Sænska fyrirtækið IVF lætur til sín taka í tæknifrjóvgun á Íslandi Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. desember 2015 07:00 Sænska fyrirtækið IVF Sverige ætlar að opna nýja tæknifrjóvgunardeild í Reykjavík. Deildin, sem mun heita IVF klíníkin Reykjavík, verður rekin í samstarfi við fæðingar- og kvensjúkdómalæknana Snorra Einarsson og Ingunni Jónsdóttur, sem hafa bæði lært fagið og starfað við það í Svíþjóð, og Steinunni Þorsteinsdóttur lífeindafræðing. Samhliða opnun nýju deildarinnar kaupir IVF Sverige ART Medica, sem er eina starfandi tæknifrjóvgunardeildin á Íslandi, og leggur niður starfsemina þar. „Við ætlum að reyna að opna um miðjan febrúar,“ segir Snorri Einarsson í samtali við Fréttablaðið. Snorri verður yfirlæknir á nýju deildinni hér á Íslandi. Hann segir að IVF Sverige sé stærsti aðilinn í þjónustu og meðferð ófrjósemi á Norðurlöndunum og reki samtals átta deildir eftir opnunina á Íslandi. Snorri segir að stór hluti fólksins sem vann áður hjá Art Medica komi til með að starfa hjá nýju tæknifrjóvgunardeildinni. „Við komum til með að taka meginþorra starfsfólksins sem er hér og nýta þá reynslu sem fyrir er og byggja ofan á það,“ segir hann. Að auki verði hluti af tækjum Art Medica nýttur. „Við tökum það sem hægt er að nýta en komum til með að bæta heilmiklu við af nýjum tækjum,“ segir Snorri. Snorri segir að á Íslandi séu gerðar um 450 glasa- og smásjárfrjóvganir á ári. IVF klíníkin Reykjavík komi til með að bjóða upp á nýjustu aðferðir í ófrjósemismeðferðum eins og til dæmis eggjafrystingu, ræktun fósturvísa í skápum tengdum myndavélum og kímblöðruræktun. Snorri segir að IVF Sverige sé lifandi fyrirtæki sem vilji sjálft þróa aðferðir og tækni og stunda rannsóknir í ríkum mæli. Samstarfið við fyrirtækið geri mögulegt að fylgjast með, þróa og taka upp nýjustu aðferðir til hagsbóta fyrir sjúklingana. Um tæknifrjóvganirLögin um tæknifrjóvgun tóku gildi 1996. Þar er tæknifrjóvgun skilgreind sem getnaður í framhaldi af tæknisæðingu eða glasafrjóvgun. Tæknisæðingar með gjafasæði hófust 1977 og 1978. Fyrstu íslensku pörin fóru hins vegar í glasafrjóvgunarmeðferð í Englandi 10 árum síðar. Heilbrigðisyfirvöld höfðu þá gert samning um meðferð íslenskra para. Glasafrjóvgun hófst svo á Landspítalanum í október 1991 og fyrsta barnið fæddist níu mánuðum síðar. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Sænska fyrirtækið IVF Sverige ætlar að opna nýja tæknifrjóvgunardeild í Reykjavík. Deildin, sem mun heita IVF klíníkin Reykjavík, verður rekin í samstarfi við fæðingar- og kvensjúkdómalæknana Snorra Einarsson og Ingunni Jónsdóttur, sem hafa bæði lært fagið og starfað við það í Svíþjóð, og Steinunni Þorsteinsdóttur lífeindafræðing. Samhliða opnun nýju deildarinnar kaupir IVF Sverige ART Medica, sem er eina starfandi tæknifrjóvgunardeildin á Íslandi, og leggur niður starfsemina þar. „Við ætlum að reyna að opna um miðjan febrúar,“ segir Snorri Einarsson í samtali við Fréttablaðið. Snorri verður yfirlæknir á nýju deildinni hér á Íslandi. Hann segir að IVF Sverige sé stærsti aðilinn í þjónustu og meðferð ófrjósemi á Norðurlöndunum og reki samtals átta deildir eftir opnunina á Íslandi. Snorri segir að stór hluti fólksins sem vann áður hjá Art Medica komi til með að starfa hjá nýju tæknifrjóvgunardeildinni. „Við komum til með að taka meginþorra starfsfólksins sem er hér og nýta þá reynslu sem fyrir er og byggja ofan á það,“ segir hann. Að auki verði hluti af tækjum Art Medica nýttur. „Við tökum það sem hægt er að nýta en komum til með að bæta heilmiklu við af nýjum tækjum,“ segir Snorri. Snorri segir að á Íslandi séu gerðar um 450 glasa- og smásjárfrjóvganir á ári. IVF klíníkin Reykjavík komi til með að bjóða upp á nýjustu aðferðir í ófrjósemismeðferðum eins og til dæmis eggjafrystingu, ræktun fósturvísa í skápum tengdum myndavélum og kímblöðruræktun. Snorri segir að IVF Sverige sé lifandi fyrirtæki sem vilji sjálft þróa aðferðir og tækni og stunda rannsóknir í ríkum mæli. Samstarfið við fyrirtækið geri mögulegt að fylgjast með, þróa og taka upp nýjustu aðferðir til hagsbóta fyrir sjúklingana. Um tæknifrjóvganirLögin um tæknifrjóvgun tóku gildi 1996. Þar er tæknifrjóvgun skilgreind sem getnaður í framhaldi af tæknisæðingu eða glasafrjóvgun. Tæknisæðingar með gjafasæði hófust 1977 og 1978. Fyrstu íslensku pörin fóru hins vegar í glasafrjóvgunarmeðferð í Englandi 10 árum síðar. Heilbrigðisyfirvöld höfðu þá gert samning um meðferð íslenskra para. Glasafrjóvgun hófst svo á Landspítalanum í október 1991 og fyrsta barnið fæddist níu mánuðum síðar.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira