Innlent

Gistinóttum á hótelum fjölgað um fimmtung

Sæunn Gísladóttir skrifar
Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 30 prósent í október.
Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 30 prósent í október. Fréttablaðið/Hari
Á fyrstu tíu mánuðum ársins nemur fjöldi gistinátta á hótelum 2,43 milljónum. Þetta er 20 prósenta aukning miðað við sama tímabil árið 2014 þegar þær námu 2,02 milljónum.

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru gistinætur á hótelum í október 238 þúsund talsins sem er 30 prósenta aukning miðað við október 2014. Gistinætur erlendra gesta voru 88 prósent af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum, en þeim fjölgaði um 40 prósent frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fækkaði um tólf prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×