónsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir skrifa 7. desember 2015 07:00 Gunnar Bragi leggur óskiljanlegt ofurkapp á að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun. Faglegir sérfræðingar eru því harðlega andvígir. Á Alþingi er málið í algjörum hnút og stefnir í langvinn átök. Við leggjum hins vegar til nýja sátt um ÞSSÍ með tillögu um að „írska módelið“ verði innleitt. Írar hafa alla þróunarsamvinnu innan utanríkisráðuneytisins – einsog Gunnar Bragi vill – en í sérstakri stofnun. Við leggjum hér til sama fyrirkomulag. Í því felst að öll verkefni verði færð inn í ráðuneytið en höfð í sérstakri stofnun sem ber nafn ÞSSÍ. Starfsmenn verði ekki flutningsskyldir og einungis menntað fagfólk ráðið til starfa. Þetta er mögulegt með nýjum lögum, sem tóku gildi um stjórnarráðið í júlí sl. Þau heimila stofnun starfseininga, ráðuneytisstofnana, um sérstök, afmörkuð verkefni undir stjórn ráðherra. Lögin voru beinlínis sett með sameiningu og hagræðingu stofnana í huga. Nýju lögin eru einsog klæðskerasniðin fyrir sáttatillögu okkar. Með henni fær ráðherrann skýrt ákvörðunarvald yfir stofnuninni. Um leið fær hann „betri yfirsýn“ sem hann telur skorta. Enginn „tvíverknaður“ gæti orðið milli ráðuneytis og ÞSSÍ. Sömuleiðis yrði gulltryggt að stofnunin gengi í takt við utanríkisstefnuna. Allt eru þetta yfirlýst markmið ráðherrans. Ávinningur fyrir þróunarsamvinnu yrði að starfseiningin helst óskert og starfsmenn yrðu áfram ráðnir einungis úr hópi sérfræðinga með sérmenntun í þróunarsamvinnu. Reynslusjóður og þekking ÞSSÍ byggist áfram upp – en tvístrast ekki. Hér er gullvægt tækifæri fyrir ráðherrann til að taka upp merki forvera sinna sem allir lögðu kapp á þverpólitíska sátt um þróunarsamvinnu. Hér er tækifæri fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, formann utanríkismálanefndar, til að sýna í verki margyfirlýstan vilja sinn til að innleiða ný vinnubrögð samtals og sáttar í stjórnmálin. Saman geta nú Gunnar Bragi og Hanna Birna leitt deilur um ÞSSÍ í jörð án þess að slaka nokkuð á óskum stjórnarliða. – En það þarf hugrekki til að taka í útrétta sáttahönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Össur Skarphéðinsson Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Gunnar Bragi leggur óskiljanlegt ofurkapp á að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun. Faglegir sérfræðingar eru því harðlega andvígir. Á Alþingi er málið í algjörum hnút og stefnir í langvinn átök. Við leggjum hins vegar til nýja sátt um ÞSSÍ með tillögu um að „írska módelið“ verði innleitt. Írar hafa alla þróunarsamvinnu innan utanríkisráðuneytisins – einsog Gunnar Bragi vill – en í sérstakri stofnun. Við leggjum hér til sama fyrirkomulag. Í því felst að öll verkefni verði færð inn í ráðuneytið en höfð í sérstakri stofnun sem ber nafn ÞSSÍ. Starfsmenn verði ekki flutningsskyldir og einungis menntað fagfólk ráðið til starfa. Þetta er mögulegt með nýjum lögum, sem tóku gildi um stjórnarráðið í júlí sl. Þau heimila stofnun starfseininga, ráðuneytisstofnana, um sérstök, afmörkuð verkefni undir stjórn ráðherra. Lögin voru beinlínis sett með sameiningu og hagræðingu stofnana í huga. Nýju lögin eru einsog klæðskerasniðin fyrir sáttatillögu okkar. Með henni fær ráðherrann skýrt ákvörðunarvald yfir stofnuninni. Um leið fær hann „betri yfirsýn“ sem hann telur skorta. Enginn „tvíverknaður“ gæti orðið milli ráðuneytis og ÞSSÍ. Sömuleiðis yrði gulltryggt að stofnunin gengi í takt við utanríkisstefnuna. Allt eru þetta yfirlýst markmið ráðherrans. Ávinningur fyrir þróunarsamvinnu yrði að starfseiningin helst óskert og starfsmenn yrðu áfram ráðnir einungis úr hópi sérfræðinga með sérmenntun í þróunarsamvinnu. Reynslusjóður og þekking ÞSSÍ byggist áfram upp – en tvístrast ekki. Hér er gullvægt tækifæri fyrir ráðherrann til að taka upp merki forvera sinna sem allir lögðu kapp á þverpólitíska sátt um þróunarsamvinnu. Hér er tækifæri fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, formann utanríkismálanefndar, til að sýna í verki margyfirlýstan vilja sinn til að innleiða ný vinnubrögð samtals og sáttar í stjórnmálin. Saman geta nú Gunnar Bragi og Hanna Birna leitt deilur um ÞSSÍ í jörð án þess að slaka nokkuð á óskum stjórnarliða. – En það þarf hugrekki til að taka í útrétta sáttahönd.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun