Sænska fyrirtækið IVF lætur til sín taka í tæknifrjóvgun á Íslandi Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. desember 2015 07:00 Sænska fyrirtækið IVF Sverige ætlar að opna nýja tæknifrjóvgunardeild í Reykjavík. Deildin, sem mun heita IVF klíníkin Reykjavík, verður rekin í samstarfi við fæðingar- og kvensjúkdómalæknana Snorra Einarsson og Ingunni Jónsdóttur, sem hafa bæði lært fagið og starfað við það í Svíþjóð, og Steinunni Þorsteinsdóttur lífeindafræðing. Samhliða opnun nýju deildarinnar kaupir IVF Sverige ART Medica, sem er eina starfandi tæknifrjóvgunardeildin á Íslandi, og leggur niður starfsemina þar. „Við ætlum að reyna að opna um miðjan febrúar,“ segir Snorri Einarsson í samtali við Fréttablaðið. Snorri verður yfirlæknir á nýju deildinni hér á Íslandi. Hann segir að IVF Sverige sé stærsti aðilinn í þjónustu og meðferð ófrjósemi á Norðurlöndunum og reki samtals átta deildir eftir opnunina á Íslandi. Snorri segir að stór hluti fólksins sem vann áður hjá Art Medica komi til með að starfa hjá nýju tæknifrjóvgunardeildinni. „Við komum til með að taka meginþorra starfsfólksins sem er hér og nýta þá reynslu sem fyrir er og byggja ofan á það,“ segir hann. Að auki verði hluti af tækjum Art Medica nýttur. „Við tökum það sem hægt er að nýta en komum til með að bæta heilmiklu við af nýjum tækjum,“ segir Snorri. Snorri segir að á Íslandi séu gerðar um 450 glasa- og smásjárfrjóvganir á ári. IVF klíníkin Reykjavík komi til með að bjóða upp á nýjustu aðferðir í ófrjósemismeðferðum eins og til dæmis eggjafrystingu, ræktun fósturvísa í skápum tengdum myndavélum og kímblöðruræktun. Snorri segir að IVF Sverige sé lifandi fyrirtæki sem vilji sjálft þróa aðferðir og tækni og stunda rannsóknir í ríkum mæli. Samstarfið við fyrirtækið geri mögulegt að fylgjast með, þróa og taka upp nýjustu aðferðir til hagsbóta fyrir sjúklingana. Um tæknifrjóvganirLögin um tæknifrjóvgun tóku gildi 1996. Þar er tæknifrjóvgun skilgreind sem getnaður í framhaldi af tæknisæðingu eða glasafrjóvgun. Tæknisæðingar með gjafasæði hófust 1977 og 1978. Fyrstu íslensku pörin fóru hins vegar í glasafrjóvgunarmeðferð í Englandi 10 árum síðar. Heilbrigðisyfirvöld höfðu þá gert samning um meðferð íslenskra para. Glasafrjóvgun hófst svo á Landspítalanum í október 1991 og fyrsta barnið fæddist níu mánuðum síðar. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Sænska fyrirtækið IVF Sverige ætlar að opna nýja tæknifrjóvgunardeild í Reykjavík. Deildin, sem mun heita IVF klíníkin Reykjavík, verður rekin í samstarfi við fæðingar- og kvensjúkdómalæknana Snorra Einarsson og Ingunni Jónsdóttur, sem hafa bæði lært fagið og starfað við það í Svíþjóð, og Steinunni Þorsteinsdóttur lífeindafræðing. Samhliða opnun nýju deildarinnar kaupir IVF Sverige ART Medica, sem er eina starfandi tæknifrjóvgunardeildin á Íslandi, og leggur niður starfsemina þar. „Við ætlum að reyna að opna um miðjan febrúar,“ segir Snorri Einarsson í samtali við Fréttablaðið. Snorri verður yfirlæknir á nýju deildinni hér á Íslandi. Hann segir að IVF Sverige sé stærsti aðilinn í þjónustu og meðferð ófrjósemi á Norðurlöndunum og reki samtals átta deildir eftir opnunina á Íslandi. Snorri segir að stór hluti fólksins sem vann áður hjá Art Medica komi til með að starfa hjá nýju tæknifrjóvgunardeildinni. „Við komum til með að taka meginþorra starfsfólksins sem er hér og nýta þá reynslu sem fyrir er og byggja ofan á það,“ segir hann. Að auki verði hluti af tækjum Art Medica nýttur. „Við tökum það sem hægt er að nýta en komum til með að bæta heilmiklu við af nýjum tækjum,“ segir Snorri. Snorri segir að á Íslandi séu gerðar um 450 glasa- og smásjárfrjóvganir á ári. IVF klíníkin Reykjavík komi til með að bjóða upp á nýjustu aðferðir í ófrjósemismeðferðum eins og til dæmis eggjafrystingu, ræktun fósturvísa í skápum tengdum myndavélum og kímblöðruræktun. Snorri segir að IVF Sverige sé lifandi fyrirtæki sem vilji sjálft þróa aðferðir og tækni og stunda rannsóknir í ríkum mæli. Samstarfið við fyrirtækið geri mögulegt að fylgjast með, þróa og taka upp nýjustu aðferðir til hagsbóta fyrir sjúklingana. Um tæknifrjóvganirLögin um tæknifrjóvgun tóku gildi 1996. Þar er tæknifrjóvgun skilgreind sem getnaður í framhaldi af tæknisæðingu eða glasafrjóvgun. Tæknisæðingar með gjafasæði hófust 1977 og 1978. Fyrstu íslensku pörin fóru hins vegar í glasafrjóvgunarmeðferð í Englandi 10 árum síðar. Heilbrigðisyfirvöld höfðu þá gert samning um meðferð íslenskra para. Glasafrjóvgun hófst svo á Landspítalanum í október 1991 og fyrsta barnið fæddist níu mánuðum síðar.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira