Grýlukerti í hausinn Berglind Pétursdóttir skrifar 7. desember 2015 07:00 Það er kominn sjöundi desember, Almar er örugglega við það að skríða úr kassanum og Aaron Carter á afmæli í dag. Það eru 24 dagar eftir af árinu, 17 dagar til jóla og loksins samfélagslega samþykkt að drekka jólaglögg á öllum tímum sólarhringsins því það er svo ógeðslega kalt. En það eru hættulegir tímar framundan. Tímar hálkubletta og svellbunka sem fela sig undir glaðlegum jólasnjó. Ég lifi í stöðugum ótta um að stærðarinnar grýlukerti kljúfi mig í tvennt eða ég renni niður tröppur og lærbrotni. Sjúkraþjálfarar landsins taka sveittir á móti góðhjörtuðum fyrirmyndarborgurum sem hafa eyðilagt líkama sinn af góðmennsku. Við erum að tala um ýta-bíl-úr-skafli-meiðslin, tognuð mjóbök, marða rassa og vandamál tengd sjálfstrausti vegna vandræðalegra skrykkja í hálku. Það eru þó nokkrir hlutir tengdir þessum harmleik sem eru mjög fullnægjandi. Mér finnst til dæmis mjög gaman að moka tröppurnar heima. Mér finnst það sýna mikinn karakter þegar fólk er með vel mokaðar tröppur og með því að fjarlægja dauðagildruklakann úr tröppunum sýni ég blaðburðarfólkinu og pítsusendlunum sem þjónusta mig mikla virðingu. Ekki er leiðinlegra að sparka snjó undan bílnum. Mér líður eins og ég viti eitthvað um bíla þegar ég losa mesta klakann utan af dekkjunum. Svo ef einhver labbar framhjá snýti ég mér í vettlinginn og öskra eitthvað um hestöfl. Að stíga í frosinn poll og finna hann bresta, að taka fram sköfuna og finna að maður þarf bara að dusta snjóinn af, ekki hamast á rúðunni með blaðinu og svo það allra besta: að taka langt prik og grýlukertahreinsa. Sjá alla banvænu hnífana falla til jarðar. Og umhverfið verður aðeins öruggara fyrir vikið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun
Það er kominn sjöundi desember, Almar er örugglega við það að skríða úr kassanum og Aaron Carter á afmæli í dag. Það eru 24 dagar eftir af árinu, 17 dagar til jóla og loksins samfélagslega samþykkt að drekka jólaglögg á öllum tímum sólarhringsins því það er svo ógeðslega kalt. En það eru hættulegir tímar framundan. Tímar hálkubletta og svellbunka sem fela sig undir glaðlegum jólasnjó. Ég lifi í stöðugum ótta um að stærðarinnar grýlukerti kljúfi mig í tvennt eða ég renni niður tröppur og lærbrotni. Sjúkraþjálfarar landsins taka sveittir á móti góðhjörtuðum fyrirmyndarborgurum sem hafa eyðilagt líkama sinn af góðmennsku. Við erum að tala um ýta-bíl-úr-skafli-meiðslin, tognuð mjóbök, marða rassa og vandamál tengd sjálfstrausti vegna vandræðalegra skrykkja í hálku. Það eru þó nokkrir hlutir tengdir þessum harmleik sem eru mjög fullnægjandi. Mér finnst til dæmis mjög gaman að moka tröppurnar heima. Mér finnst það sýna mikinn karakter þegar fólk er með vel mokaðar tröppur og með því að fjarlægja dauðagildruklakann úr tröppunum sýni ég blaðburðarfólkinu og pítsusendlunum sem þjónusta mig mikla virðingu. Ekki er leiðinlegra að sparka snjó undan bílnum. Mér líður eins og ég viti eitthvað um bíla þegar ég losa mesta klakann utan af dekkjunum. Svo ef einhver labbar framhjá snýti ég mér í vettlinginn og öskra eitthvað um hestöfl. Að stíga í frosinn poll og finna hann bresta, að taka fram sköfuna og finna að maður þarf bara að dusta snjóinn af, ekki hamast á rúðunni með blaðinu og svo það allra besta: að taka langt prik og grýlukertahreinsa. Sjá alla banvænu hnífana falla til jarðar. Og umhverfið verður aðeins öruggara fyrir vikið.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun